Uppskerubrestur og hærri rafmagnsreikningur Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 22. júlí 2013 23:45 Friðrik á fullu við uppskeruna sem er sein á ferðinni í ár. Annar garðyrkjubóndi hefur áhyggjur af því að mikil vinna verði eftir enn þegar skólakrakkarnir hverfa að skruddum sínum. Mynd/Sölufélag garðyrkjumanna Á Suðurlandi er sums staðar ekki hægt að komast yfir akra, garða og tún vegna vætu. Gulrótabóndi uppsker nú minna en þriðjung síðastliðinna ára. Rafmagnsreikningurinn er jafnvel 20 prósentum hærri nú en í fyrra vegna dumbungs. Langvarandi dumbungur og vætutíð hefur leikið garðyrkjubændur á Suðurlandi grátt. Útiuppskera er sums staðar hálfum mánuði eða þremur vikum seinna á ferðinni en undanfarin ár. Útiræktandi á Flúðum uppsker nú innan við þriðjung af því sem hann gerði í fyrra. Í inniræktun sjá menn svo fram á háan rafmagnsreikning þar sem oft þarf að lýsa gróðurhúsin upp í dumbungstíðinni. Garðarnir hjá S.R. grænmeti hafa orðið sérlega illa úti. „Það er gífurlega erfitt að komast um garða,“ segir Ragnheiður Þórarinsdóttir hjá S.R. grænmeti sem ræktar gulrætur, rófur og kál „Það er ekki fyrir nema framhjóladrifna traktora að komast þetta og sums staðar er hreinlega ekki hægt að komast um þannig að þótt maður eigi uppskeru í garði þá er ekki hægt að sækja hana. Svo þjáist þetta af áburðarskorti. Hann hefur skolast af í vætunni þannig að þetta er minna um sig, enda hefur líka verið svo kalt að þetta nær ekkert að vaxa. Það sem ég er að uppskera núna er ekki einu sinni einn þriðji af því sem það var í fyrra,“ segir Ragnheiður. Á Jörfa á Flúðum er engin jörfagleði en þar er mikil kálræktun. „Uppskerutíminn er stuttur og við myndum vilja að landinn væri nú þegar farinn að japla á íslensku káli en vegna tíðarfarsins hefur hann þurft að gera sér spænskt, hollenskt eða ísraelskt að góðu enn sem komið er,“ segir Friðrik R. Friðriksson hjá Jörfa. Þeir sem rækta ekki undir berum himni eru ekki hólpnir því rafmagnsreikningurinn verður óþægilega hár í ár vegna mikillar lýsingar. Jóhann Ísleifsson hjá Ræktunarstöðinni í Hveragerði segir að munurinn gæti orðið á bilinu 15 til 20 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þar á ofan eru kornbændur nú með krosslagða fingur en víðast hvar á Suðurlandi er kornið enn ekki farið að skríða. „Það er þumalputtareglan í þessum geira að það verði að fara að skríða 20. júlí en ég gef þessu eina viku í viðbót,“ segir Óttar Bragi Þráinsson, bóndi á Miklaholti í Biskupstungum, en hann þreskti um 400 tonn í fyrra. Ef kornið kemst ekki á skrið freistast margir bændur til að slá það og nota í fóður en einnig er hægt að bíða fram á haust og athuga hvort úr rætist. „Ég man ekki eftir annarri eins vætutíð,“ segir Óttar Bragi. „Ég varð að kalla á gröfu til að draga traktorinn lausan af hveitiakrinum, þetta hefur ekki komið fyrir svona á miðsumri.“ Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Á Suðurlandi er sums staðar ekki hægt að komast yfir akra, garða og tún vegna vætu. Gulrótabóndi uppsker nú minna en þriðjung síðastliðinna ára. Rafmagnsreikningurinn er jafnvel 20 prósentum hærri nú en í fyrra vegna dumbungs. Langvarandi dumbungur og vætutíð hefur leikið garðyrkjubændur á Suðurlandi grátt. Útiuppskera er sums staðar hálfum mánuði eða þremur vikum seinna á ferðinni en undanfarin ár. Útiræktandi á Flúðum uppsker nú innan við þriðjung af því sem hann gerði í fyrra. Í inniræktun sjá menn svo fram á háan rafmagnsreikning þar sem oft þarf að lýsa gróðurhúsin upp í dumbungstíðinni. Garðarnir hjá S.R. grænmeti hafa orðið sérlega illa úti. „Það er gífurlega erfitt að komast um garða,“ segir Ragnheiður Þórarinsdóttir hjá S.R. grænmeti sem ræktar gulrætur, rófur og kál „Það er ekki fyrir nema framhjóladrifna traktora að komast þetta og sums staðar er hreinlega ekki hægt að komast um þannig að þótt maður eigi uppskeru í garði þá er ekki hægt að sækja hana. Svo þjáist þetta af áburðarskorti. Hann hefur skolast af í vætunni þannig að þetta er minna um sig, enda hefur líka verið svo kalt að þetta nær ekkert að vaxa. Það sem ég er að uppskera núna er ekki einu sinni einn þriðji af því sem það var í fyrra,“ segir Ragnheiður. Á Jörfa á Flúðum er engin jörfagleði en þar er mikil kálræktun. „Uppskerutíminn er stuttur og við myndum vilja að landinn væri nú þegar farinn að japla á íslensku káli en vegna tíðarfarsins hefur hann þurft að gera sér spænskt, hollenskt eða ísraelskt að góðu enn sem komið er,“ segir Friðrik R. Friðriksson hjá Jörfa. Þeir sem rækta ekki undir berum himni eru ekki hólpnir því rafmagnsreikningurinn verður óþægilega hár í ár vegna mikillar lýsingar. Jóhann Ísleifsson hjá Ræktunarstöðinni í Hveragerði segir að munurinn gæti orðið á bilinu 15 til 20 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þar á ofan eru kornbændur nú með krosslagða fingur en víðast hvar á Suðurlandi er kornið enn ekki farið að skríða. „Það er þumalputtareglan í þessum geira að það verði að fara að skríða 20. júlí en ég gef þessu eina viku í viðbót,“ segir Óttar Bragi Þráinsson, bóndi á Miklaholti í Biskupstungum, en hann þreskti um 400 tonn í fyrra. Ef kornið kemst ekki á skrið freistast margir bændur til að slá það og nota í fóður en einnig er hægt að bíða fram á haust og athuga hvort úr rætist. „Ég man ekki eftir annarri eins vætutíð,“ segir Óttar Bragi. „Ég varð að kalla á gröfu til að draga traktorinn lausan af hveitiakrinum, þetta hefur ekki komið fyrir svona á miðsumri.“
Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira