Gísli Sveinbergsson, GK, varð í öðru sæti í flokki 15-16 ára á finnska meistaramótinu í golfi sem lauk í dag. Hann missti naumlega af sigrinum eftir keppni í bráðabana.
Gísli spilaði frábærlega allt mótið og var á samtals tveimur höggum undir pari. Hann spilaði á 71 höggi í dag og fór í bráðabana gegn heimamanni, sem hafði betur þar.
Engu að síður var árangur hans frábær en þess má geta að margir aðrir íslenskir kylfingar náðu góðum árangri á mótinu, eins og sjá má hér:
Stúlkur, 14 ára og yngri:
12. sæti: Ólöf María Einarsdóttir, GHD (+35)
18. sæti: Gerður Ragnarsdóttir, GR (+53)
Stúlkur, 15-16 ára:
10. sæti: Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (+22)
16. sæti: Birta Dís Jónsdóttir, GHD (+28)
Drengir, 14 ára og yngri:
13. sæti: Kristján Benedikt Sveinsson, GHD (+20)
13. sæti: Arnór Snær Guðmundsson, GHD (+20)
Drengir, 15-16 ára:
2. sæti: Gísli Sveinbergsson, GK (-2)
8. sæti: Kristófer Orri Þórðarson, GKG (+7)
21. sæti: Birgir Björn Magnússon, GK (+15)
21. sæti: Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (+15)
24. sæti: Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG (+16)
30. sæti: Henning Darri Þórðarson, GK (+20)
Gísli hafnaði í öðru sæti eftir bráðabana
