Kröfuhafar tilbúnir að veita afslátt Þórður Snær Júllíusson skrifar 1. mars 2013 07:30 Til að hægt verði að lyfta gjaldeyrishöftum þarf meðal annars að binda risavaxnar krónueignir kröfuhafa föllnu bankanna til langs tíma eða koma þeim í hendur aðila sem vilja eiga þær. Fyrir það vilja kröfuhafarnir fá erlendar eignir, t.d. í evrum. fréttablaðið/GVA Stærstu kröfuhafar Glitnis og Kaupþings gera sér grein fyrir því að nauðasamningar þeirra verða ekki samþykktir nema að þeir losi um krónueignir sínar. Þeir eru tilbúnir að gera slíkt með afslætti og opnir fyrir því að selja viðskiptabanka til lífeyrissjó Glitnis og Kaupþings gera sér fulla grein fyrir því að þeir þurfa að gefa eftir hluta eigna sinna í íslenskum krónum til að hægt verði að ganga frá nauðasamningum þrotabúanna tveggja. Þeir eru tilbúnir til að semja við íslensk yfirvöld, og eftir atvikum aðra innlenda aðila, um að selja bæði Íslandsbanka og Arion banka með afslætti gegn því að fá greitt með erlendum eignum. Þá vilja þeir koma öðrum íslenskum eignum sínum í einhvers konar fjárfestingar eða selja þær til innlendra aðila. Þetta hefur komið skýrt fram í viðræðum við aðila sem vinna fyrir báða kröfuhafahópana.Krónuhópur myndaður Fréttablaðið greindi frá því í gær að kröfuhafar bæði Glitnis og Kaupþings hefðu á síðustu tveimur vikum myndað hóp sem gengur undir nafninu krónuhópurinn (e. ISK-working group). Hlutverk hans á að vera að kanna forsendur fyrir því að losa um eignir þrotabúanna, en samtals eiga þeir 454 milljarða króna virði af eignum í íslenskum krónum. Þeirra stærstar eru eignarhlutir búanna í annars vegar Íslandsbanka og hins vegar Arion banka, nýju bönkunum tveimur sem reistir voru á rústum þeirra föllnu. Hópur, undir forystu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), hefur óskað eftir óformlegum viðræðum um að kaupa allavega annan bankann, og er þar meira horft til Íslandsbanka. Hugmyndin er þá sú að FSÍ, lífeyrissjóðir landsins og eftir atvikum aðrir fjárfestar sem hafa bolmagn til að taka þátt í svona stórum fjárfestingum, bankarnir tveir eru samanlagt bókfærðir á 212 milljarða króna, muni fá að kaupa bankana með miklum afslætti. Viðmælendur Fréttablaðsins innan úr þeim hópi hafa talað um að það þyrfti að vera á bilinu 30 til 50 prósenta afsláttur. Ef kröfuhafarnir fallast á það eru íslensku fjárfestarnir mögulega tilbúnir til að nota erlendar eignir til að greiða fyrir bankana.Finna þarf heimili fyrir krónurnar Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru kröfuhafarnir afar jákvæðir gagnvart slíkri lausn, þótt nánari útfærsla verði að liggja fyrir. Þeir gera sér fullkomlega grein fyrir því að eignir þrotabúanna tveggja í íslenskum krónum, samtals 454 milljarðar króna, verði færðar niður í þeim samningum sem fram undan eru til að leysa úr slitum búanna. Til að búa sig undir þessar viðræður mynduðu þeir meðal annars krónuhópinn svokallaða. En sala á Íslandsbanka og Arion banka leysir einungis eitt vandamál af nokkrum. Það þarf einnig að leysa í hvað hinir 250 milljarðarnir sem kröfuhafar eiga í krónum eiga að fara í, enda ljóst að ekki verður hægt að afnema gjaldeyrishöft hér á landi fyrr en búið er að binda þá í langtímaverkefnum eða skuldabréfum. Kröfuhafarnir þurfa, með öðrum orðum, að finna langtíma „heimili" fyrir íslensku krónurnar sína og eru tilbúnir til þess að setjast að samningaborðinu varðandi þann þátt einnig. Þeir hafa teiknað upp ýmsa möguleika, að minnsta kosti fjóra til fimm, sem þeir telja að gætu verið raunhæfir til að höggva á hnútinn. Um eðli þeirra, utan bankasölunnar, ríkir þó mikil leynd.Allir eiga að græða Í samræðum við þá er hins vegar ljóst, þótt þeir leggi til hugmyndir, að lausnirnar sem ræða á um verði alltaf að koma frá íslenskum stjórnvöldum og að lokaákvörðun um hvort á þær verði fallist verði alltaf að vera pólitísk. Í því samhengi telja þeir að sú ríkisstjórn sem mun setjast að völdum eftir kosningarnar í apríl verði að samþykkja þær leiðir sem verði ofan á. Umboð þeirra sem taka slíkar ákvarðanir verður að vera algjört. Nýleg yfirlýsing Katrínar Júlíusdóttur fjármálaráðherra um að hún hefði virkjað stýrinefnd um losun fjármagnshafta í nóvember í fyrra gefur til kynna að íslensk stjórnvöld séu einnig farin á fullt í þessa vinnu. Ljóst er að þeir nauðasamningar sem þrotabúin tvö ætluðu að klára á síðasta ársfjórðungi 2012 hefur hreyft verulega við íslensku stjórnsýslunni, enda ljóst að afgreiðsla þeirra myndi mögulega hafa gríðarleg áhrif á íslenskan fjármálastöðugleika. Takist hópunum tveim, kröfuhöfum og stjórnvöldum, að koma sér saman um sölu banka og bindingu annarra krónueigna með miklum afslætti þá mun stórt skref vera stigið í átt að losun gjaldeyrishafta. Íslenskir fjárfestar, og þar verða lífeyrissjóðir líkast til stærstir, munu eignast eignir með miklum afslætti og erlendu kröfuhafarnir munu fá tækifæri til að ljúka nauðasamningum sínum með þeim hætti að margir í kröfuhafahópnum munu græða gríðarlega mikið af peningum. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Stærstu kröfuhafar Glitnis og Kaupþings gera sér grein fyrir því að nauðasamningar þeirra verða ekki samþykktir nema að þeir losi um krónueignir sínar. Þeir eru tilbúnir að gera slíkt með afslætti og opnir fyrir því að selja viðskiptabanka til lífeyrissjó Glitnis og Kaupþings gera sér fulla grein fyrir því að þeir þurfa að gefa eftir hluta eigna sinna í íslenskum krónum til að hægt verði að ganga frá nauðasamningum þrotabúanna tveggja. Þeir eru tilbúnir til að semja við íslensk yfirvöld, og eftir atvikum aðra innlenda aðila, um að selja bæði Íslandsbanka og Arion banka með afslætti gegn því að fá greitt með erlendum eignum. Þá vilja þeir koma öðrum íslenskum eignum sínum í einhvers konar fjárfestingar eða selja þær til innlendra aðila. Þetta hefur komið skýrt fram í viðræðum við aðila sem vinna fyrir báða kröfuhafahópana.Krónuhópur myndaður Fréttablaðið greindi frá því í gær að kröfuhafar bæði Glitnis og Kaupþings hefðu á síðustu tveimur vikum myndað hóp sem gengur undir nafninu krónuhópurinn (e. ISK-working group). Hlutverk hans á að vera að kanna forsendur fyrir því að losa um eignir þrotabúanna, en samtals eiga þeir 454 milljarða króna virði af eignum í íslenskum krónum. Þeirra stærstar eru eignarhlutir búanna í annars vegar Íslandsbanka og hins vegar Arion banka, nýju bönkunum tveimur sem reistir voru á rústum þeirra föllnu. Hópur, undir forystu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), hefur óskað eftir óformlegum viðræðum um að kaupa allavega annan bankann, og er þar meira horft til Íslandsbanka. Hugmyndin er þá sú að FSÍ, lífeyrissjóðir landsins og eftir atvikum aðrir fjárfestar sem hafa bolmagn til að taka þátt í svona stórum fjárfestingum, bankarnir tveir eru samanlagt bókfærðir á 212 milljarða króna, muni fá að kaupa bankana með miklum afslætti. Viðmælendur Fréttablaðsins innan úr þeim hópi hafa talað um að það þyrfti að vera á bilinu 30 til 50 prósenta afsláttur. Ef kröfuhafarnir fallast á það eru íslensku fjárfestarnir mögulega tilbúnir til að nota erlendar eignir til að greiða fyrir bankana.Finna þarf heimili fyrir krónurnar Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru kröfuhafarnir afar jákvæðir gagnvart slíkri lausn, þótt nánari útfærsla verði að liggja fyrir. Þeir gera sér fullkomlega grein fyrir því að eignir þrotabúanna tveggja í íslenskum krónum, samtals 454 milljarðar króna, verði færðar niður í þeim samningum sem fram undan eru til að leysa úr slitum búanna. Til að búa sig undir þessar viðræður mynduðu þeir meðal annars krónuhópinn svokallaða. En sala á Íslandsbanka og Arion banka leysir einungis eitt vandamál af nokkrum. Það þarf einnig að leysa í hvað hinir 250 milljarðarnir sem kröfuhafar eiga í krónum eiga að fara í, enda ljóst að ekki verður hægt að afnema gjaldeyrishöft hér á landi fyrr en búið er að binda þá í langtímaverkefnum eða skuldabréfum. Kröfuhafarnir þurfa, með öðrum orðum, að finna langtíma „heimili" fyrir íslensku krónurnar sína og eru tilbúnir til þess að setjast að samningaborðinu varðandi þann þátt einnig. Þeir hafa teiknað upp ýmsa möguleika, að minnsta kosti fjóra til fimm, sem þeir telja að gætu verið raunhæfir til að höggva á hnútinn. Um eðli þeirra, utan bankasölunnar, ríkir þó mikil leynd.Allir eiga að græða Í samræðum við þá er hins vegar ljóst, þótt þeir leggi til hugmyndir, að lausnirnar sem ræða á um verði alltaf að koma frá íslenskum stjórnvöldum og að lokaákvörðun um hvort á þær verði fallist verði alltaf að vera pólitísk. Í því samhengi telja þeir að sú ríkisstjórn sem mun setjast að völdum eftir kosningarnar í apríl verði að samþykkja þær leiðir sem verði ofan á. Umboð þeirra sem taka slíkar ákvarðanir verður að vera algjört. Nýleg yfirlýsing Katrínar Júlíusdóttur fjármálaráðherra um að hún hefði virkjað stýrinefnd um losun fjármagnshafta í nóvember í fyrra gefur til kynna að íslensk stjórnvöld séu einnig farin á fullt í þessa vinnu. Ljóst er að þeir nauðasamningar sem þrotabúin tvö ætluðu að klára á síðasta ársfjórðungi 2012 hefur hreyft verulega við íslensku stjórnsýslunni, enda ljóst að afgreiðsla þeirra myndi mögulega hafa gríðarleg áhrif á íslenskan fjármálastöðugleika. Takist hópunum tveim, kröfuhöfum og stjórnvöldum, að koma sér saman um sölu banka og bindingu annarra krónueigna með miklum afslætti þá mun stórt skref vera stigið í átt að losun gjaldeyrishafta. Íslenskir fjárfestar, og þar verða lífeyrissjóðir líkast til stærstir, munu eignast eignir með miklum afslætti og erlendu kröfuhafarnir munu fá tækifæri til að ljúka nauðasamningum sínum með þeim hætti að margir í kröfuhafahópnum munu græða gríðarlega mikið af peningum.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira