Mickelson fer á kostum í Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2013 11:30 Mickelson er í miklum metum hjá áhorfendum í Phoenix. Mynd/AP Phil Mickelson hefur átt frábæra helgi á Phoenix Open PGA-mótinu í golfi sem nú stendur yfir. Hann er með sex högga forystu fyrir lokadaginn. Mickelson náði fimm fuglum á síðustu sex holum sínum í gær og kom í hús á aðeins 64 höggum. Hann hefur spilað fyrstu þrjá hringina á 189 höggum og er aðeins einu höggi frá lægsta skori sem náðst hefur á PGA-móti eftir 54 holur. Hann á því möguleika á að bæta metið á lokahringnum í dag en hann segir að fyrsta mál á dagskrá sé að vinna mótið - sem yrði 41. PGA-titill hans á ferlinum. „Ég ætla fyrst og fremst að reyna að vinna mótið. Ég ætla ekki að hafa of miklar áhyggjur af metum og öðru slíku," sagði Mickelson. Brandt Snedeker átti heldur ekki slæman dag og kom í hús á 65 höggum. Hann er í öðru sæti á átján höggum undir pari. Padraig Harrington er þriðji en hann spilaði best allra í gær, á 63 höggum. Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Phil Mickelson hefur átt frábæra helgi á Phoenix Open PGA-mótinu í golfi sem nú stendur yfir. Hann er með sex högga forystu fyrir lokadaginn. Mickelson náði fimm fuglum á síðustu sex holum sínum í gær og kom í hús á aðeins 64 höggum. Hann hefur spilað fyrstu þrjá hringina á 189 höggum og er aðeins einu höggi frá lægsta skori sem náðst hefur á PGA-móti eftir 54 holur. Hann á því möguleika á að bæta metið á lokahringnum í dag en hann segir að fyrsta mál á dagskrá sé að vinna mótið - sem yrði 41. PGA-titill hans á ferlinum. „Ég ætla fyrst og fremst að reyna að vinna mótið. Ég ætla ekki að hafa of miklar áhyggjur af metum og öðru slíku," sagði Mickelson. Brandt Snedeker átti heldur ekki slæman dag og kom í hús á 65 höggum. Hann er í öðru sæti á átján höggum undir pari. Padraig Harrington er þriðji en hann spilaði best allra í gær, á 63 höggum.
Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira