Sérstakur saksóknari ákærir Wernersbræður Stígur Helgason skrifar 9. júlí 2013 07:30 Karli og Steingrími var birt ákæran í gær. Sérstakur saksóknari birti í gær sex manns ákæru vegna milljarðagreiðslna út úr fjárfestingarfélaginu Milestone til Ingunnar Wernersdóttur árin 2006 og 2007, sem taldar eru varða við hegningarlagaákvæði um umboðssvik. Á meðal hinna ákærðu eru bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirihluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Karl sem stjórnarformaður. Þá er Guðmundur Ólason, sem var forstjóri Milestone, einnig ákærður, eins og þrír endurskoðendur hjá endurskoðunarskrifstofunni KPMG.Guðmundur ÓlasonÁkæran var gefin út á föstudag, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, og verður þingfest í september. Málið snýst um greiðslur sem runnu út úr Milestone til Ingunnar Wernersdóttur árin 2006 og 2007. Niðurstaða saksóknara er að Karl, Steingrímur og Guðmundur hafi í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða á þessu tímabili og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Greiðslurnar bárust henni mánaðarlega á löngu tímabili, á grundvelli samkomulags um að hún léti af hendi öll bréf sem hún átti í félaginu. Ingunn er ekki ákærð í málinu þrátt fyrir að hafa notið ávinnings af meintum brotum, enda var hún ekki í formlegri aðstöðu til að skuldbinda Milestone með þeim hætti sem saksóknari telur að hafi verið refsiverður. Sexmenningarnir eru meðal annars taldir hafa gerst brotlegir 262. grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um að þeir sem gerast sekir um alvarleg brot gegn lögum um bókhald og ársreikninga „til þess að leyna auðgunarbroti sínu eða annarra“ skuli sæta fangelsi allt að sex árum. Málið hófst fyrir réttum fjórum árum, þegar menn á vegum Sérstaks saksóknara réðust til inngöngu í höfuðstöðvar Milestone, KPMG, Sjóvár og fleiri aðila vegna rannsóknar á málefnum félaganna. Fleiri mál eru þar undir, til dæmis rannsókn á braski með tryggingasjóð Sjóvár. Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Sérstakur saksóknari birti í gær sex manns ákæru vegna milljarðagreiðslna út úr fjárfestingarfélaginu Milestone til Ingunnar Wernersdóttur árin 2006 og 2007, sem taldar eru varða við hegningarlagaákvæði um umboðssvik. Á meðal hinna ákærðu eru bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirihluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Karl sem stjórnarformaður. Þá er Guðmundur Ólason, sem var forstjóri Milestone, einnig ákærður, eins og þrír endurskoðendur hjá endurskoðunarskrifstofunni KPMG.Guðmundur ÓlasonÁkæran var gefin út á föstudag, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, og verður þingfest í september. Málið snýst um greiðslur sem runnu út úr Milestone til Ingunnar Wernersdóttur árin 2006 og 2007. Niðurstaða saksóknara er að Karl, Steingrímur og Guðmundur hafi í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða á þessu tímabili og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Greiðslurnar bárust henni mánaðarlega á löngu tímabili, á grundvelli samkomulags um að hún léti af hendi öll bréf sem hún átti í félaginu. Ingunn er ekki ákærð í málinu þrátt fyrir að hafa notið ávinnings af meintum brotum, enda var hún ekki í formlegri aðstöðu til að skuldbinda Milestone með þeim hætti sem saksóknari telur að hafi verið refsiverður. Sexmenningarnir eru meðal annars taldir hafa gerst brotlegir 262. grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um að þeir sem gerast sekir um alvarleg brot gegn lögum um bókhald og ársreikninga „til þess að leyna auðgunarbroti sínu eða annarra“ skuli sæta fangelsi allt að sex árum. Málið hófst fyrir réttum fjórum árum, þegar menn á vegum Sérstaks saksóknara réðust til inngöngu í höfuðstöðvar Milestone, KPMG, Sjóvár og fleiri aðila vegna rannsóknar á málefnum félaganna. Fleiri mál eru þar undir, til dæmis rannsókn á braski með tryggingasjóð Sjóvár.
Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira