Ballmer hættir sem framkvæmdastjóri Microsoft Jóhannes Stefánsson skrifar 24. ágúst 2013 12:17 „Ég er með fjögur orð handa ykkur: Ég. Elska. Þetta. Fyrirtæki!" Sagði Steve Ballmer á starfsmannafundi Microsoft árið 2000. Hann er þekktur fyrir líflega framkomu sínu á starfsmannafundum félagsins. Ballmer hefur ástæðu til að elska Microsoft, en vegna stafa sinna hjá félaginu eru eignir hans metnar á 15,2 milljarða bandaríkjadala. Hann hefur starfað fyrir Microsoft frá árinu 1980. Ballmer hefur nú sagt starfi sínu lausu hjá félaginu en hlutabréf í Microsoft tóku kipp upp á við vegna uppsagnarinnar. Hann hefur verið umdeildur eftir að hann tók við sæti Bill Gates um aldamótin. Til að mynda sagði Ballmer þegar Steve Jobs kynnti fyrsta iPhone símann til sögunnar að um væri að ræða bólu og síminn myndi ekki seljast vel vegna þess að hann hefði ekki lyklaborð. Svipaða sögu var að segja þegar spjaldtölvur litu dagsins ljós. Fyrir vikið er markaðshlutdeild Microsoft töluvert lakari en hún hefði annars verið. Gengi Microsoft hefur þó verið gott undir stjórn Ballmers. X-Box vélar félagsins hafa slegið í gegn og hagnaður Microsoft hefur tvöfaldast með hann við stjórnvölinn. Nefnd á vegum félagsins, þar sem Bill Gates situr í forystusætinu, leitar nú arftaka Ballmers. Leikjavísir Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Ég er með fjögur orð handa ykkur: Ég. Elska. Þetta. Fyrirtæki!" Sagði Steve Ballmer á starfsmannafundi Microsoft árið 2000. Hann er þekktur fyrir líflega framkomu sínu á starfsmannafundum félagsins. Ballmer hefur ástæðu til að elska Microsoft, en vegna stafa sinna hjá félaginu eru eignir hans metnar á 15,2 milljarða bandaríkjadala. Hann hefur starfað fyrir Microsoft frá árinu 1980. Ballmer hefur nú sagt starfi sínu lausu hjá félaginu en hlutabréf í Microsoft tóku kipp upp á við vegna uppsagnarinnar. Hann hefur verið umdeildur eftir að hann tók við sæti Bill Gates um aldamótin. Til að mynda sagði Ballmer þegar Steve Jobs kynnti fyrsta iPhone símann til sögunnar að um væri að ræða bólu og síminn myndi ekki seljast vel vegna þess að hann hefði ekki lyklaborð. Svipaða sögu var að segja þegar spjaldtölvur litu dagsins ljós. Fyrir vikið er markaðshlutdeild Microsoft töluvert lakari en hún hefði annars verið. Gengi Microsoft hefur þó verið gott undir stjórn Ballmers. X-Box vélar félagsins hafa slegið í gegn og hagnaður Microsoft hefur tvöfaldast með hann við stjórnvölinn. Nefnd á vegum félagsins, þar sem Bill Gates situr í forystusætinu, leitar nú arftaka Ballmers.
Leikjavísir Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira