Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar 1. janúar 2025 09:01 Janúar er mánuður tímamóta í ýmsum skilningi. Vissulega fyrsti mánuður nýs árs, en líka mánuður endurskoðunar; mánuður nýrra áskorana og fyrirheita, sem meðal annars taka til heilsu og lífernis. Það hefur orðið sífellt vinsælla hjá fólki um allan heim að taka áfengisneyslu sína til endurskoðunar í janúarmánuði og taka meðvitaða ákvörðun um að sleppa áfengisdrykkju um lengri eða skemmri tíma. Hjá sumum kann það að byggjast á þreytu eftir óvenju mikla áfengisdrykkju í kringum nýliðin jól og áramót. Hjá sumum liður í að bæta heilsuna eða koma betra standi á fjármálin með því að spara við sig það sem helst má missa sín. Hjá öðrum er áfengið farið að trufla daglegt líf og samskipti og einfaldlega standa í vegi fyrir að lífinu sé lifað til fulls. Undanfarin ár hafa samtökin Fræðsla og forvarnir, félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og IOGT á Íslandi staðið að verkefninu Þurr janúar. Markmið verkefnisins er að veita þeim stuðning sem vilja taka áfengisneyslu sína til skoðunar og/eða ná betri stjórn á drykkju sinni. Á bak við verkefnið er sérstök vefsíða, www.eiginheilsa.is, með ýmsum gagnlegum upplýsingum og góðum ráðum, einnig fésbókarsíða og aðgangur að smáforriti sem auðveldar fólki að ná tilætluðum árangri. Í könnun sem samtökin létu gera í mars 2024 var meðal annars spurt um þátttöku fólks í Þurrum janúar. Þar sögðust hvorki meira né minna en 16 % aðspurðra (18 ára og eldri) hafa tekið þátt í Þurrum janúar það ár, 14% karla og 18% kvenna. Mest var þátttakan í aldurshópnum 18-29 ára, en í honum sögðust 24% hafa tekið þátt í Þurrum janúar. Áfengi er heilsuspillandi og í raun og veru telur hver dagur sem áfengisneyslu er sleppt. Þeir sem gefa líkamanum samfellt frí frá áfengi, jafnvel einungis í einn mánuð, lýsa ýmsum jákvæðum áhrifum af því. Meðal þess er að blóðsykur hefur lækkað, blóðþrýstingur hefur lækkað, svefninn hefur batnað, fólk hefur lést og orðið orkumeira. Svo kostar sopinn sitt. Margir hafa einnig þá reynslu að eftir tímabundið bindindi hafi þeim tekist að núllstilla áfengisneyslu sína og náð betri tökum á henni til lengri tíma og endurmeta viðhorf sitt til áfengis. Eigi til dæmis auðveldara með að afþakka áfengi eða hætta neyslu þegar þeim hefur þótt nóg komið. Eða sleppa því alveg að drekka við ákveðnar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að með því að taka þátt í Þurrum janúar hefur fólki tekist að breyta áfengisneyslu sinni til betri vegar, ýmist með því að hætta alveg drykkju eða drekka minna og sjaldnar yfir árið í heild. Að taka þátt í Þurrum janúar er einföld leið til að gera eitthvað jákvætt fyrir heilsu sína, temja sér nýjar venjur og ná betri stjórn á lífi sínu. Hvort sem tilgangurinn er að spara útgjöld, bæta heilsuna eða einfaldlega prófa eitthvað nýtt, er þátttaka í Þurrum janúar tækifæri til að endurskoða og endurnýja. Hver veit? Þú gætir jafnvel fundið að þú nýtur lífsins betur án áfengis. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna (FRÆ), félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þjóð að tala við sjálfa sig Fastir pennar Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Janúar er mánuður tímamóta í ýmsum skilningi. Vissulega fyrsti mánuður nýs árs, en líka mánuður endurskoðunar; mánuður nýrra áskorana og fyrirheita, sem meðal annars taka til heilsu og lífernis. Það hefur orðið sífellt vinsælla hjá fólki um allan heim að taka áfengisneyslu sína til endurskoðunar í janúarmánuði og taka meðvitaða ákvörðun um að sleppa áfengisdrykkju um lengri eða skemmri tíma. Hjá sumum kann það að byggjast á þreytu eftir óvenju mikla áfengisdrykkju í kringum nýliðin jól og áramót. Hjá sumum liður í að bæta heilsuna eða koma betra standi á fjármálin með því að spara við sig það sem helst má missa sín. Hjá öðrum er áfengið farið að trufla daglegt líf og samskipti og einfaldlega standa í vegi fyrir að lífinu sé lifað til fulls. Undanfarin ár hafa samtökin Fræðsla og forvarnir, félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og IOGT á Íslandi staðið að verkefninu Þurr janúar. Markmið verkefnisins er að veita þeim stuðning sem vilja taka áfengisneyslu sína til skoðunar og/eða ná betri stjórn á drykkju sinni. Á bak við verkefnið er sérstök vefsíða, www.eiginheilsa.is, með ýmsum gagnlegum upplýsingum og góðum ráðum, einnig fésbókarsíða og aðgangur að smáforriti sem auðveldar fólki að ná tilætluðum árangri. Í könnun sem samtökin létu gera í mars 2024 var meðal annars spurt um þátttöku fólks í Þurrum janúar. Þar sögðust hvorki meira né minna en 16 % aðspurðra (18 ára og eldri) hafa tekið þátt í Þurrum janúar það ár, 14% karla og 18% kvenna. Mest var þátttakan í aldurshópnum 18-29 ára, en í honum sögðust 24% hafa tekið þátt í Þurrum janúar. Áfengi er heilsuspillandi og í raun og veru telur hver dagur sem áfengisneyslu er sleppt. Þeir sem gefa líkamanum samfellt frí frá áfengi, jafnvel einungis í einn mánuð, lýsa ýmsum jákvæðum áhrifum af því. Meðal þess er að blóðsykur hefur lækkað, blóðþrýstingur hefur lækkað, svefninn hefur batnað, fólk hefur lést og orðið orkumeira. Svo kostar sopinn sitt. Margir hafa einnig þá reynslu að eftir tímabundið bindindi hafi þeim tekist að núllstilla áfengisneyslu sína og náð betri tökum á henni til lengri tíma og endurmeta viðhorf sitt til áfengis. Eigi til dæmis auðveldara með að afþakka áfengi eða hætta neyslu þegar þeim hefur þótt nóg komið. Eða sleppa því alveg að drekka við ákveðnar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að með því að taka þátt í Þurrum janúar hefur fólki tekist að breyta áfengisneyslu sinni til betri vegar, ýmist með því að hætta alveg drykkju eða drekka minna og sjaldnar yfir árið í heild. Að taka þátt í Þurrum janúar er einföld leið til að gera eitthvað jákvætt fyrir heilsu sína, temja sér nýjar venjur og ná betri stjórn á lífi sínu. Hvort sem tilgangurinn er að spara útgjöld, bæta heilsuna eða einfaldlega prófa eitthvað nýtt, er þátttaka í Þurrum janúar tækifæri til að endurskoða og endurnýja. Hver veit? Þú gætir jafnvel fundið að þú nýtur lífsins betur án áfengis. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna (FRÆ), félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun