Körfubolti

NBA í nótt: Lakers og Utah unnu bæði | Carmelo með 41 stig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kobe Bryant og Pau Gasol.
Kobe Bryant og Pau Gasol. Mynd/AP
Baráttan um áttunda sæti Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni körfubolta harðnar enn en bæði LA Lakers og Utah Jazz unnu leiki sína í nótt.

Lakers heldur áttunda sætinu, því síðasta sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni, en Utah er skammt undan.

Lakers vann góðan sigur á Memphis á heimavelli, 86-84, þar sem að Kobe Bryant var með 24 stig og níu stoðsendingar. Pau Gasol var með nítján stig.

Mike Conley skoraði 21 stig fyrir Memphis sem hefur verið á góðu skriði að undanförnu.

Utah hafði betur gegn New Orleans, 95-93. Gordon Hayward var með 23 stig fyrir Utah og Derrick Favors tíu stig auk þess að taka tíu fráköst.

Þá vann New York sinn ellefta leik í röð í nótt en þá hafði liðið betur gegn Milwaukee, 101-83. Carmelo Anthony skoraði 41 stig í leiknum og jafnaði félagsmet með því að skora minnst 40 stig í þremur leikjum í röð. Hann hefur skorað alls 131 stig í þessum þremur leikjum.

Þetta er þriðja lengsta sigurganga New York í sögu félagsins en JR Smith var einnig öflugur í nótt og skoraði 30 stig.

New York er í öðru sæti Austurdeildarinnar en Miami er með þægilega forystu á toppnum.

Besta og versta lið deildarinnar áttust við í nótt þegar að Miami vann Charlotte, 89-79. LeBron James, Dwyane Wade og Ray Allen spiluðu ekki með Miami vegna meiðsla.

Úrslit næturinnar:

Boston - Cleveland 91-97

New York - Milwaukee 101-83

Atlanta - Philadelphia 90-101

Charlotte - Miami 79-89

Indiana - Oklahoma City 75-97

Chicago - Orlando 87-86

Minnesota - Toronto 93-95

Utah - New Orleans 95-83

Phoenix - Golden State 107-111

Sacramento - Dallas 108-117

Portland - Houston 98-116

LA Lakers - Memphis 86-84

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×