
Hvernig gekk svo?
„Þessi dagur einkenndist af mjög mikilli spennu og stressi. Það gekk ágætlega að tala við dómarana, þó svo að tíminn hafi verið mjög stuttur, en hver og einn fékk bara 5 mínútur til að kynna línuna sína. Þeir virtust vera mjög áhugasamir og hrósuðu mér sérstaklega fyrir handbragðið á útsaumnum á lokalínunni minni. Það var mjög gaman og góð tilfinning að sjá sína eigin hönnun á þessari tískusýningu, meðal annara mjög hæfileikaríkra hönnuða og fá að koma sér á framfæri fyrir utan landsteinanna".

„Ég held að það fari allt eftir því hverjir mæta á sýninguna hverju sinni. Það hefur alls konar bransafólk mætt á tískusýningarnar sem eru með ákveðin verkefni í huga fyrir rétta aðila sem henta þeim. Nýútskrifaðir hönnuðir sem hafa tekið þátt hafa fengið umfjöllun og störf eftir sýninguna".

„Ég útskrifaðist úr Listaháskólanum síðasta vor og er núna í diplómanámi í Myndlistaskóla Reykjavíkur í textíl. Ég ákvað að sérhæfa mig í textíl og langaði að undirbúa mig til þess að sækja um í M.A erlendis í fatahönnun með áherslu á textíl. Ég hef ekki ákveðið nákvæmlega hvert en er með nokkra skóla í huga. Þess á milli hef ég verið í samstarfi við vinkonu mína sem útskrifaðist nýverið úr Parsons, næst á döfinni hjá okkur er að gera tilraunir með digital prent og gera vonandi "mini collection" út frá því".
