Í hverju felst sveigjanleiki krónunnar? Leifur Þorbergsson skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Í umræðu um framtíðarskipan peningamála á Íslandi ber iðulega á góma mikilvægi sveigjanleika íslensku krónunnar. Er þar átt við þann sveigjanleika sem felst í því að geta aðlagað vexti og gengi krónunnar að efnahagslegum raunveruleika með því markmiði að jafna út hagsveiflur og viðhalda ytra jafnvægi hagkerfisins. Fáir virðast draga í efa mikilvægi þessa eiginleika. Þeir sem eru fylgjandi krónunni tala um að sveigjanleiki krónunnar hafi bjargað Íslandi eftir hrun, en þeir sem kalla eftir notkun alþjóðamyntar segja sveigjanleikann of dýru verði keyptan. En hversu mikilvægur er sveigjanleikinn? Eistland og Lettland eru smáríki í Evrópu sem líkt og Ísland lentu í miklum hremmingum í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar árið 2008. Ólíkt Íslandi þá höfðu þessar þjóðir á árunum 2004-2005 gengið í EMR II myntstarfið þar sem gjaldmiðlar landanna voru festir við evru. Þessar þjóðir gátu því ekki nýtt sér sveigjanlegt gengi til að auka útflutning og örva eftirspurn eftir innlendri framleiðslu. Gengið var blýfast. Þrátt fyrir fast gengi hefur útflutningur þessara tveggja Eystrasaltsríkja aukist talsvert umfram útflutning Íslands frá árinu 2007. Gengi íslensku krónunnar lækkaði um 49% miðað við Evru, milli áranna 2007 og 2009, en þrátt fyrir það voru íslensk útflutningsverðmæti ársins 2010 einungis 3% meiri heldur en árið 2007. Eftir það hefur útflutningur aukist nokkuð (m.a. vegna veiða á makríl), en þó verulegum mun minna en í áðurnefndum Eystrasaltsríkjum. Þá má spyrja sig hvort sveigjanleiki krónunnar hafi leitt til þess að neytendur hafi skipt innfluttum vörum út fyrir innlenda framleiðslu. Þrátt fyrir að innflutningur hafi dregist verulega saman hefur sá samdráttur í tiltölulega litlum mæli leitt til staðkvæmdaráhrifa fyrir innlenda framleiðslu. Vandfundnir eru t.d. þeir Íslendingar sem skiptu úr íslenskum í erlendar landbúnaðarvörur þegar gengi krónunnar hækkaði á árunum 2004-2007 og jafnframt fáir sem keyptu íslenska bíla í stað japanskra eða notuðu íslenskt timbur við húsbyggingar á árunum þegar gengi krónunnar var lágt.Neikvæð áhrif augljós Staðreyndin er því sú að sveigjanleiki krónunnar hefur sögulega fyrst og fremst lýst sér í því að ytra jafnvægi hagkerfisins er aðlagað í gegnum lækkun á alþjóðlegum kaupmætti íslenskra neytenda. Þetta er vissulega ákveðin tegund sveigjanleika, en líklega ekki sú framleiðsludrifna aðlögun sem flestir sækjast eftir með sveigjanlegu gengi. Reynsla Eistlendinga og Letta sýnir að ýmsir aðrir þættir spila inn í þá jöfnu en fyrirkomulag gjaldeyrismála. Af þessu má ætla að sveigjanleiki gjaldmiðils gegni ekki jafn mikilvægu hlutverki í litlu hagkerfi sem byggir útflutning sinn í megindráttum á nýtingu náttúruauðlinda. Á sama tíma eru neikvæðu áhrifin augljós. Í Íslandsskýrslu McKinsey um hagvaxtarmöguleika Íslands segir að alþjóðageirinn muni þjóna lykilhlutverki í útflutningsvexti næstu ára. Til þessa geira flokkast þau fyrirtæki sem eru í samkeppni á erlendum mörkuðum og eru að mestu óháð staðbundnum auðlindum landsins. Fyrirtæki eins og Össur, Marel og CCP. Sé gengið á milli þessara fyrirtækja og stjórnendur þeirra spurðir hvernig fyrirkomulag peningamála myndi helst þjóna þeirra hagsmunum væri svarið nær undantekningarlaust hið sama. Þeir biðja um stöðugleika, ekki sveigjanleika. Stjórnvöld munu því eiga erfitt með að komast hjá því að svara þeim áleitnu spurningum sem fyrir liggja um framtíðarskipan peningamála. Ef ávinningur af sveigjanleika krónunnar er takmarkaður hlýtur endanlegt markmið að felast í breyttu fyrirkomulagi gjaldmiðlamála. Stóra spurningin er þá hver sú leið eigi að vera? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um framtíðarskipan peningamála á Íslandi ber iðulega á góma mikilvægi sveigjanleika íslensku krónunnar. Er þar átt við þann sveigjanleika sem felst í því að geta aðlagað vexti og gengi krónunnar að efnahagslegum raunveruleika með því markmiði að jafna út hagsveiflur og viðhalda ytra jafnvægi hagkerfisins. Fáir virðast draga í efa mikilvægi þessa eiginleika. Þeir sem eru fylgjandi krónunni tala um að sveigjanleiki krónunnar hafi bjargað Íslandi eftir hrun, en þeir sem kalla eftir notkun alþjóðamyntar segja sveigjanleikann of dýru verði keyptan. En hversu mikilvægur er sveigjanleikinn? Eistland og Lettland eru smáríki í Evrópu sem líkt og Ísland lentu í miklum hremmingum í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar árið 2008. Ólíkt Íslandi þá höfðu þessar þjóðir á árunum 2004-2005 gengið í EMR II myntstarfið þar sem gjaldmiðlar landanna voru festir við evru. Þessar þjóðir gátu því ekki nýtt sér sveigjanlegt gengi til að auka útflutning og örva eftirspurn eftir innlendri framleiðslu. Gengið var blýfast. Þrátt fyrir fast gengi hefur útflutningur þessara tveggja Eystrasaltsríkja aukist talsvert umfram útflutning Íslands frá árinu 2007. Gengi íslensku krónunnar lækkaði um 49% miðað við Evru, milli áranna 2007 og 2009, en þrátt fyrir það voru íslensk útflutningsverðmæti ársins 2010 einungis 3% meiri heldur en árið 2007. Eftir það hefur útflutningur aukist nokkuð (m.a. vegna veiða á makríl), en þó verulegum mun minna en í áðurnefndum Eystrasaltsríkjum. Þá má spyrja sig hvort sveigjanleiki krónunnar hafi leitt til þess að neytendur hafi skipt innfluttum vörum út fyrir innlenda framleiðslu. Þrátt fyrir að innflutningur hafi dregist verulega saman hefur sá samdráttur í tiltölulega litlum mæli leitt til staðkvæmdaráhrifa fyrir innlenda framleiðslu. Vandfundnir eru t.d. þeir Íslendingar sem skiptu úr íslenskum í erlendar landbúnaðarvörur þegar gengi krónunnar hækkaði á árunum 2004-2007 og jafnframt fáir sem keyptu íslenska bíla í stað japanskra eða notuðu íslenskt timbur við húsbyggingar á árunum þegar gengi krónunnar var lágt.Neikvæð áhrif augljós Staðreyndin er því sú að sveigjanleiki krónunnar hefur sögulega fyrst og fremst lýst sér í því að ytra jafnvægi hagkerfisins er aðlagað í gegnum lækkun á alþjóðlegum kaupmætti íslenskra neytenda. Þetta er vissulega ákveðin tegund sveigjanleika, en líklega ekki sú framleiðsludrifna aðlögun sem flestir sækjast eftir með sveigjanlegu gengi. Reynsla Eistlendinga og Letta sýnir að ýmsir aðrir þættir spila inn í þá jöfnu en fyrirkomulag gjaldeyrismála. Af þessu má ætla að sveigjanleiki gjaldmiðils gegni ekki jafn mikilvægu hlutverki í litlu hagkerfi sem byggir útflutning sinn í megindráttum á nýtingu náttúruauðlinda. Á sama tíma eru neikvæðu áhrifin augljós. Í Íslandsskýrslu McKinsey um hagvaxtarmöguleika Íslands segir að alþjóðageirinn muni þjóna lykilhlutverki í útflutningsvexti næstu ára. Til þessa geira flokkast þau fyrirtæki sem eru í samkeppni á erlendum mörkuðum og eru að mestu óháð staðbundnum auðlindum landsins. Fyrirtæki eins og Össur, Marel og CCP. Sé gengið á milli þessara fyrirtækja og stjórnendur þeirra spurðir hvernig fyrirkomulag peningamála myndi helst þjóna þeirra hagsmunum væri svarið nær undantekningarlaust hið sama. Þeir biðja um stöðugleika, ekki sveigjanleika. Stjórnvöld munu því eiga erfitt með að komast hjá því að svara þeim áleitnu spurningum sem fyrir liggja um framtíðarskipan peningamála. Ef ávinningur af sveigjanleika krónunnar er takmarkaður hlýtur endanlegt markmið að felast í breyttu fyrirkomulagi gjaldmiðlamála. Stóra spurningin er þá hver sú leið eigi að vera?
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun