Mega ekki ættleiða frá upprunalöndum Sunna Valgerðardóttir skrifar 28. júní 2013 08:00 Ekkert af samstarfslöndum Íslenskrar ættleiðingar leyfir ættleiðingar til samkynhneigðra hjóna. Mynd/Nordicphotos/Getty Ekkert land í heiminum sem leyfir ættleiðingar til annarra landa leyfir ættleiðingar til samkynhneigðra hjóna. Nokkur samkynhneigð hjón hafa leitað til Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ) í von um að getað ættleitt barn frá útlöndum, en er alltaf vísað frá. Ein hjón hafa þó fengið forsamþykki en umsóknin var þó aldrei send út á grundvelli erlendra laga. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri ÍÆ, segir félagið enn ekki hafa fundið neitt land í heiminum sem leyfi alþjóðlegar ættleiðingar barna til samkynhneigðra, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. „Það er einfaldlega þannig að það er ekkert verið að ættleiða frá þeim löndum sem heimila slíkar ættleiðingar, eins og til dæmis Íslandi, Svíþjóð eða Danmörku,“ segir hann. Ættleiðingarferlið hér á landi er tvískipt. Fyrst fara hjón eftir íslenskum reglum til að fá forsamþykki og til þess verða þau að uppfylla innlendar kröfur sem gerðar eru til kjörforeldra. „Svo erum við með samstarfslönd sem eru með sínar reglur og umsækjendur verða að uppfylla þær kröfur sem landið gerir. Og við þekkjum ekkert land í heiminum sem heimilar alþjóðlegar ættleiðingar samkynhneigðra,“ segir Kristinn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fyrsta ættleiðing samkynhneigðra hjóna hér á landi hafi gengið í gegn nýverið. Lög sem heimila samkynhneigðum að ættleiða hafa þó verið gild síðan árið 2006.Brýnt að ýta við utanríkisráðuneytinu Sérstakur starfshópur um ættleiðingar starfar innan Samtakanna ‘78 og hefur hópurinn meðal annars unnið náið með Íslenskri ættleiðingu. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að verið sé að setja þrýsting á utanríkisráðuneytið til að búa til samninga við þau lönd sem séu ekki alfarið á móti ættleiðingum samkynhneigðra og hafa verið að leyfa slíkar ættleiðingar innanlands. „Þetta verður eitt af verkefnum haustsins að sannfæra ráðuneytið um að fara í þessa vinnu, koma þessum málaflokki í lag og vinna af krafti í samningagerðum í samstarfi við Íslenska ættleiðingu,“ segir hann. „Það eru lönd sem hafa verið að ættleiða innanlands til hinsegin para á síðustu árum svo skrefið yrði ekkert langt.“ Árni finnur fyrir miklum vilja innan Samtakanna til að ýta við málaflokknum, sem endurspeglist meðal annars í þessum starfshópi sem einbeiti sér einungis að ættleiðingum. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ekkert land í heiminum sem leyfir ættleiðingar til annarra landa leyfir ættleiðingar til samkynhneigðra hjóna. Nokkur samkynhneigð hjón hafa leitað til Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ) í von um að getað ættleitt barn frá útlöndum, en er alltaf vísað frá. Ein hjón hafa þó fengið forsamþykki en umsóknin var þó aldrei send út á grundvelli erlendra laga. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri ÍÆ, segir félagið enn ekki hafa fundið neitt land í heiminum sem leyfi alþjóðlegar ættleiðingar barna til samkynhneigðra, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. „Það er einfaldlega þannig að það er ekkert verið að ættleiða frá þeim löndum sem heimila slíkar ættleiðingar, eins og til dæmis Íslandi, Svíþjóð eða Danmörku,“ segir hann. Ættleiðingarferlið hér á landi er tvískipt. Fyrst fara hjón eftir íslenskum reglum til að fá forsamþykki og til þess verða þau að uppfylla innlendar kröfur sem gerðar eru til kjörforeldra. „Svo erum við með samstarfslönd sem eru með sínar reglur og umsækjendur verða að uppfylla þær kröfur sem landið gerir. Og við þekkjum ekkert land í heiminum sem heimilar alþjóðlegar ættleiðingar samkynhneigðra,“ segir Kristinn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fyrsta ættleiðing samkynhneigðra hjóna hér á landi hafi gengið í gegn nýverið. Lög sem heimila samkynhneigðum að ættleiða hafa þó verið gild síðan árið 2006.Brýnt að ýta við utanríkisráðuneytinu Sérstakur starfshópur um ættleiðingar starfar innan Samtakanna ‘78 og hefur hópurinn meðal annars unnið náið með Íslenskri ættleiðingu. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að verið sé að setja þrýsting á utanríkisráðuneytið til að búa til samninga við þau lönd sem séu ekki alfarið á móti ættleiðingum samkynhneigðra og hafa verið að leyfa slíkar ættleiðingar innanlands. „Þetta verður eitt af verkefnum haustsins að sannfæra ráðuneytið um að fara í þessa vinnu, koma þessum málaflokki í lag og vinna af krafti í samningagerðum í samstarfi við Íslenska ættleiðingu,“ segir hann. „Það eru lönd sem hafa verið að ættleiða innanlands til hinsegin para á síðustu árum svo skrefið yrði ekkert langt.“ Árni finnur fyrir miklum vilja innan Samtakanna til að ýta við málaflokknum, sem endurspeglist meðal annars í þessum starfshópi sem einbeiti sér einungis að ættleiðingum.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira