Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir barnaklám Valur Grettisson skrifar 9. júlí 2013 14:25 Maðurinn játaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun júlí. Rúmlega sextugur starfsmaður á frístundaheimili í Breiðholti var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi fyrir að hafa haft barnaklám í sinni vörslu. Refsingin fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár. Maðurinn játaði sök skýlaust fyrir dómara. Hann þarf að greiða verjanda sínum 200 þúsund krónur auk þess sem tölva hans hefur verið gerð upptæk. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa haft um nokkurt skeið yfir 160 ljósmyndir og 5 hreyfimyndir, sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, en tölvubúnaðurinn með myndefninu var haldlagður sama dag og maðurinn varð fyrir fólskulegri árás tveggja manna. Lögregla lagði upphaflega hald á tölvu mannsins í júlí í fyrra, eftir að tveir menn, sem höfðu ráðist á hann, tjáðu lögreglu að þeir hefðu gert það vegna þess að hann væri „barnaperri“. Maðurinn var hins vegar ekki handtekinn fyrr en í desember. Hann hafði tekið sér veikindaleyfi vegna árásarinnar í millitíðinni en snúið aftur til starfa nokkrum dögum áður en hann var handtekinn. Maðurinn hefur undanfarin ár starfað sem verkefnisstjóri á barnasviði frístundaheimilis fyrir börn og unglinga. Hann hefur verið í launuðu leyfi síðan málið kom upp. Daniel Arciszewski og Snorri Sturluson fengu í september í fyrra þriggja og tveggja og hálfs árs fangelsisdóma fyrir að ráðast inn til mannsins á heimili hans í Breiðholti og ræna hann, auk nokkurra smávægilegri brota. Tvímenningarnir bundu hann í stól, hótuðu honum líkamsmeiðingum og lífláti og neyddu hann til að millifæra á þá á fimmta hundrað þúsund. Þeir bundu hann á höndum með rafmagnssnúru ofan í baðkari, tróðu upp í hann tusku og límdu fyrir. Þeir héldu honum nauðugum í íbúðinni í sex klukkustundir og höfðu síðan ýmsar eigur hans á brott með sér. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Rúmlega sextugur starfsmaður á frístundaheimili í Breiðholti var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi fyrir að hafa haft barnaklám í sinni vörslu. Refsingin fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár. Maðurinn játaði sök skýlaust fyrir dómara. Hann þarf að greiða verjanda sínum 200 þúsund krónur auk þess sem tölva hans hefur verið gerð upptæk. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa haft um nokkurt skeið yfir 160 ljósmyndir og 5 hreyfimyndir, sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, en tölvubúnaðurinn með myndefninu var haldlagður sama dag og maðurinn varð fyrir fólskulegri árás tveggja manna. Lögregla lagði upphaflega hald á tölvu mannsins í júlí í fyrra, eftir að tveir menn, sem höfðu ráðist á hann, tjáðu lögreglu að þeir hefðu gert það vegna þess að hann væri „barnaperri“. Maðurinn var hins vegar ekki handtekinn fyrr en í desember. Hann hafði tekið sér veikindaleyfi vegna árásarinnar í millitíðinni en snúið aftur til starfa nokkrum dögum áður en hann var handtekinn. Maðurinn hefur undanfarin ár starfað sem verkefnisstjóri á barnasviði frístundaheimilis fyrir börn og unglinga. Hann hefur verið í launuðu leyfi síðan málið kom upp. Daniel Arciszewski og Snorri Sturluson fengu í september í fyrra þriggja og tveggja og hálfs árs fangelsisdóma fyrir að ráðast inn til mannsins á heimili hans í Breiðholti og ræna hann, auk nokkurra smávægilegri brota. Tvímenningarnir bundu hann í stól, hótuðu honum líkamsmeiðingum og lífláti og neyddu hann til að millifæra á þá á fimmta hundrað þúsund. Þeir bundu hann á höndum með rafmagnssnúru ofan í baðkari, tróðu upp í hann tusku og límdu fyrir. Þeir héldu honum nauðugum í íbúðinni í sex klukkustundir og höfðu síðan ýmsar eigur hans á brott með sér.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira