Bjartar varir eru yfirleitt afar vinsælar á sumrin og það breytist ekki í ár. Áherslan verður öll á vörunum, en margir hönnuðir höfðu förðunina fyrir vor – og sumarlínurnar mjög náttúrulega, hún samanstóð í mörgum tilfellum bara af fallegri húð, berum augum og varalit í flottum björtum lit. Fallegt förðunartrend sem allir geta gert að sínu.