Birgi dreymir um að komast á PGA-mótaröðina Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Farinn til Bandaríkjanna. Birgir Leifur Hafþórsson heldur ótrauður áfram þrátt fyrir vonbrigði gærdagsins. fréttablaðið/stefán „Þetta er vissulega mjög súrt og töluverð vonbrigði,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson sem lauk í gær keppni á öðru stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en leikið var í Tarragona á Spáni. Birgir Leifur lék aðeins eina holu í gær en fresta varð keppni á þriðjudaginn vegna veðurs og þá átti Birgir aðeins eftir að leika eina holu á lokahringnum. Samtals fór kylfingurinn hringina fjóra á þremur höggum undir pari og vantaði aðeins eitt högg til að komast í bráðabana um laust sæti á lokastigi úrtökumótsins fyrir hina vinsælu Evrópumótaröð. „Það var nokkuð skrýtið að spila bara eina holu í dag og klára hringinn á tveimur dögum. Veðrið í dag var alltof gott og alls ekki mér í hag þar sem ég átti aðeins eina holu eftir. Ég lék síðasta hringinn í raun í virkilega slæmu veðri. Aðrir kylfingar fengu þar af leiðandi ákveðið forskot á mig í dag. Ég hefði haft mun meiri möguleika ef allir hefðu klárað síðasta hringinn við þessar aðstæður sem voru á þriðjudaginn.“ Birgir lék hringina fjóra á 281 höggi og hefði hann fengið fleiri holur við betri aðstæður í gær er spurning hvort Íslendingurinn hefði unnið upp eitt til tvö högg sem upp á vantaði. „Spilamennska mín var nokkuð stöðug á þessu móti en mér fannst ég samt sem áður alltaf skilja eftir tvö til þrjú högg á hverjum hring. Ég átti aðeins of mikið inni að mínu mati. Það má svo lítið út af bera í svona mótum. Það eru allir svo jafnir og lítið pláss fyrir mistök.“ Núna er förinni heitið til Bandaríkjanna þar sem kylfingurinn mun reyna fyrir sér á úrtökumóti fyrir Web.com-mótaröðina. „Ég er kominn á annað stig af þremur í þeirri forkeppni og mun taka þátt í móti í lok nóvember. Bandaríkjamenn hafa lagt niður öll úrtökumót fyrir PGA-mótaröðina og eru með aðra stóra mótaröð sem kallast Web.com-mótaröðin. Góður árangur á þeirri mótaröð gæti komið manni að lokum í PGA-mótaröðina og það er auðvitað það sem alla kylfinga dreymir um. Web.com er svakalega flott mótaröð sem er leikin útum allt í Bandaríkjunum og suður til Suður-Ameríku. Það eru miklir peningar á þessum mótum og góður stökkpallur fyrir mann.“ Birgir Leifur er mjög bjartsýnn á framhaldið og telur að stöðugur leikur sé lykillinn að góðum árangri. Leikur Íslendingsins hefur verið mjög stöðugur undanfarna mánuði. Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
„Þetta er vissulega mjög súrt og töluverð vonbrigði,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson sem lauk í gær keppni á öðru stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en leikið var í Tarragona á Spáni. Birgir Leifur lék aðeins eina holu í gær en fresta varð keppni á þriðjudaginn vegna veðurs og þá átti Birgir aðeins eftir að leika eina holu á lokahringnum. Samtals fór kylfingurinn hringina fjóra á þremur höggum undir pari og vantaði aðeins eitt högg til að komast í bráðabana um laust sæti á lokastigi úrtökumótsins fyrir hina vinsælu Evrópumótaröð. „Það var nokkuð skrýtið að spila bara eina holu í dag og klára hringinn á tveimur dögum. Veðrið í dag var alltof gott og alls ekki mér í hag þar sem ég átti aðeins eina holu eftir. Ég lék síðasta hringinn í raun í virkilega slæmu veðri. Aðrir kylfingar fengu þar af leiðandi ákveðið forskot á mig í dag. Ég hefði haft mun meiri möguleika ef allir hefðu klárað síðasta hringinn við þessar aðstæður sem voru á þriðjudaginn.“ Birgir lék hringina fjóra á 281 höggi og hefði hann fengið fleiri holur við betri aðstæður í gær er spurning hvort Íslendingurinn hefði unnið upp eitt til tvö högg sem upp á vantaði. „Spilamennska mín var nokkuð stöðug á þessu móti en mér fannst ég samt sem áður alltaf skilja eftir tvö til þrjú högg á hverjum hring. Ég átti aðeins of mikið inni að mínu mati. Það má svo lítið út af bera í svona mótum. Það eru allir svo jafnir og lítið pláss fyrir mistök.“ Núna er förinni heitið til Bandaríkjanna þar sem kylfingurinn mun reyna fyrir sér á úrtökumóti fyrir Web.com-mótaröðina. „Ég er kominn á annað stig af þremur í þeirri forkeppni og mun taka þátt í móti í lok nóvember. Bandaríkjamenn hafa lagt niður öll úrtökumót fyrir PGA-mótaröðina og eru með aðra stóra mótaröð sem kallast Web.com-mótaröðin. Góður árangur á þeirri mótaröð gæti komið manni að lokum í PGA-mótaröðina og það er auðvitað það sem alla kylfinga dreymir um. Web.com er svakalega flott mótaröð sem er leikin útum allt í Bandaríkjunum og suður til Suður-Ameríku. Það eru miklir peningar á þessum mótum og góður stökkpallur fyrir mann.“ Birgir Leifur er mjög bjartsýnn á framhaldið og telur að stöðugur leikur sé lykillinn að góðum árangri. Leikur Íslendingsins hefur verið mjög stöðugur undanfarna mánuði.
Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira