Að vera eða vera ekki kynfræðingur Jóna Ingibjörg Jónsdóttir og Áslaug Kristjánsdóttir og Sigríður Dögg Arnardóttir skrifa 16. nóvember 2013 06:00 Kynfræði (sexology) hefur þann megintilgang að auka þekkingu okkar á manninum sem kynveru. Fræðigreinin kynfræði er rétt að slíta barnsskónum hérlendis og mikilvægt að hlúa vel að fyrstu skrefunum í allri þróun, ekki síst uppbyggingu menntunar innan kynfræða. Langvarandi skortur á faglegri menntun í kynfræðum hefur hægt á framþróun heildstæðrar stefnumótunar í kynheilbrigðismálum sem lýtur að þróun kynfræðslu og klínískrar vinnu svo og forvarnarstarfs og rannsókna. Þrátt fyrir að íslensk lög kveði á um að heilbrigðisstéttir og kennarar eigi að veita fræðslu og ráðgjöf um kynferðismál þá hefur minna farið fyrir ákvæðum um hvaða menntun þeir skuli hafa til að sinna þessu lögboðna hlutverki. (Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir… nr. 25/1975). Þetta hefur ekki verið viðunandi og síst til þess fallið að festa fræðigreinina í sessi. Starfsheitið kynfræðingur er enn sem komið er ekki lögverndað starfsheiti á Íslandi. Það firrir samt ekki einstaklinga ábyrgð á gjörðum sínum og í því sambandi má nefna að allar heilbrigðisstéttir hafa sett sér siðareglur. Það er öllum frjálst að fjalla um kynlíf en borið hefur á því um árabil að starfsheitin kynfræðingur og kynlífsráðgjafi hafi verið notuð í tengslum við kynlífsumfjöllun án þess að viðkomandi hafi hlotið tilskilda menntun. Við teljum það ámælisvert. Þrátt fyrir vinsamlegar ábendingar hefur slík titlaskreyting gerst ítrekað.Kæruleysi Við teljum að slíkt kæruleysi slái ryki í augu almennings sem þarf að vera upplýstur um að sérfræðiþekkingar sé þörf í sambandi við störf við kynfræðslu eða lausnir á kynlífsvanda. Það er ekki nóg að hafa skrifað pistla um kynlíf í fjölmiðlum til að nota starfsheitin kynfræðingur eða kynlífsráðgjafi. Ekki frekar en að til dæmis matarblogg geri bloggara að næringarfræðingi. Kynfræðifélag Íslands (Kynís) á aðild að samtökum norrænna kynfræðifélaga (Nordic Association for Clinical Sexology – NACS) en samtökin hafa útbúið samnorræna staðla eða kröfur um menntun innan kynfræða. Lágmarkskrafa er að þeir sem vinna kynfræðistörf afli sér viðeigandi menntunar í fræðunum hvort sem um er að ræða kynfræðistörf við kynfræðslu eða störf á klínískum vettvangi. Árið 2003, að frumkvæði þáverandi stjórnar Kynfræðifélags Íslands, hófst vinna við undirbúning að kynfræðinámi á háskólastigi. Þrjár deildir innan Háskóla Íslands tóku að lokum kynfræðinám upp á sína arma og bjóða upp á þverfræðilegt 30 ECTS diplómanám (þrjú sjálfstæð námskeið) í kynfræði á meistarastigi við Háskóla Íslands. Áðurnefnt diplómanám veitir ekki titil eða eða réttindi innan kynfræða en veitir aðgang að frekara námi svo sem í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi Bandaríkjunum og Ástralíu. Eftir heildstætt framhaldsnám innan kynfræða er síðan hægt að sérhæfa sig í kynfræðslu eða í klínískri kynfræði og fá réttindi sem kynfræðari, kynlífsráðgjafi eða sérfræðingur í klínískri kynfræði. Stjórn Kynfræðifélags Íslands hefur umsjón með veitingu réttinda innan kynfræða hér á landi, samkvæmt gildandi reglum samtaka norrænna kynfræðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Sjá meira
Kynfræði (sexology) hefur þann megintilgang að auka þekkingu okkar á manninum sem kynveru. Fræðigreinin kynfræði er rétt að slíta barnsskónum hérlendis og mikilvægt að hlúa vel að fyrstu skrefunum í allri þróun, ekki síst uppbyggingu menntunar innan kynfræða. Langvarandi skortur á faglegri menntun í kynfræðum hefur hægt á framþróun heildstæðrar stefnumótunar í kynheilbrigðismálum sem lýtur að þróun kynfræðslu og klínískrar vinnu svo og forvarnarstarfs og rannsókna. Þrátt fyrir að íslensk lög kveði á um að heilbrigðisstéttir og kennarar eigi að veita fræðslu og ráðgjöf um kynferðismál þá hefur minna farið fyrir ákvæðum um hvaða menntun þeir skuli hafa til að sinna þessu lögboðna hlutverki. (Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir… nr. 25/1975). Þetta hefur ekki verið viðunandi og síst til þess fallið að festa fræðigreinina í sessi. Starfsheitið kynfræðingur er enn sem komið er ekki lögverndað starfsheiti á Íslandi. Það firrir samt ekki einstaklinga ábyrgð á gjörðum sínum og í því sambandi má nefna að allar heilbrigðisstéttir hafa sett sér siðareglur. Það er öllum frjálst að fjalla um kynlíf en borið hefur á því um árabil að starfsheitin kynfræðingur og kynlífsráðgjafi hafi verið notuð í tengslum við kynlífsumfjöllun án þess að viðkomandi hafi hlotið tilskilda menntun. Við teljum það ámælisvert. Þrátt fyrir vinsamlegar ábendingar hefur slík titlaskreyting gerst ítrekað.Kæruleysi Við teljum að slíkt kæruleysi slái ryki í augu almennings sem þarf að vera upplýstur um að sérfræðiþekkingar sé þörf í sambandi við störf við kynfræðslu eða lausnir á kynlífsvanda. Það er ekki nóg að hafa skrifað pistla um kynlíf í fjölmiðlum til að nota starfsheitin kynfræðingur eða kynlífsráðgjafi. Ekki frekar en að til dæmis matarblogg geri bloggara að næringarfræðingi. Kynfræðifélag Íslands (Kynís) á aðild að samtökum norrænna kynfræðifélaga (Nordic Association for Clinical Sexology – NACS) en samtökin hafa útbúið samnorræna staðla eða kröfur um menntun innan kynfræða. Lágmarkskrafa er að þeir sem vinna kynfræðistörf afli sér viðeigandi menntunar í fræðunum hvort sem um er að ræða kynfræðistörf við kynfræðslu eða störf á klínískum vettvangi. Árið 2003, að frumkvæði þáverandi stjórnar Kynfræðifélags Íslands, hófst vinna við undirbúning að kynfræðinámi á háskólastigi. Þrjár deildir innan Háskóla Íslands tóku að lokum kynfræðinám upp á sína arma og bjóða upp á þverfræðilegt 30 ECTS diplómanám (þrjú sjálfstæð námskeið) í kynfræði á meistarastigi við Háskóla Íslands. Áðurnefnt diplómanám veitir ekki titil eða eða réttindi innan kynfræða en veitir aðgang að frekara námi svo sem í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi Bandaríkjunum og Ástralíu. Eftir heildstætt framhaldsnám innan kynfræða er síðan hægt að sérhæfa sig í kynfræðslu eða í klínískri kynfræði og fá réttindi sem kynfræðari, kynlífsráðgjafi eða sérfræðingur í klínískri kynfræði. Stjórn Kynfræðifélags Íslands hefur umsjón með veitingu réttinda innan kynfræða hér á landi, samkvæmt gildandi reglum samtaka norrænna kynfræðifélaga.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun