Verðbólgan ræðst af niðurstöðu kjarasamninga Þorsteinn Víglundsson skrifar 24. ágúst 2013 08:00 Af nýlegum hagspám má ráða fullkomna vantrú á skynsamlega niðurstöðu kjarasamninga í vetur. Í nýendurskoðaðri þjóðhagsspá Seðlabanka virðist gert ráð fyrir u.þ.b. 5,5% meðaltals launahækkunum á ári næstu tvö árin. Bankinn segir þessar launabreytingar nokkuð umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiðinu, 2,5%, og fyrir vikið muni það ekki nást fyrr en á fyrri hluta ársins 2016, í stað þess að nást á næsta ári eins og í síðustu spá bankans fyrir aðeins þremur mánuðum síðan. Verði launabreytingar hins vegar í takti við það sem samræmist verðbólgumarkmiðinu muni verðbólga verða minni og vextir lægri en ella. Hagstofan gerir ráð fyrir svipaðri launabreytingu á milli ára, um 5,5%, og að verðbólga verði áfram í kringum 4%. Sama er uppi á teningunum hjá greingardeild Íslandsbanka og verðbólguvæntingar á verðbréfamarkaði og meðal fyrirtækja eru svipaðar eða á bilinu 4,0-4,5% á komandi tveimur árum. Verðbólguvæntingar heimilanna eru enn meiri, eða 5%. Ljóst er því að ofangreindir aðilar hafa enga trú á að umræða að undanförnu um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga muni skila sér í skynsamlegri niðurstöðu komandi kjaraviðræðna. Lái þeim hver sem vill. Á undanförnum áratug hafa laun hér á landi hækkað að jafnaði um tæp 7% á ári, langt umfram það sem samrýmist verðstöðugleika. Á Norðurlöndunum nemur sambærileg hækkun um 3,5% á ári að jafnaði. Að sama skapi hefur verðbólgan hér verið að meðaltali liðlega 6% á undanförnum áratug samanborið við 1,8% að meðaltali á Norðurlöndunum. Kaupmáttaraukning þar varð 18% samanborið við tæp 4% hér á landi. Árangur Íslendinga er því slakur sama hvernig á það er litið. Vera kann að spámennirnir muni hafa rétt fyrir sér þegar upp er staðið. Þeir spá því einfaldlega að samningsaðilar á vinnumarkaði leysi sín mál með sama hætti og áður. Þeir ganga út frá því að samið verði um háar prósentuhækkanir launa, sem eru langt umfram heildarhækkanir launa í öllum samkeppnisríkjum og langt umfram það sem samræmist markmiði um verðstöðugleika. Verði sú leið farin enn einu sinni verða samningarnir ekki gerðir á grundvelli þess hvað kemur þjóðfélaginu og heimilunum best til lengri tíma en það er lág verðbólga og lágir vextir. Við stöðugleika er miklu meiri von um að Íslendingar komist upp úr öldudalnum og fjárfestingar og atvinnusköpun komist á fulla ferð heldur en í verðbólgu og háum vöxtum eins og undanfarin ár. Almenn vantrú á farsæla lausn kjaraviðræðna ætti að vera aðilum vinnumarkaðar hvatning til ábyrgrar nálgunar í komandi viðræðum. Verði það ekki munum við gjalda fyrir með hærra vaxtastigi, hækkandi höfuðstól verðtryggðra lána heimila og fyrirtækja og áframhaldandi stöðnun, doða og framtaksleysi í atvinnulífinu. Á því þurfum við ekki að halda við núverandi aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Af nýlegum hagspám má ráða fullkomna vantrú á skynsamlega niðurstöðu kjarasamninga í vetur. Í nýendurskoðaðri þjóðhagsspá Seðlabanka virðist gert ráð fyrir u.þ.b. 5,5% meðaltals launahækkunum á ári næstu tvö árin. Bankinn segir þessar launabreytingar nokkuð umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiðinu, 2,5%, og fyrir vikið muni það ekki nást fyrr en á fyrri hluta ársins 2016, í stað þess að nást á næsta ári eins og í síðustu spá bankans fyrir aðeins þremur mánuðum síðan. Verði launabreytingar hins vegar í takti við það sem samræmist verðbólgumarkmiðinu muni verðbólga verða minni og vextir lægri en ella. Hagstofan gerir ráð fyrir svipaðri launabreytingu á milli ára, um 5,5%, og að verðbólga verði áfram í kringum 4%. Sama er uppi á teningunum hjá greingardeild Íslandsbanka og verðbólguvæntingar á verðbréfamarkaði og meðal fyrirtækja eru svipaðar eða á bilinu 4,0-4,5% á komandi tveimur árum. Verðbólguvæntingar heimilanna eru enn meiri, eða 5%. Ljóst er því að ofangreindir aðilar hafa enga trú á að umræða að undanförnu um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga muni skila sér í skynsamlegri niðurstöðu komandi kjaraviðræðna. Lái þeim hver sem vill. Á undanförnum áratug hafa laun hér á landi hækkað að jafnaði um tæp 7% á ári, langt umfram það sem samrýmist verðstöðugleika. Á Norðurlöndunum nemur sambærileg hækkun um 3,5% á ári að jafnaði. Að sama skapi hefur verðbólgan hér verið að meðaltali liðlega 6% á undanförnum áratug samanborið við 1,8% að meðaltali á Norðurlöndunum. Kaupmáttaraukning þar varð 18% samanborið við tæp 4% hér á landi. Árangur Íslendinga er því slakur sama hvernig á það er litið. Vera kann að spámennirnir muni hafa rétt fyrir sér þegar upp er staðið. Þeir spá því einfaldlega að samningsaðilar á vinnumarkaði leysi sín mál með sama hætti og áður. Þeir ganga út frá því að samið verði um háar prósentuhækkanir launa, sem eru langt umfram heildarhækkanir launa í öllum samkeppnisríkjum og langt umfram það sem samræmist markmiði um verðstöðugleika. Verði sú leið farin enn einu sinni verða samningarnir ekki gerðir á grundvelli þess hvað kemur þjóðfélaginu og heimilunum best til lengri tíma en það er lág verðbólga og lágir vextir. Við stöðugleika er miklu meiri von um að Íslendingar komist upp úr öldudalnum og fjárfestingar og atvinnusköpun komist á fulla ferð heldur en í verðbólgu og háum vöxtum eins og undanfarin ár. Almenn vantrú á farsæla lausn kjaraviðræðna ætti að vera aðilum vinnumarkaðar hvatning til ábyrgrar nálgunar í komandi viðræðum. Verði það ekki munum við gjalda fyrir með hærra vaxtastigi, hækkandi höfuðstól verðtryggðra lána heimila og fyrirtækja og áframhaldandi stöðnun, doða og framtaksleysi í atvinnulífinu. Á því þurfum við ekki að halda við núverandi aðstæður.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun