Golf

Bauð upp á kjúkling

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Nordicphotos/AFP
Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. Sigurvegari síðasta árs fær að velja hvað er á matseðlinum og hafa í gegnum tíðina margir sérstakir réttir frá heimalandi ríkjandi meistara verið á boðstólum.

Bubba Watson er ríkjandi meistari og hann sá um að velja hvað yrði í matinn að þessu sinni. Watson hafði verið þögull sem gröfin yfir því hvað væri á matseðlinum en hann valdi svo að lokum sinn uppáhaldsrétt. Hann fær engin verðlaun fyrir frumleika því hann bauð upp á grillaðan kjúkling, kartöflumús, kornstöng og makkarónur með osti.

Nick Faldo var ekki lengi að hnýta í Watson eftir kvöldverðinn á Twitter og skrifaði: „Þú hafðir heilt ár til að velja grillaðan kjúkling, kartöflumús og makkarónur með osti.“

Flestir sjá þó spaugilegu hliðina á málinu enda er Watson mjög uppátækjasamur og stutt í spaugið.

Vertu með Sportinu á Vísi á Facebook.


Tengdar fréttir

Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn?

Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins.

14 ára undrabarn leikur á Masters

Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×