Listamenn reiðir og hræddir vegna ummæla Vigdísar Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2013 13:42 Listamenn eru reiðir og óttaslegnir vegna orða Vigdísar. Kristín Steinsdóttir segir ljóst að samband rithöfunda muni bregðast við. Mjög þungt er í listamönnum vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi listamannalauna. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, telur einsýnt að sambandið muni bregðast við. Vigdís Hauksdóttir var á beinni línu hjá DV á miðvikudag og sagði stefnu Framsóknarflokksins þá að afnema skuli listamannalaun í þeirri mynd sem þau eru og velja og styrkja í staðinn unga efnilega listamenn.Uggur í herbúðum listamannaOrð Vigdísar hafa vakið mikla athygli og nánast skelfingu í herbúðum listamanna. Einkum telja rithöfundar að sér vegið. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, segir svo vera. 14 aðildarfélög eru í Bandalagi íslenskra listamanna. "Við eigum pantaðan fund með menntamálaráðherra. Við erum að bíða eftir þeim fundi. Bandalag listamanna er að fara á fund með honum í dag. Við sækjum þetta mál auðvitað í gegnum menntamálaráðherra en ekki formann fjárlaganefndar." Þungt hljóðið og uggur er í rithöfundum vegna ummæla Vigdísar, að sögn Kristínar, sem fer ekki í launkofa með að verið sé að sneiða ómaklega að rithöfundum.Ekki einhver Jón úti í bæ sem talar "Ég finn það, það er mikill uggur í mönnum; það er mikið skrifað, mikið hringt og menn eru mjög uggandi. Þetta eru stór orð sem eru látin falla. Og ég ítreka, þetta er ekki frá neinum meðal-Jóni úti í bæ. Þetta er formaður fjárlaganefndar." Kristín segir menn almennt ekki skilja að listamannalaunin séu mjög atvinnuskapandi og afleidd störf séu mörg. Fólki hætti til að líta á listamenn sem ölmusumenn. Og einnig hættir fólki til að rugla saman listamannalaunum og heiðurslaunum listamanna. Það er tvennt ólíkt. "Það er við mjög ramman reip að draga. Og svona yfirlýsingar eru svo sárar og koma á svo miklu róti. Nú situr fólk og er að reyna að klára bækurnar sínar. Það eru allir hræddir. Verð ég settur á næst? Verður ekkert til að setja á? Þetta er vond staða og ég leyfi mér að segja, ómakleg." Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Mjög þungt er í listamönnum vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi listamannalauna. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, telur einsýnt að sambandið muni bregðast við. Vigdís Hauksdóttir var á beinni línu hjá DV á miðvikudag og sagði stefnu Framsóknarflokksins þá að afnema skuli listamannalaun í þeirri mynd sem þau eru og velja og styrkja í staðinn unga efnilega listamenn.Uggur í herbúðum listamannaOrð Vigdísar hafa vakið mikla athygli og nánast skelfingu í herbúðum listamanna. Einkum telja rithöfundar að sér vegið. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, segir svo vera. 14 aðildarfélög eru í Bandalagi íslenskra listamanna. "Við eigum pantaðan fund með menntamálaráðherra. Við erum að bíða eftir þeim fundi. Bandalag listamanna er að fara á fund með honum í dag. Við sækjum þetta mál auðvitað í gegnum menntamálaráðherra en ekki formann fjárlaganefndar." Þungt hljóðið og uggur er í rithöfundum vegna ummæla Vigdísar, að sögn Kristínar, sem fer ekki í launkofa með að verið sé að sneiða ómaklega að rithöfundum.Ekki einhver Jón úti í bæ sem talar "Ég finn það, það er mikill uggur í mönnum; það er mikið skrifað, mikið hringt og menn eru mjög uggandi. Þetta eru stór orð sem eru látin falla. Og ég ítreka, þetta er ekki frá neinum meðal-Jóni úti í bæ. Þetta er formaður fjárlaganefndar." Kristín segir menn almennt ekki skilja að listamannalaunin séu mjög atvinnuskapandi og afleidd störf séu mörg. Fólki hætti til að líta á listamenn sem ölmusumenn. Og einnig hættir fólki til að rugla saman listamannalaunum og heiðurslaunum listamanna. Það er tvennt ólíkt. "Það er við mjög ramman reip að draga. Og svona yfirlýsingar eru svo sárar og koma á svo miklu róti. Nú situr fólk og er að reyna að klára bækurnar sínar. Það eru allir hræddir. Verð ég settur á næst? Verður ekkert til að setja á? Þetta er vond staða og ég leyfi mér að segja, ómakleg."
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira