Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar 1. janúar 2025 09:01 Janúar er mánuður tímamóta í ýmsum skilningi. Vissulega fyrsti mánuður nýs árs, en líka mánuður endurskoðunar; mánuður nýrra áskorana og fyrirheita, sem meðal annars taka til heilsu og lífernis. Það hefur orðið sífellt vinsælla hjá fólki um allan heim að taka áfengisneyslu sína til endurskoðunar í janúarmánuði og taka meðvitaða ákvörðun um að sleppa áfengisdrykkju um lengri eða skemmri tíma. Hjá sumum kann það að byggjast á þreytu eftir óvenju mikla áfengisdrykkju í kringum nýliðin jól og áramót. Hjá sumum liður í að bæta heilsuna eða koma betra standi á fjármálin með því að spara við sig það sem helst má missa sín. Hjá öðrum er áfengið farið að trufla daglegt líf og samskipti og einfaldlega standa í vegi fyrir að lífinu sé lifað til fulls. Undanfarin ár hafa samtökin Fræðsla og forvarnir, félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og IOGT á Íslandi staðið að verkefninu Þurr janúar. Markmið verkefnisins er að veita þeim stuðning sem vilja taka áfengisneyslu sína til skoðunar og/eða ná betri stjórn á drykkju sinni. Á bak við verkefnið er sérstök vefsíða, www.eiginheilsa.is, með ýmsum gagnlegum upplýsingum og góðum ráðum, einnig fésbókarsíða og aðgangur að smáforriti sem auðveldar fólki að ná tilætluðum árangri. Í könnun sem samtökin létu gera í mars 2024 var meðal annars spurt um þátttöku fólks í Þurrum janúar. Þar sögðust hvorki meira né minna en 16 % aðspurðra (18 ára og eldri) hafa tekið þátt í Þurrum janúar það ár, 14% karla og 18% kvenna. Mest var þátttakan í aldurshópnum 18-29 ára, en í honum sögðust 24% hafa tekið þátt í Þurrum janúar. Áfengi er heilsuspillandi og í raun og veru telur hver dagur sem áfengisneyslu er sleppt. Þeir sem gefa líkamanum samfellt frí frá áfengi, jafnvel einungis í einn mánuð, lýsa ýmsum jákvæðum áhrifum af því. Meðal þess er að blóðsykur hefur lækkað, blóðþrýstingur hefur lækkað, svefninn hefur batnað, fólk hefur lést og orðið orkumeira. Svo kostar sopinn sitt. Margir hafa einnig þá reynslu að eftir tímabundið bindindi hafi þeim tekist að núllstilla áfengisneyslu sína og náð betri tökum á henni til lengri tíma og endurmeta viðhorf sitt til áfengis. Eigi til dæmis auðveldara með að afþakka áfengi eða hætta neyslu þegar þeim hefur þótt nóg komið. Eða sleppa því alveg að drekka við ákveðnar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að með því að taka þátt í Þurrum janúar hefur fólki tekist að breyta áfengisneyslu sinni til betri vegar, ýmist með því að hætta alveg drykkju eða drekka minna og sjaldnar yfir árið í heild. Að taka þátt í Þurrum janúar er einföld leið til að gera eitthvað jákvætt fyrir heilsu sína, temja sér nýjar venjur og ná betri stjórn á lífi sínu. Hvort sem tilgangurinn er að spara útgjöld, bæta heilsuna eða einfaldlega prófa eitthvað nýtt, er þátttaka í Þurrum janúar tækifæri til að endurskoða og endurnýja. Hver veit? Þú gætir jafnvel fundið að þú nýtur lífsins betur án áfengis. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna (FRÆ), félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Skoðun Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Sjá meira
Janúar er mánuður tímamóta í ýmsum skilningi. Vissulega fyrsti mánuður nýs árs, en líka mánuður endurskoðunar; mánuður nýrra áskorana og fyrirheita, sem meðal annars taka til heilsu og lífernis. Það hefur orðið sífellt vinsælla hjá fólki um allan heim að taka áfengisneyslu sína til endurskoðunar í janúarmánuði og taka meðvitaða ákvörðun um að sleppa áfengisdrykkju um lengri eða skemmri tíma. Hjá sumum kann það að byggjast á þreytu eftir óvenju mikla áfengisdrykkju í kringum nýliðin jól og áramót. Hjá sumum liður í að bæta heilsuna eða koma betra standi á fjármálin með því að spara við sig það sem helst má missa sín. Hjá öðrum er áfengið farið að trufla daglegt líf og samskipti og einfaldlega standa í vegi fyrir að lífinu sé lifað til fulls. Undanfarin ár hafa samtökin Fræðsla og forvarnir, félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og IOGT á Íslandi staðið að verkefninu Þurr janúar. Markmið verkefnisins er að veita þeim stuðning sem vilja taka áfengisneyslu sína til skoðunar og/eða ná betri stjórn á drykkju sinni. Á bak við verkefnið er sérstök vefsíða, www.eiginheilsa.is, með ýmsum gagnlegum upplýsingum og góðum ráðum, einnig fésbókarsíða og aðgangur að smáforriti sem auðveldar fólki að ná tilætluðum árangri. Í könnun sem samtökin létu gera í mars 2024 var meðal annars spurt um þátttöku fólks í Þurrum janúar. Þar sögðust hvorki meira né minna en 16 % aðspurðra (18 ára og eldri) hafa tekið þátt í Þurrum janúar það ár, 14% karla og 18% kvenna. Mest var þátttakan í aldurshópnum 18-29 ára, en í honum sögðust 24% hafa tekið þátt í Þurrum janúar. Áfengi er heilsuspillandi og í raun og veru telur hver dagur sem áfengisneyslu er sleppt. Þeir sem gefa líkamanum samfellt frí frá áfengi, jafnvel einungis í einn mánuð, lýsa ýmsum jákvæðum áhrifum af því. Meðal þess er að blóðsykur hefur lækkað, blóðþrýstingur hefur lækkað, svefninn hefur batnað, fólk hefur lést og orðið orkumeira. Svo kostar sopinn sitt. Margir hafa einnig þá reynslu að eftir tímabundið bindindi hafi þeim tekist að núllstilla áfengisneyslu sína og náð betri tökum á henni til lengri tíma og endurmeta viðhorf sitt til áfengis. Eigi til dæmis auðveldara með að afþakka áfengi eða hætta neyslu þegar þeim hefur þótt nóg komið. Eða sleppa því alveg að drekka við ákveðnar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að með því að taka þátt í Þurrum janúar hefur fólki tekist að breyta áfengisneyslu sinni til betri vegar, ýmist með því að hætta alveg drykkju eða drekka minna og sjaldnar yfir árið í heild. Að taka þátt í Þurrum janúar er einföld leið til að gera eitthvað jákvætt fyrir heilsu sína, temja sér nýjar venjur og ná betri stjórn á lífi sínu. Hvort sem tilgangurinn er að spara útgjöld, bæta heilsuna eða einfaldlega prófa eitthvað nýtt, er þátttaka í Þurrum janúar tækifæri til að endurskoða og endurnýja. Hver veit? Þú gætir jafnvel fundið að þú nýtur lífsins betur án áfengis. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna (FRÆ), félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun