Innlent

„Þekking þeirra hreinlega bjargaði lífi mínu“

Samúel Karl Ólason skrifar
VIktor Aron er hér með unnustu sinni Arneyju Evu Gunnlaugsdóttur.
VIktor Aron er hér með unnustu sinni Arneyju Evu Gunnlaugsdóttur.
Viktor Aron Bragason sem var hætt kominn í Suðurbæjarlauginni í Hafnarfirði þann 6. október, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir 11 daga dvöl. Frá þessu er sagt á vefnum H220. Hann er á hægum batavegi en er enn í rannsóknum.

Viktor  fannst meðvitundarlaus í lauginni og tveir sundlaugargestir, Gunnar Áki Kjartansson og Grazvydas Lepikas blésu lífi aftur í Viktor. Hann segir í samtali við H220 að hann hafi fengið hjartarstopp meðan hann var á sundi. „Þetta eru miklar hetjur sem ég get seint þakkað að fullu en það er ekkert öðruvísi en svo, að þekking þeirra hreinlega bjargaði lífi mínu. Svo einfalt er það.“

Aðspurður segist Viktor ekkert muna eftir atvikinu, en það síðasta sem hann man er að fara ofan í laugina til að synda nokkrar ferðir. Hann rankaði næst við sér í sjúkrabílnum en var þó ekki með fulla meðvitund.


Tengdar fréttir

„Tilviljun að ég var í sundlauginni“

Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×