Phil Jackson: Jordan var miklu meiri leiðtogi en Kobe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2013 23:30 Michael Jordan og Kobe Bryant. Mynd/Nordic Photos/Getty Phil Jackson vann fjölmarga NBA-titla með bæði Michael Jordan (6) og Kobe Bryant (5) en hefur hingað til ekki verið mikið fyrir að bera þessa tvo stórbrotnu leikmenn saman eða fyrr en nú. Jackson ber þá saman í nýrri bók sem ber heitið "Eleven Rings: The Soul of Success." Phil Jackson vann ellefu meistaratitla sem þjálfari og tvo til viðbótar sem leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en enginn þjálfari hefur stýrt liði oftar til sigurs í NBA. „Einn af aðal muninum á þessum tveimur stjörnuleikmönnum er að Michael var miklu meiri leiðtogi. Hann gat vissulega verið erfiður við liðsfélaga sína en hann kunni þá list frábærlega að stjórna andrúmsloftinu innan liðsins með návist sinni," skrifar Phil Jackson. „Kobe er langt á eftir honum á þessu sviði. Hann er frábær leikmaður en var hafði ekki leiðtogahæfileikana í blóðinu eins og Michael," bætti Jackson við. En hvor þeirra var betri varnarmaður? „Michael var harðari af sér og áhrifameiri varnarmaður. Hann gat komist í gegnum nánast allar hindranir og gat stöðvað næstum því alla leikmenn með sínum einbeitta og ákafa varnarleik. Kobe treystir meira á líkamlegu hæfileika sína í vörninni en tekur miklu fleiri áhættur sem kemur honum oft í vandræði," sagði Jackson. Mynd/Nordic Photos/Getty „Jordan var betri í því að láta leikinn koma til sín í sókninni og átti alltaf eitthvað upp í erminni. Kobe er meira að þröngva sínu ekki síst þegar hlutirnir eru ekki að falla með honum. Þegar Kobe er ekki að hitta þá heldur hann viðþolslaust áfram þar til að það breytist. Michael fann þá aftur á móti aðrar leiðir til að hjálpa liðinu eins og með því að gefa boltann, spila góða vörn eða setja réttu hindranirnar fyrir liðsfélaga sína," skrifar Jackson. „Jordan er gæddur meiri persónutöfrum og hann er mun félagslyndari en Kobe. Michael elskaði að eyða tíma með liðsfélögunum og öryggisvörðunum. Kobe er allt öðruvísi og meira til baka," segir Jackson í bókinni sinni en það var The Los Angeles Times sem komst yfir handrit af henni. NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Phil Jackson vann fjölmarga NBA-titla með bæði Michael Jordan (6) og Kobe Bryant (5) en hefur hingað til ekki verið mikið fyrir að bera þessa tvo stórbrotnu leikmenn saman eða fyrr en nú. Jackson ber þá saman í nýrri bók sem ber heitið "Eleven Rings: The Soul of Success." Phil Jackson vann ellefu meistaratitla sem þjálfari og tvo til viðbótar sem leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en enginn þjálfari hefur stýrt liði oftar til sigurs í NBA. „Einn af aðal muninum á þessum tveimur stjörnuleikmönnum er að Michael var miklu meiri leiðtogi. Hann gat vissulega verið erfiður við liðsfélaga sína en hann kunni þá list frábærlega að stjórna andrúmsloftinu innan liðsins með návist sinni," skrifar Phil Jackson. „Kobe er langt á eftir honum á þessu sviði. Hann er frábær leikmaður en var hafði ekki leiðtogahæfileikana í blóðinu eins og Michael," bætti Jackson við. En hvor þeirra var betri varnarmaður? „Michael var harðari af sér og áhrifameiri varnarmaður. Hann gat komist í gegnum nánast allar hindranir og gat stöðvað næstum því alla leikmenn með sínum einbeitta og ákafa varnarleik. Kobe treystir meira á líkamlegu hæfileika sína í vörninni en tekur miklu fleiri áhættur sem kemur honum oft í vandræði," sagði Jackson. Mynd/Nordic Photos/Getty „Jordan var betri í því að láta leikinn koma til sín í sókninni og átti alltaf eitthvað upp í erminni. Kobe er meira að þröngva sínu ekki síst þegar hlutirnir eru ekki að falla með honum. Þegar Kobe er ekki að hitta þá heldur hann viðþolslaust áfram þar til að það breytist. Michael fann þá aftur á móti aðrar leiðir til að hjálpa liðinu eins og með því að gefa boltann, spila góða vörn eða setja réttu hindranirnar fyrir liðsfélaga sína," skrifar Jackson. „Jordan er gæddur meiri persónutöfrum og hann er mun félagslyndari en Kobe. Michael elskaði að eyða tíma með liðsfélögunum og öryggisvörðunum. Kobe er allt öðruvísi og meira til baka," segir Jackson í bókinni sinni en það var The Los Angeles Times sem komst yfir handrit af henni.
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira