Verjandi Hannesar segir sannanir skorta Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. nóvember 2013 19:23 Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir að skortur sé á sönnunum í ákæru sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi sínum. Hann sakar embættið um að leka gögnum til fjölmiðla. Hannes Smárason er ákærður fyrir að hafa í apríl árið 2005 dregið sér tæplega þrjá milljarða króna af reikningi FL Group og ráðstafað þeim til Fons eignarhaldsfélags. Fjárhæðin var millifærð án vitunar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Verði Hannes fundinn sekur um fjárdrátt gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Í ákærunni kemur fram að Hannes hafi millfært upphæðina tilbaka ásamt vöxtum tveimur mánuðum eftir að hafa fært fjármunina af reikningi FL Group. Hannes mun þó ekki hafa millifært fjármunina tilbaka fyrr en eftir þrýsting frá stjórnendum fyrirtækisins. Millifærslan hafði fram að því ekki verið færð í bókhald FL Group. Kaupþing banki í Lúxemborg veitti Fons lán til að greiða fjárhæðina tilbaka. Gísli Guðni Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Hannesar, segir kæruna gegn skjólstæðingi sínum vera rýr og skortur sé á sönnunum. „Ef maður les ákæruna sjálfa þá hefur hún að geyma mjög takmarkaða ákærulýsingu. Það er sagt ítrekað Hannes hafi látið gera hitt og þetta. Það er engin útskýring á því hvernig hann á að hafa gert þetta. Hann hefur ítrekað komið í skýrslutöku og svarað öllum spurningum. Afstaða hans er óbreytt - hann telur sig vera alsaklausan af því sem fjallað er um í þessari ákæru,“ segir Gísli.Leka gögnum til fjölmiðla Verjandi Hannesar gefur ekki mikið fyrir vinnubrögð sérstaks saksóknara í málinu og segir að embættið hafi ítrekað lekið gögnum til fjölmiðla. „Það er greinilegt að embættið hefur látið leka gögnum í fjölmiðla, gögnum sem fengin voru í húsleitum o.s.frv. Það er náttúrulega grafalvarlegt,“ segir Gísli og bætir við. „Sérstakur saksóknari hefur farið í nokkur drottningaviðtöl og núna nýlega lýsti hann því yfir að það væri búið að ákæra stjórnendur allra helstu banka landsins og að þeir væru að ná ágætis dekkun. Ákærandi sem svona talar, hann ber ekki virðingu fyrir því hlutverki sem honum hefur verið trúað fyrir.“ Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Sjá meira
Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir að skortur sé á sönnunum í ákæru sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi sínum. Hann sakar embættið um að leka gögnum til fjölmiðla. Hannes Smárason er ákærður fyrir að hafa í apríl árið 2005 dregið sér tæplega þrjá milljarða króna af reikningi FL Group og ráðstafað þeim til Fons eignarhaldsfélags. Fjárhæðin var millifærð án vitunar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Verði Hannes fundinn sekur um fjárdrátt gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Í ákærunni kemur fram að Hannes hafi millfært upphæðina tilbaka ásamt vöxtum tveimur mánuðum eftir að hafa fært fjármunina af reikningi FL Group. Hannes mun þó ekki hafa millifært fjármunina tilbaka fyrr en eftir þrýsting frá stjórnendum fyrirtækisins. Millifærslan hafði fram að því ekki verið færð í bókhald FL Group. Kaupþing banki í Lúxemborg veitti Fons lán til að greiða fjárhæðina tilbaka. Gísli Guðni Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Hannesar, segir kæruna gegn skjólstæðingi sínum vera rýr og skortur sé á sönnunum. „Ef maður les ákæruna sjálfa þá hefur hún að geyma mjög takmarkaða ákærulýsingu. Það er sagt ítrekað Hannes hafi látið gera hitt og þetta. Það er engin útskýring á því hvernig hann á að hafa gert þetta. Hann hefur ítrekað komið í skýrslutöku og svarað öllum spurningum. Afstaða hans er óbreytt - hann telur sig vera alsaklausan af því sem fjallað er um í þessari ákæru,“ segir Gísli.Leka gögnum til fjölmiðla Verjandi Hannesar gefur ekki mikið fyrir vinnubrögð sérstaks saksóknara í málinu og segir að embættið hafi ítrekað lekið gögnum til fjölmiðla. „Það er greinilegt að embættið hefur látið leka gögnum í fjölmiðla, gögnum sem fengin voru í húsleitum o.s.frv. Það er náttúrulega grafalvarlegt,“ segir Gísli og bætir við. „Sérstakur saksóknari hefur farið í nokkur drottningaviðtöl og núna nýlega lýsti hann því yfir að það væri búið að ákæra stjórnendur allra helstu banka landsins og að þeir væru að ná ágætis dekkun. Ákærandi sem svona talar, hann ber ekki virðingu fyrir því hlutverki sem honum hefur verið trúað fyrir.“
Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Sjá meira