Viðskipti innlent

Deilt um hurðir í Hallgrímskirkju

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hurðir Leifs, sem eru smíðaðar í Þýskalandi, vega hvor um sig um 800 kíló.
Hurðir Leifs, sem eru smíðaðar í Þýskalandi, vega hvor um sig um 800 kíló.
Listamaðurinn Leifur Breiðfjörð vill fá úr því skorið hvort bronshurðir eftir hann sem settar voru upp í Hallgrímskirkju árið 2010 séu listaverk eða smíðavörur í skilningi tollalaga.

Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins hefur Leifur nú farið í mál við fjármála- og efnahagsráðuneytið sem telur hurðirnar vera smíðavörur og var fyrirtaka í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Lögmaður Leifs telur niðurstöðu málsins geta haft grundvallaráhrif á meðferð virðisaukaskatts á innfluttar vörur.

Hurðirnar, sem eru smíðaðar í Þýskalandi, vega hvor um sig um 800 kíló og þurfti krana til að koma þeim fyrir á sínum stað. Ekki náðist í Leif við vinnslu fréttarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×