Seyðfirðingum brugðið, vilja svör um jarðgöng Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2013 18:45 Seyðfirðingum er brugðið vegna frétta um að ráðamenn Norrænu vilji flytja viðkomustað ferjunnar til Fjarðabyggðar vegna erfiðs fjallvegar. Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráðs Seyðisfjarðar, kallar eftir því að ríkisstjórn og Alþingi svari því hvenær jarðgöng fáist undir Fjarðarheiði. Færeyska ferjan Norræna og forverar hennar hafa haft Seyðisfjörð sem viðkomuhöfn á Íslandi allt frá árinu 1975. Yfir vetrarmánuði kemur ferjan inn á þriðjudagsmorgnum en fer ekki aftur fyrr en á miðvikudagskvöldum. Mörghundruð erlendir ferðamenn hafa nýtt þetta tveggja daga stopp til að skoða Mývatnssveit annan daginn og Fljótsdalshérað hinn daginn en gista þess á milli um borð í skipinu. Rúturnar hafa hins vegar lent í vandræðum á Fjarðarheiði. Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar, segir í viðtali við Stöð 2 að þegar ófært varð yfir heiðina í haust hafi Seyðfirðingar reynt að sinna 600 farþegum eftir bestu getu og reynt að mæta því. Útgerð Norrænu virðist nú búin að missa þolinmæðina og óskaði í síðustu viku eftir viðræðum við Fjarðabyggð um möguleika á að ferjuhöfnin flytjist þangað. Seyðfirðingum er brugðið enda mikið í húfi. Jóhann Hansson, hafnarvörður á Seyðisfirði, segir 8-9 heilsársstörf í bænum í kringum ferjuna, hjá Austfari, umboðsaðila Smyril-line, og Blue Water, sem annist fraktina.Jóhann Hansson hafnarvörður: 8-9 heilsársstörf í húfiMyndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir málið fyrst og síðast snúast um jarðgöng. „Fjarðarheiðin er mikill farartálmi, því miður. En það stendur allt til bóta. Við erum komin inn á samgönguáætlun og ætlum okkur undir heiðina.” Nú verði Alþingi og ríkisstjórn að gefa svör um tímasetningu framkvæmda. Lagt hefur verið í miklar fjárfestingar á Seyðisfirði vegna ferjunnar og hún skilar verulegum hluta af tekjum hafnarsjóðs, að sögn Jóhanns Hanssonar. Fyrir utan skipagjöld, bæði bryggju- og lestargjald, fái höfnin skatt af farþegum og bílum, sem og vörugjöld af fraktinni. „Þannig að það skiptir verulegu máli," segir Jóhann í fréttum Stöðvar 2.Norræna kemur til Seyðisfjarðar á þriðjudagsmorgnum yfir vetrartímann. Tengdar fréttir Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Seyðfirðingum er brugðið vegna frétta um að ráðamenn Norrænu vilji flytja viðkomustað ferjunnar til Fjarðabyggðar vegna erfiðs fjallvegar. Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráðs Seyðisfjarðar, kallar eftir því að ríkisstjórn og Alþingi svari því hvenær jarðgöng fáist undir Fjarðarheiði. Færeyska ferjan Norræna og forverar hennar hafa haft Seyðisfjörð sem viðkomuhöfn á Íslandi allt frá árinu 1975. Yfir vetrarmánuði kemur ferjan inn á þriðjudagsmorgnum en fer ekki aftur fyrr en á miðvikudagskvöldum. Mörghundruð erlendir ferðamenn hafa nýtt þetta tveggja daga stopp til að skoða Mývatnssveit annan daginn og Fljótsdalshérað hinn daginn en gista þess á milli um borð í skipinu. Rúturnar hafa hins vegar lent í vandræðum á Fjarðarheiði. Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar, segir í viðtali við Stöð 2 að þegar ófært varð yfir heiðina í haust hafi Seyðfirðingar reynt að sinna 600 farþegum eftir bestu getu og reynt að mæta því. Útgerð Norrænu virðist nú búin að missa þolinmæðina og óskaði í síðustu viku eftir viðræðum við Fjarðabyggð um möguleika á að ferjuhöfnin flytjist þangað. Seyðfirðingum er brugðið enda mikið í húfi. Jóhann Hansson, hafnarvörður á Seyðisfirði, segir 8-9 heilsársstörf í bænum í kringum ferjuna, hjá Austfari, umboðsaðila Smyril-line, og Blue Water, sem annist fraktina.Jóhann Hansson hafnarvörður: 8-9 heilsársstörf í húfiMyndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir málið fyrst og síðast snúast um jarðgöng. „Fjarðarheiðin er mikill farartálmi, því miður. En það stendur allt til bóta. Við erum komin inn á samgönguáætlun og ætlum okkur undir heiðina.” Nú verði Alþingi og ríkisstjórn að gefa svör um tímasetningu framkvæmda. Lagt hefur verið í miklar fjárfestingar á Seyðisfirði vegna ferjunnar og hún skilar verulegum hluta af tekjum hafnarsjóðs, að sögn Jóhanns Hanssonar. Fyrir utan skipagjöld, bæði bryggju- og lestargjald, fái höfnin skatt af farþegum og bílum, sem og vörugjöld af fraktinni. „Þannig að það skiptir verulegu máli," segir Jóhann í fréttum Stöðvar 2.Norræna kemur til Seyðisfjarðar á þriðjudagsmorgnum yfir vetrartímann.
Tengdar fréttir Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent