Grátandi barn rifið upp á handleggnum og rassskellt Valur Grettisson skrifar 24. ágúst 2013 07:00 Ungbarnaleikskólinn 101 á Bræðraborgarstíg. Fréttablaðið/GVA Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur kært ofbeldi gegn ungabarni á Leikskólanum 101 til lögreglu. Konan sem er sökuð um ofbeldið er rúmlega fimmtug. Foreldrum, sem sáu harkalega meðferð á barni sínun á myndbandi, er afar brugðið. Barnavernd Reykjavíkur hefur vísað málefni ungbarnaleikskólans 101 á Bræðraborgarstíg til lögreglu vegna rökstudds gruns um að börn hafi verið beitt ofbeldi á leikskólanum. Eins og fram hefur komið þá tóku sumarstarfsmenn upp myndbönd af meintu ofbeldi en þau bárust Barnavernd Reykjavíkur fyrst á fimmtudaginn.Foreldrar í áfalli eftir myndband Í gær voru foreldrar barns, sem var beitt ofbeldi, kallaðir á fund barnaverndar. Þar fengu þau að sjá myndband sem varðaði þeirra barn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má sjá á myndbandinu þar sem kennari í skólanum kemur að ungabarni þar sem það liggur grátandi. Kennarinn á svo að hafa rifið barnið harkalega upp á handleggnum og flengt það. Mun foreldrunum hafa verið verulega brugðið eftir að hafa séð myndskeiðið.Hulda Linda Stefánsdóttir leikskólastjóri. Kennararnir, sem liggja undir grun, eru báðir konur. Önnur er á fimmtugsaldri og hefur starfað hjá leikskólanum síðan árið 2008, meðal annars sem aðstoðarleikskólastjóri. Sú er menntuð í uppeldisfræðum. Hin konan er rúmlega fimmtug. Hún hefur starfað á leikskólanum frá árinu 2012 og er ófaglærð. Henni er gefið að sök að hafa beitt barnið ofbeldinu sem finna mátti á myndskeiðinu sem foreldrar fengu að sjá í gær.Óþekk börn í myrkrakompu Þá eru einnig uppi ásakanir um að börn hafi verið læst inni í myrkvaðri geymslu þar sem þau áttu að hafa verið óþekk. Eins hafa komið fram ásakanir um að kennararnir hafi haldið mat frá börnum sem eiga að hafa sýnt einhvers konar agavandamál. Skólastjóri leikskólans, Hulda Linda Stefánsdóttir, vísaði fréttamanni á lögfræðing sinn þegar haft var samband við hana vegna málsins í gær. Í yfirlýsingu sem Hulda sendi síðdegis í gær sagði hún orðrétt: „Ég ítreka að ég hef ekki séð myndböndin sjálf, en sýni þau óviðeigandi framkomu við börn þá er það auðvitað á ábyrgð mína sem leikskólastjóri og ég mun ekki víkjast undan henni.“ Eins kemur fram í tilkynningunni að leikskólinn verði áfram lokaður. Ekki náðist í kennarana sem eru ásakaðir um ofbeldi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins. Í samtali við foreldra á leikskólanum kom fram að þeir væru enn að reyna að átta sig á aðstæðum og væru slegnir. Þá sögðu þeir að upplýsingagjöf hefði verið verulega ábótavant. Boðað er til fundar með foreldrum í næstu viku. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur kært ofbeldi gegn ungabarni á Leikskólanum 101 til lögreglu. Konan sem er sökuð um ofbeldið er rúmlega fimmtug. Foreldrum, sem sáu harkalega meðferð á barni sínun á myndbandi, er afar brugðið. Barnavernd Reykjavíkur hefur vísað málefni ungbarnaleikskólans 101 á Bræðraborgarstíg til lögreglu vegna rökstudds gruns um að börn hafi verið beitt ofbeldi á leikskólanum. Eins og fram hefur komið þá tóku sumarstarfsmenn upp myndbönd af meintu ofbeldi en þau bárust Barnavernd Reykjavíkur fyrst á fimmtudaginn.Foreldrar í áfalli eftir myndband Í gær voru foreldrar barns, sem var beitt ofbeldi, kallaðir á fund barnaverndar. Þar fengu þau að sjá myndband sem varðaði þeirra barn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má sjá á myndbandinu þar sem kennari í skólanum kemur að ungabarni þar sem það liggur grátandi. Kennarinn á svo að hafa rifið barnið harkalega upp á handleggnum og flengt það. Mun foreldrunum hafa verið verulega brugðið eftir að hafa séð myndskeiðið.Hulda Linda Stefánsdóttir leikskólastjóri. Kennararnir, sem liggja undir grun, eru báðir konur. Önnur er á fimmtugsaldri og hefur starfað hjá leikskólanum síðan árið 2008, meðal annars sem aðstoðarleikskólastjóri. Sú er menntuð í uppeldisfræðum. Hin konan er rúmlega fimmtug. Hún hefur starfað á leikskólanum frá árinu 2012 og er ófaglærð. Henni er gefið að sök að hafa beitt barnið ofbeldinu sem finna mátti á myndskeiðinu sem foreldrar fengu að sjá í gær.Óþekk börn í myrkrakompu Þá eru einnig uppi ásakanir um að börn hafi verið læst inni í myrkvaðri geymslu þar sem þau áttu að hafa verið óþekk. Eins hafa komið fram ásakanir um að kennararnir hafi haldið mat frá börnum sem eiga að hafa sýnt einhvers konar agavandamál. Skólastjóri leikskólans, Hulda Linda Stefánsdóttir, vísaði fréttamanni á lögfræðing sinn þegar haft var samband við hana vegna málsins í gær. Í yfirlýsingu sem Hulda sendi síðdegis í gær sagði hún orðrétt: „Ég ítreka að ég hef ekki séð myndböndin sjálf, en sýni þau óviðeigandi framkomu við börn þá er það auðvitað á ábyrgð mína sem leikskólastjóri og ég mun ekki víkjast undan henni.“ Eins kemur fram í tilkynningunni að leikskólinn verði áfram lokaður. Ekki náðist í kennarana sem eru ásakaðir um ofbeldi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins. Í samtali við foreldra á leikskólanum kom fram að þeir væru enn að reyna að átta sig á aðstæðum og væru slegnir. Þá sögðu þeir að upplýsingagjöf hefði verið verulega ábótavant. Boðað er til fundar með foreldrum í næstu viku.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira