Webber náði ráspólnum á undan Vettel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2013 14:21 Mark Webber. Mynd/NordicPhotos/Getty Red Bull heldur áfram yfirburðum sínum í formúlunni. Mark Webber verður á ráspól í Abú Dabí kappakstrinum á morgun en hann sló við liðsfélaga sínum Sebastian Vettel í tímatökunni í dag. Sebastian Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn fjórða árið í röð um síðustu helgi en þarf að sætta sig að ræsa annar á morgun. Vettel var mjög hraðskreiður alla helgina en tókst ekki að tryggja sig á ráspól í áttunda sinn á tímabilinu. Þetta er í annað skiptið sem Mark Webber er á ráspól á tímabilinu en hann ræsti einnig í Japanskappakstrinum á dögunum. Þá varð að hann að sætta sig við annað sætið á eftir Vettel í sjálfum kappakstrinum. Það er síðan önnur saga hvort að það boði eitthvað gott fyrir Webber að byrja á ráspól í Abú Dabí því aðeins einn af síðustu fjórum á ráspól hefur tekist að vinna. Það var Sebastian Vettel árið 2010. Hinir þrír hafa allir þurft að hætta keppni.Ráspóllinn í Abú Dabí á morgun: 1. Mark Webber 2. Sebastian Vettel 3. Nico Rosberg 4. Lewis Hamilton 5. Kimi Raikkonen 6. Nico Hulkenberg 7. Romain Grosjean 8. Felipe Massa 9. Sergio Perez 10. Daniel Ricciardo Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Red Bull heldur áfram yfirburðum sínum í formúlunni. Mark Webber verður á ráspól í Abú Dabí kappakstrinum á morgun en hann sló við liðsfélaga sínum Sebastian Vettel í tímatökunni í dag. Sebastian Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn fjórða árið í röð um síðustu helgi en þarf að sætta sig að ræsa annar á morgun. Vettel var mjög hraðskreiður alla helgina en tókst ekki að tryggja sig á ráspól í áttunda sinn á tímabilinu. Þetta er í annað skiptið sem Mark Webber er á ráspól á tímabilinu en hann ræsti einnig í Japanskappakstrinum á dögunum. Þá varð að hann að sætta sig við annað sætið á eftir Vettel í sjálfum kappakstrinum. Það er síðan önnur saga hvort að það boði eitthvað gott fyrir Webber að byrja á ráspól í Abú Dabí því aðeins einn af síðustu fjórum á ráspól hefur tekist að vinna. Það var Sebastian Vettel árið 2010. Hinir þrír hafa allir þurft að hætta keppni.Ráspóllinn í Abú Dabí á morgun: 1. Mark Webber 2. Sebastian Vettel 3. Nico Rosberg 4. Lewis Hamilton 5. Kimi Raikkonen 6. Nico Hulkenberg 7. Romain Grosjean 8. Felipe Massa 9. Sergio Perez 10. Daniel Ricciardo
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira