Fékk rangar upplýsingar um hvenær miðasala hæfist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2013 10:59 Sigmundur Einar ásamt yngri bróður sínum og systur. Mynd/Samsett „Ég hringdi í Mida.is í gær og maðurinn sagði mér að miðasala myndi byrja í fyrsta lagi klukkan 10 eða þá klukkan 12,“ segir Sigmundur Einar Jónsson, grjótharður stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Blaðamaður hefur heyrt frá öðrum stuðningsmanni sem fékk svipuð skilaboð frá starfsfólki Mida.is í gær. Sigmundur Einar var einn þeirra fjölmörgu unnenda íslenska landsliðsins sem urðu af miðum í morgunsárið. Hann vaknaði skömmu fyrir átta í morgun til að fara í vinnuna enda þurfti hann ekki að hafa neinar áhyggjur. Hann hafði haft fyrir því að fá upplýsingar um hvenær sala hæfist til að hafa vaðið fyrir neðan sig. „Við ætluðum að fara fjögur á leikinn. Ég, bróðir minn, besti vinur minn og svo ætlaði litla systir mín að fara á sinn fyrsta leik,“ segir Sigmundur Einar. Þeir bræðurnir hafa ekki misst úr landsleik í mörg ár. „Þetta er það skemmtilegasta sem við bræðurnir gerum saman. Við höfum mætt á leikina allt frá því þetta var jarðarför og þangað til þetta varð svona skemmtilegt,“ segir Sigmundur Einar. Hann hefur verið að skoða miða í endursölu í morgun en finnst blóðugt að þurfa að borga allt að 15 þúsund krónur fyrir miðann. Sigmundur vonast til þess að einhverjir góðhjartaðir einstaklingar, sem eigi auka miða, velti því að minnsta kosti fyrir sér að bjóða sér og bróður sínum að kaupa miðana á söluverði. „Eða þá fyrirtækin sem að fengu miða,“ bætir Sigmundur Einar léttur við. Hægt er að hafa samband við Sigmund Einar í gegnum netfangið sigmundureinar89(hja)gmail.com. „Maður er frekar súr yfir þessu og ég ætla að leyfa mér að vera pirraður fram yfir hádegi,“ segir stuðningsmaðurinn dyggi.Uppfært:Samkvæmt upplýsingum frá Miða.is bárust fjölda fyrirspurna um hvenær miðasala á leik Íslands og Króatíu myndi hefjast. Starfsfólk í þjónustuveri Miða.is hafði ekki upplýsingar um hvenær miðasalan myndi hefjast. Venjan er hins vegar sú að miðasala á hina ýmsu viðburði hefjist klukkan tíu eða tólf. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
„Ég hringdi í Mida.is í gær og maðurinn sagði mér að miðasala myndi byrja í fyrsta lagi klukkan 10 eða þá klukkan 12,“ segir Sigmundur Einar Jónsson, grjótharður stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Blaðamaður hefur heyrt frá öðrum stuðningsmanni sem fékk svipuð skilaboð frá starfsfólki Mida.is í gær. Sigmundur Einar var einn þeirra fjölmörgu unnenda íslenska landsliðsins sem urðu af miðum í morgunsárið. Hann vaknaði skömmu fyrir átta í morgun til að fara í vinnuna enda þurfti hann ekki að hafa neinar áhyggjur. Hann hafði haft fyrir því að fá upplýsingar um hvenær sala hæfist til að hafa vaðið fyrir neðan sig. „Við ætluðum að fara fjögur á leikinn. Ég, bróðir minn, besti vinur minn og svo ætlaði litla systir mín að fara á sinn fyrsta leik,“ segir Sigmundur Einar. Þeir bræðurnir hafa ekki misst úr landsleik í mörg ár. „Þetta er það skemmtilegasta sem við bræðurnir gerum saman. Við höfum mætt á leikina allt frá því þetta var jarðarför og þangað til þetta varð svona skemmtilegt,“ segir Sigmundur Einar. Hann hefur verið að skoða miða í endursölu í morgun en finnst blóðugt að þurfa að borga allt að 15 þúsund krónur fyrir miðann. Sigmundur vonast til þess að einhverjir góðhjartaðir einstaklingar, sem eigi auka miða, velti því að minnsta kosti fyrir sér að bjóða sér og bróður sínum að kaupa miðana á söluverði. „Eða þá fyrirtækin sem að fengu miða,“ bætir Sigmundur Einar léttur við. Hægt er að hafa samband við Sigmund Einar í gegnum netfangið sigmundureinar89(hja)gmail.com. „Maður er frekar súr yfir þessu og ég ætla að leyfa mér að vera pirraður fram yfir hádegi,“ segir stuðningsmaðurinn dyggi.Uppfært:Samkvæmt upplýsingum frá Miða.is bárust fjölda fyrirspurna um hvenær miðasala á leik Íslands og Króatíu myndi hefjast. Starfsfólk í þjónustuveri Miða.is hafði ekki upplýsingar um hvenær miðasalan myndi hefjast. Venjan er hins vegar sú að miðasala á hina ýmsu viðburði hefjist klukkan tíu eða tólf.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira