Yfir 80% vilja taka málið upp aftur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. apríl 2013 18:30 Langflestir landsmenn eru þeirrar skoðunnar að taka eigi Guðmundar- og Geirfinnsmál upp að nýju fyrir íslenskum dómstólum. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Sonur Sævars Ciecelskis segir niðurstöðuna bera vott um að sleggjudómar síðustu ára séu á undanhaldi. Könnunin var framkvæmd í lok síðustu viku og var spurt, Finnst þér að taka ætti upp Guðmundar- og Geirfinnsmálið á ný fyrir íslenskum dómstólum?, en í lok marsmánaðar skilaði starfshópur á vegum ríkisins af sér viðamikilli skýrslu þar sem eindregið er mælst til þess að yfirvöld taki málin upp að nýju. Stærstur hluti almennings virðist sammála nefndarmönnum ef marka má niðurstöður könnunarinnar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 81% já og 19% nei. Enginn munur var á afstöðu eftir búsetu fólks en yngra fólk var aðeins hlynntara endurupptöku. 84% átján til fjörtíu og níu ára svöruðu játandi en 78% fimmtíu ára og eldri. Ekki var heldur afgerandi munur eftir pólitískri afstöðu. Fólk í flestum flokkum var mjög hlynnt upptöku, en minnstur stuðningur var hjá sjálfstæðismönnum, 64% þeirra svöruðu játandi á meðan afstaða fólks sem kaus aðra flokka var frá 80% til 100%. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um endurupptöku málsins. Í samtali við fréttastofu segir hún talsverða vinnu vera framundan við að yfirfara gögn til þess að unnt sé að taka upplýsta ákörðun í málinu. Hafþór Sævarsson er sonur Sævars Ciecielskis, sem á sínum tíma var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að málinu. Sævar barðist lengi fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju en því var endanlega hafnað árið 1996. „Ég fagna því og ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem við höfum fundið fyrir. Ég held að sleggjudómar síðustu ára séu svolítið að fjara út og skýrsla starfshópsins er liður í því, myndin er að verða skýrari," segir hann. Sævar faðir Hafþórs er látinn og sama er að segja um annan sakborning í málinu, Tryggva Rúnar Leifsson. Samkvæmt núgildandi lögum verða þeirra mál ekki tekin upp að nýju, nema lagabreyting komi til. Hafþór vonast til að ráðist verði í slíka breytingu. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Langflestir landsmenn eru þeirrar skoðunnar að taka eigi Guðmundar- og Geirfinnsmál upp að nýju fyrir íslenskum dómstólum. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Sonur Sævars Ciecelskis segir niðurstöðuna bera vott um að sleggjudómar síðustu ára séu á undanhaldi. Könnunin var framkvæmd í lok síðustu viku og var spurt, Finnst þér að taka ætti upp Guðmundar- og Geirfinnsmálið á ný fyrir íslenskum dómstólum?, en í lok marsmánaðar skilaði starfshópur á vegum ríkisins af sér viðamikilli skýrslu þar sem eindregið er mælst til þess að yfirvöld taki málin upp að nýju. Stærstur hluti almennings virðist sammála nefndarmönnum ef marka má niðurstöður könnunarinnar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 81% já og 19% nei. Enginn munur var á afstöðu eftir búsetu fólks en yngra fólk var aðeins hlynntara endurupptöku. 84% átján til fjörtíu og níu ára svöruðu játandi en 78% fimmtíu ára og eldri. Ekki var heldur afgerandi munur eftir pólitískri afstöðu. Fólk í flestum flokkum var mjög hlynnt upptöku, en minnstur stuðningur var hjá sjálfstæðismönnum, 64% þeirra svöruðu játandi á meðan afstaða fólks sem kaus aðra flokka var frá 80% til 100%. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um endurupptöku málsins. Í samtali við fréttastofu segir hún talsverða vinnu vera framundan við að yfirfara gögn til þess að unnt sé að taka upplýsta ákörðun í málinu. Hafþór Sævarsson er sonur Sævars Ciecielskis, sem á sínum tíma var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að málinu. Sævar barðist lengi fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju en því var endanlega hafnað árið 1996. „Ég fagna því og ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem við höfum fundið fyrir. Ég held að sleggjudómar síðustu ára séu svolítið að fjara út og skýrsla starfshópsins er liður í því, myndin er að verða skýrari," segir hann. Sævar faðir Hafþórs er látinn og sama er að segja um annan sakborning í málinu, Tryggva Rúnar Leifsson. Samkvæmt núgildandi lögum verða þeirra mál ekki tekin upp að nýju, nema lagabreyting komi til. Hafþór vonast til að ráðist verði í slíka breytingu.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira