Hanna vörur úr hreindýraleðri og hreindýrahornum Sara McMahon skrifar 24. ágúst 2013 07:00 Sigrún Halla Unnarsdóttir og Agla Stefánsdóttir skipa hönnunarþríeykið IIIF ásamt Thibaut Allgayer, sem er á myndinni. Fréttablaðið/Vilhelm „Línan er búin til úr hreindýraleðri og hreindýrahornum,“ segir Sigrún Halla Unnarsdóttir, fatahönnuður, sem skipar hönnunarþríeykið IIIF ásamt Öglu Stefánsdóttur, fatahönnuði, og Thibaut Allgayer, vöruhönnuði. Fyrsta hönnunarlína IIIF verður frumsýnd í húsi Alliance Francaise við Tryggvagötu í dag. Þremenningarnir kynntust fyrst er þau voru við nám í hönnunarskólanum í Kolding, uppruna IIIF má þó rekja til verkefnisins NA10 sem Nýsköpunarsjóður og Make by Þorpið stóðu fyrir árið 2011. Þar komu saman sjö hönnuðir sem unnu að því að hanna söluvænlegar vörur og nota til þess hráefni og handverksfólk úr Fljótsdalshéraði. „Okkur langaði að halda áfram að vinna með þessu góða fólki sem við höfðum kynnst. Við fórum þó ekki að vinna markvisst að þessu fyrr en fyrir hálfu ári síðan og nú er fyrsta línan tilbúin,“ útskýrir Sigrún Halla.Brynja Guðmundsdóttir hjá Eskimo sýnir tösku frá IIIF. Erna Hrund Hermannsdóttir sá um förðun.Mynd/Magnús Andersen.Líkt og áður hefur komið fram eru vörurnar framleiddar úr hreindýraafurðum og að sögn Sigrúnar Höllu er ekki hlaupið að því að verða sér úti um slíkt. „Það má bara skjóta visst mörg dýr á ári. Hvað hornin varðar, þá er best að nota horn sem dýrin hafa fellt því í þeim er betri efniviður,“ segir hún. „Ég fór í fimm daga göngu um hálendið í sumar og fann þá risavaxin horn sem ég kippti með mér. Eftir að hafa rogast með þau á bakinu í rúma klukkustun gafst ég upp. Sem betur fer fann ég önnur minni í sömu ferð sem ég gat borið til byggða,“ segir hún hlæjandi. Vörurnar fást á vefsíðunni Iiif.is og í Epal og stendur sýningin frá 18 til 22.Kynntust í námi * Sigrún Halla Unnarsdóttir er með MA-gráðu í fatahönnun frá Kolding Design Skole. Hún starfar sem prjóna- og fylgihlutahönnuður hjá útivistamerkinu Icewear og mun kenna við fatahönnunardeild LHÍ í vetur. Að auki er hún í stjórn LungA skólans. * Agla Stefánsdóttir er með MA-gráðu í fatahönnun frá Kolding Design Skole. Hún hefur starfað sem fatahönnuður hjá dönsku tískumerkjunum Hot Friture og Wackerhaus og hyggur á kennaranám í haust. * Thibaut Allgayer stundaði nám í vöruhönnun í Frakklandi og Danmörku. Hann starfar sem hönnuður í Danmörku og hefur meðal annars hannað útlit verslunarinnar Best Seller í Kína. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Línan er búin til úr hreindýraleðri og hreindýrahornum,“ segir Sigrún Halla Unnarsdóttir, fatahönnuður, sem skipar hönnunarþríeykið IIIF ásamt Öglu Stefánsdóttur, fatahönnuði, og Thibaut Allgayer, vöruhönnuði. Fyrsta hönnunarlína IIIF verður frumsýnd í húsi Alliance Francaise við Tryggvagötu í dag. Þremenningarnir kynntust fyrst er þau voru við nám í hönnunarskólanum í Kolding, uppruna IIIF má þó rekja til verkefnisins NA10 sem Nýsköpunarsjóður og Make by Þorpið stóðu fyrir árið 2011. Þar komu saman sjö hönnuðir sem unnu að því að hanna söluvænlegar vörur og nota til þess hráefni og handverksfólk úr Fljótsdalshéraði. „Okkur langaði að halda áfram að vinna með þessu góða fólki sem við höfðum kynnst. Við fórum þó ekki að vinna markvisst að þessu fyrr en fyrir hálfu ári síðan og nú er fyrsta línan tilbúin,“ útskýrir Sigrún Halla.Brynja Guðmundsdóttir hjá Eskimo sýnir tösku frá IIIF. Erna Hrund Hermannsdóttir sá um förðun.Mynd/Magnús Andersen.Líkt og áður hefur komið fram eru vörurnar framleiddar úr hreindýraafurðum og að sögn Sigrúnar Höllu er ekki hlaupið að því að verða sér úti um slíkt. „Það má bara skjóta visst mörg dýr á ári. Hvað hornin varðar, þá er best að nota horn sem dýrin hafa fellt því í þeim er betri efniviður,“ segir hún. „Ég fór í fimm daga göngu um hálendið í sumar og fann þá risavaxin horn sem ég kippti með mér. Eftir að hafa rogast með þau á bakinu í rúma klukkustun gafst ég upp. Sem betur fer fann ég önnur minni í sömu ferð sem ég gat borið til byggða,“ segir hún hlæjandi. Vörurnar fást á vefsíðunni Iiif.is og í Epal og stendur sýningin frá 18 til 22.Kynntust í námi * Sigrún Halla Unnarsdóttir er með MA-gráðu í fatahönnun frá Kolding Design Skole. Hún starfar sem prjóna- og fylgihlutahönnuður hjá útivistamerkinu Icewear og mun kenna við fatahönnunardeild LHÍ í vetur. Að auki er hún í stjórn LungA skólans. * Agla Stefánsdóttir er með MA-gráðu í fatahönnun frá Kolding Design Skole. Hún hefur starfað sem fatahönnuður hjá dönsku tískumerkjunum Hot Friture og Wackerhaus og hyggur á kennaranám í haust. * Thibaut Allgayer stundaði nám í vöruhönnun í Frakklandi og Danmörku. Hann starfar sem hönnuður í Danmörku og hefur meðal annars hannað útlit verslunarinnar Best Seller í Kína.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira