Sjúkraskrár lýtalækna ræddar hjá Landlækni Ólöf Skaftadóttir skrifar 4. júlí 2013 08:00 Verkefnastjóri hjá landlæknisembættinu segir lækna almennt skila sjúkraskrám til embættisins, en segir lýtalækna skera sig úr þeim hópi. afp/nordic photos Yfirstjórn Félags íslenskra lýtalækna og Landlæknisembættið funda í dag sín á milli um hvort lýtalæknar þurfi að skila skrám yfir skjólstæðinga sína til embættisins. Deilur um afhendingu upplýsinga frá lýtalæknum til embættis Landlæknis náðu hápunkti þegar PIP-brjóstapúða málið svokallaða kom upp, en fyrirtækið sem framleiddi púðana notaði iðnaðarsílikon í þá. Púðarnir eru taldir leka frekar en aðrir púðar með tilheyrandi aukaverkunum. Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu, segir þannig erfitt að fylgja eftir þeim málum kvenna sem fengu þessa púða, vegna þess að embætti Landlæknis fær engar upplýsingar. Þá skilaði Persónuvernd inn ályktun á sínum tíma þar sem kom fram að Landlæknir ætti ekki að fá að safna í sérgrunn fyrir brjóstaaðgerðir. „Það eru til lög um landlækni og lýðheilsu og þar kemur skýrt fram lögboðin skylda embættis Landlæknis til að safna heilbrigðisskrám í þeim tilgangi að fylgjast með heilsufari þjóðarinnar og gæðum heilbrigðisþjónustu,“ segir Guðrún. „Þetta hefur verið vandamál, við höfum okkar lögboðnu skyldu til að halda þessar heilbrigðisskrár og kalla eftir gögnum frá heilbrigðisþjónustunni og almennt eru læknar að skila upplýsingunum, en lýtalæknar skera sig úr í þessum efnum,“ bætir Guðrún við. „Við höfum fullan hug á að leysa þetta mál í samvinnu við lýtalækna,“ segir Guðrún jafnframt. Þórdís kjartansdóttir Þórdís Kjartansdóttir, formaður Félags íslenskra lýtalækna, segir skiptar skoðanir ríkja um hvort lýtalæknar eigi að skila inn gögnum um skjólstæðinga sína. „Við viljum gott samstarf við Landlækni, en þurfum að gæta hagsmuna okkar skjólstæðinga,“ segir Þórdís. „Okkur finnst við bera ábyrgð gagnvart okkar skjólstæðingum. Okkur finnst það ekki sjálfgefið að þessar aðgerðir og framkvæmd eigi að falla undir sama hatt og aðgerðir sem ríkið tekur þátt í að borga,“ útskýrir Þórdís. „Fegrunaraðgerðir eru einkamál fólks og hver er ávinningurinn af því að einstaklingur sem til dæmis fær sér fylliefni í varir þurfi að tilkynnast til landlæknis?“ bætir Þórdís við. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Sjá meira
Yfirstjórn Félags íslenskra lýtalækna og Landlæknisembættið funda í dag sín á milli um hvort lýtalæknar þurfi að skila skrám yfir skjólstæðinga sína til embættisins. Deilur um afhendingu upplýsinga frá lýtalæknum til embættis Landlæknis náðu hápunkti þegar PIP-brjóstapúða málið svokallaða kom upp, en fyrirtækið sem framleiddi púðana notaði iðnaðarsílikon í þá. Púðarnir eru taldir leka frekar en aðrir púðar með tilheyrandi aukaverkunum. Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu, segir þannig erfitt að fylgja eftir þeim málum kvenna sem fengu þessa púða, vegna þess að embætti Landlæknis fær engar upplýsingar. Þá skilaði Persónuvernd inn ályktun á sínum tíma þar sem kom fram að Landlæknir ætti ekki að fá að safna í sérgrunn fyrir brjóstaaðgerðir. „Það eru til lög um landlækni og lýðheilsu og þar kemur skýrt fram lögboðin skylda embættis Landlæknis til að safna heilbrigðisskrám í þeim tilgangi að fylgjast með heilsufari þjóðarinnar og gæðum heilbrigðisþjónustu,“ segir Guðrún. „Þetta hefur verið vandamál, við höfum okkar lögboðnu skyldu til að halda þessar heilbrigðisskrár og kalla eftir gögnum frá heilbrigðisþjónustunni og almennt eru læknar að skila upplýsingunum, en lýtalæknar skera sig úr í þessum efnum,“ bætir Guðrún við. „Við höfum fullan hug á að leysa þetta mál í samvinnu við lýtalækna,“ segir Guðrún jafnframt. Þórdís kjartansdóttir Þórdís Kjartansdóttir, formaður Félags íslenskra lýtalækna, segir skiptar skoðanir ríkja um hvort lýtalæknar eigi að skila inn gögnum um skjólstæðinga sína. „Við viljum gott samstarf við Landlækni, en þurfum að gæta hagsmuna okkar skjólstæðinga,“ segir Þórdís. „Okkur finnst við bera ábyrgð gagnvart okkar skjólstæðingum. Okkur finnst það ekki sjálfgefið að þessar aðgerðir og framkvæmd eigi að falla undir sama hatt og aðgerðir sem ríkið tekur þátt í að borga,“ útskýrir Þórdís. „Fegrunaraðgerðir eru einkamál fólks og hver er ávinningurinn af því að einstaklingur sem til dæmis fær sér fylliefni í varir þurfi að tilkynnast til landlæknis?“ bætir Þórdís við.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Sjá meira