EM verður stóra prófið mitt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júní 2013 07:00 Árangur Margrétar Láru með íslenska landsliðinu er einstakur og hefur vakið athygli um allan heim. Hún hefur skorað 69 mörk í 88 landsleikjum. fréttablaðið/daníel Margrét Lára Viðarsdóttir þorir ekki að hrósa sigri of snemma í langri baráttu sinni við meiðsli. En í dag er hún verkjalaus í fyrsta sinn í langan tíma og endurhæfingin samkvæmt áætlun. Hún leyfir sér að vona að hún verði nálægt sínu besta formi þegar EM í Svíþjóð hefst eftir tæpar tvær vikur. Meiðslasaga Margrétar Láru er orðin meira en fjögurra ára gömul. Þrátt fyrir það hefur hún haldið áfram að spila sem landsliðs- og atvinnumaður allan þennan tíma og hefur gengið á ýmsu. Stundum virtist hún hafa unnið bug á meiðslunum en bakslagið var ávallt skammt undan. Síðastliðið haust þurfti hún svo að taka ákvörðun – að fara í stóra aðgerð til að freista þess að vinna endanlega bug á meininu. Áhættan var sú að hún ætti ekki afturkvæmt inn á völlinn ef aðgerðin gengi ekki samkvæmt óskum. „Ég ákvað að fara í aðgerðina sem var framkvæmd í nóvember. Það var EM sem dreif mig áfram en ég vildi freista þess í eitt skipti fyrir öll að ná mér góðri fyrir þetta mót. EM verður stóra prófið fyrir mig,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið. „Hingað til hefur allt gengið vel en ég hef enn tvær vikur til að klúðra þessu,“ segir hún og hlær.Spurð um líðan á hverri æfingu Hún er vör um sig og viðurkennir að sagan hafi ekki verið á sínu bandi. „Ég hef áður náð mér þokkalegra góðri en svo hefur allt farið í sama farið. Ég þarf því að passa mig, þá sérstaklega að álagið verði ekki of mikið. En það sem gefur mér von núna er að þessi stóra aðgerð hafi lagfært þann skaða sem hefur háð mér í þennan langa tíma,“ segir hún og bætir við að hún er undir mjög góðu eftirliti. „Líklega er ég spurð 2-3 sinnum á hverri æfingu hvernig mér líði. Það er pínu þreytandi,“ segir hún í léttum dúr. „Allt ferlið hefur vissulega reynt á þolinmæðina en síðustu 3-4 vikur hafa gengið sérstaklega vel. Ég hef ekki misst úr æfingu, hvorki með félagsliði mínu eða landsliði, sem hefur ekki gerst í fjögur ár. Ég er vitanlega himinlifandi með það.“Þetta var minn síðasti séns Margrét Lára er með 30 cm skurð aftan á lærinu eftir aðgerðina en í stuttu máli var hún framkvæmd til að gefa vöðvum, vöðvafestingum og taugum meira rými. „Vöðvarnir voru of stórir, of spenntir og of stuttir. Ég var líka með taugaverki vegna þrýstings á taugarnar,“ lýsir hún en Margrét Lára veit ekki til þess að aðrir knattspyrnumenn hafi gengist undir slíka aðgerð. „Ekki svo ég viti til. En þessi aðgerð var minn síðasti séns og mér fannst það þess virði að fara í hana eftir allan þennan tíma.“Gæti skrifað bók um meiðslin Margrét Lára var kjörin íþróttamaður ársins árið 2007 og hún ætlaði að nota árið 2008 til að sýna að það hafi ekki verið nein tilviljun. „Ég var að drepast úr metnaði og áhuga. Þá byrjaði ég að finna fyrir óþægindum og það átti eftir að halda áfram,“ segir hún. Snemma árs 2009 samdi hún við Linköping í Svíþjóð og þá hófst hennar langa meiðslasaga. „Ég ætlaði að styrkja mig svo mikið og æfa mig fyrir sænsku deildina. Síðan þá hefur þetta verið einn stór hrærigrautur af meiðslum. Það væri örugglega hægt að skrifa bók um þetta allt saman,“ segir hún. En hvort hún nái að beita sér af fullum krafti á vellinum á ný verður að koma í ljós. Alltént er líðan hennar utan vallar mun betri eftir aðgerðina. „Ég var alltaf með verki, til dæmis að nóttu til og á morgnana. Það tekur sinn toll af andlegu heilsunni. Í dag er ég algjörlega verkjalaus og get ekki kvartað undan neinu. Í raun er ég alveg í skýjunum með þetta.“ Íslenski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir þorir ekki að hrósa sigri of snemma í langri baráttu sinni við meiðsli. En í dag er hún verkjalaus í fyrsta sinn í langan tíma og endurhæfingin samkvæmt áætlun. Hún leyfir sér að vona að hún verði nálægt sínu besta formi þegar EM í Svíþjóð hefst eftir tæpar tvær vikur. Meiðslasaga Margrétar Láru er orðin meira en fjögurra ára gömul. Þrátt fyrir það hefur hún haldið áfram að spila sem landsliðs- og atvinnumaður allan þennan tíma og hefur gengið á ýmsu. Stundum virtist hún hafa unnið bug á meiðslunum en bakslagið var ávallt skammt undan. Síðastliðið haust þurfti hún svo að taka ákvörðun – að fara í stóra aðgerð til að freista þess að vinna endanlega bug á meininu. Áhættan var sú að hún ætti ekki afturkvæmt inn á völlinn ef aðgerðin gengi ekki samkvæmt óskum. „Ég ákvað að fara í aðgerðina sem var framkvæmd í nóvember. Það var EM sem dreif mig áfram en ég vildi freista þess í eitt skipti fyrir öll að ná mér góðri fyrir þetta mót. EM verður stóra prófið fyrir mig,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið. „Hingað til hefur allt gengið vel en ég hef enn tvær vikur til að klúðra þessu,“ segir hún og hlær.Spurð um líðan á hverri æfingu Hún er vör um sig og viðurkennir að sagan hafi ekki verið á sínu bandi. „Ég hef áður náð mér þokkalegra góðri en svo hefur allt farið í sama farið. Ég þarf því að passa mig, þá sérstaklega að álagið verði ekki of mikið. En það sem gefur mér von núna er að þessi stóra aðgerð hafi lagfært þann skaða sem hefur háð mér í þennan langa tíma,“ segir hún og bætir við að hún er undir mjög góðu eftirliti. „Líklega er ég spurð 2-3 sinnum á hverri æfingu hvernig mér líði. Það er pínu þreytandi,“ segir hún í léttum dúr. „Allt ferlið hefur vissulega reynt á þolinmæðina en síðustu 3-4 vikur hafa gengið sérstaklega vel. Ég hef ekki misst úr æfingu, hvorki með félagsliði mínu eða landsliði, sem hefur ekki gerst í fjögur ár. Ég er vitanlega himinlifandi með það.“Þetta var minn síðasti séns Margrét Lára er með 30 cm skurð aftan á lærinu eftir aðgerðina en í stuttu máli var hún framkvæmd til að gefa vöðvum, vöðvafestingum og taugum meira rými. „Vöðvarnir voru of stórir, of spenntir og of stuttir. Ég var líka með taugaverki vegna þrýstings á taugarnar,“ lýsir hún en Margrét Lára veit ekki til þess að aðrir knattspyrnumenn hafi gengist undir slíka aðgerð. „Ekki svo ég viti til. En þessi aðgerð var minn síðasti séns og mér fannst það þess virði að fara í hana eftir allan þennan tíma.“Gæti skrifað bók um meiðslin Margrét Lára var kjörin íþróttamaður ársins árið 2007 og hún ætlaði að nota árið 2008 til að sýna að það hafi ekki verið nein tilviljun. „Ég var að drepast úr metnaði og áhuga. Þá byrjaði ég að finna fyrir óþægindum og það átti eftir að halda áfram,“ segir hún. Snemma árs 2009 samdi hún við Linköping í Svíþjóð og þá hófst hennar langa meiðslasaga. „Ég ætlaði að styrkja mig svo mikið og æfa mig fyrir sænsku deildina. Síðan þá hefur þetta verið einn stór hrærigrautur af meiðslum. Það væri örugglega hægt að skrifa bók um þetta allt saman,“ segir hún. En hvort hún nái að beita sér af fullum krafti á vellinum á ný verður að koma í ljós. Alltént er líðan hennar utan vallar mun betri eftir aðgerðina. „Ég var alltaf með verki, til dæmis að nóttu til og á morgnana. Það tekur sinn toll af andlegu heilsunni. Í dag er ég algjörlega verkjalaus og get ekki kvartað undan neinu. Í raun er ég alveg í skýjunum með þetta.“
Íslenski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira