Seyðfirðingum brugðið, vilja svör um jarðgöng Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2013 18:45 Seyðfirðingum er brugðið vegna frétta um að ráðamenn Norrænu vilji flytja viðkomustað ferjunnar til Fjarðabyggðar vegna erfiðs fjallvegar. Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráðs Seyðisfjarðar, kallar eftir því að ríkisstjórn og Alþingi svari því hvenær jarðgöng fáist undir Fjarðarheiði. Færeyska ferjan Norræna og forverar hennar hafa haft Seyðisfjörð sem viðkomuhöfn á Íslandi allt frá árinu 1975. Yfir vetrarmánuði kemur ferjan inn á þriðjudagsmorgnum en fer ekki aftur fyrr en á miðvikudagskvöldum. Mörghundruð erlendir ferðamenn hafa nýtt þetta tveggja daga stopp til að skoða Mývatnssveit annan daginn og Fljótsdalshérað hinn daginn en gista þess á milli um borð í skipinu. Rúturnar hafa hins vegar lent í vandræðum á Fjarðarheiði. Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar, segir í viðtali við Stöð 2 að þegar ófært varð yfir heiðina í haust hafi Seyðfirðingar reynt að sinna 600 farþegum eftir bestu getu og reynt að mæta því. Útgerð Norrænu virðist nú búin að missa þolinmæðina og óskaði í síðustu viku eftir viðræðum við Fjarðabyggð um möguleika á að ferjuhöfnin flytjist þangað. Seyðfirðingum er brugðið enda mikið í húfi. Jóhann Hansson, hafnarvörður á Seyðisfirði, segir 8-9 heilsársstörf í bænum í kringum ferjuna, hjá Austfari, umboðsaðila Smyril-line, og Blue Water, sem annist fraktina.Jóhann Hansson hafnarvörður: 8-9 heilsársstörf í húfiMyndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir málið fyrst og síðast snúast um jarðgöng. „Fjarðarheiðin er mikill farartálmi, því miður. En það stendur allt til bóta. Við erum komin inn á samgönguáætlun og ætlum okkur undir heiðina.” Nú verði Alþingi og ríkisstjórn að gefa svör um tímasetningu framkvæmda. Lagt hefur verið í miklar fjárfestingar á Seyðisfirði vegna ferjunnar og hún skilar verulegum hluta af tekjum hafnarsjóðs, að sögn Jóhanns Hanssonar. Fyrir utan skipagjöld, bæði bryggju- og lestargjald, fái höfnin skatt af farþegum og bílum, sem og vörugjöld af fraktinni. „Þannig að það skiptir verulegu máli," segir Jóhann í fréttum Stöðvar 2.Norræna kemur til Seyðisfjarðar á þriðjudagsmorgnum yfir vetrartímann. Tengdar fréttir Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Seyðfirðingum er brugðið vegna frétta um að ráðamenn Norrænu vilji flytja viðkomustað ferjunnar til Fjarðabyggðar vegna erfiðs fjallvegar. Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráðs Seyðisfjarðar, kallar eftir því að ríkisstjórn og Alþingi svari því hvenær jarðgöng fáist undir Fjarðarheiði. Færeyska ferjan Norræna og forverar hennar hafa haft Seyðisfjörð sem viðkomuhöfn á Íslandi allt frá árinu 1975. Yfir vetrarmánuði kemur ferjan inn á þriðjudagsmorgnum en fer ekki aftur fyrr en á miðvikudagskvöldum. Mörghundruð erlendir ferðamenn hafa nýtt þetta tveggja daga stopp til að skoða Mývatnssveit annan daginn og Fljótsdalshérað hinn daginn en gista þess á milli um borð í skipinu. Rúturnar hafa hins vegar lent í vandræðum á Fjarðarheiði. Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar, segir í viðtali við Stöð 2 að þegar ófært varð yfir heiðina í haust hafi Seyðfirðingar reynt að sinna 600 farþegum eftir bestu getu og reynt að mæta því. Útgerð Norrænu virðist nú búin að missa þolinmæðina og óskaði í síðustu viku eftir viðræðum við Fjarðabyggð um möguleika á að ferjuhöfnin flytjist þangað. Seyðfirðingum er brugðið enda mikið í húfi. Jóhann Hansson, hafnarvörður á Seyðisfirði, segir 8-9 heilsársstörf í bænum í kringum ferjuna, hjá Austfari, umboðsaðila Smyril-line, og Blue Water, sem annist fraktina.Jóhann Hansson hafnarvörður: 8-9 heilsársstörf í húfiMyndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir málið fyrst og síðast snúast um jarðgöng. „Fjarðarheiðin er mikill farartálmi, því miður. En það stendur allt til bóta. Við erum komin inn á samgönguáætlun og ætlum okkur undir heiðina.” Nú verði Alþingi og ríkisstjórn að gefa svör um tímasetningu framkvæmda. Lagt hefur verið í miklar fjárfestingar á Seyðisfirði vegna ferjunnar og hún skilar verulegum hluta af tekjum hafnarsjóðs, að sögn Jóhanns Hanssonar. Fyrir utan skipagjöld, bæði bryggju- og lestargjald, fái höfnin skatt af farþegum og bílum, sem og vörugjöld af fraktinni. „Þannig að það skiptir verulegu máli," segir Jóhann í fréttum Stöðvar 2.Norræna kemur til Seyðisfjarðar á þriðjudagsmorgnum yfir vetrartímann.
Tengdar fréttir Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59