Sport

Obama hefur áhyggjur af heilsufari leikmanna í amerískum fótbolta

Obama kastar hér bolta á Soldier Field, heimavelli Chicago Bears.
Obama kastar hér bolta á Soldier Field, heimavelli Chicago Bears.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er mikill aðdáandi amerísks fótbolta og styður lið Chicago Bears. Hann hefur þó áhyggjur af því hversu illa menn geta slasað sig í íþróttinni.

Obama á tvær dætur og segir að ef hann ætti son myndi hann hugsa sig vel um áður en hann myndi leyfa honum að stunda íþróttina.

"Við sem elskum íþróttina þurfum að glíma við þá staðreynd að hún þarf að breytast til þess að minnka ofbeldið. Auðvitað gerir það íþróttina ekki eins spennandi á tímum en það gerir hana hættuminni fyrir leikmenn," sagði forsetinn.

Hann hefur meiri áhyggjur af leikmönnum í háskólaboltanum en í NFL.

"Það eru leikmannasamtök í NFL og þar keppa fullvaxta karlmenn. Þeir geta tekið sínar eigin ákvarðanir og eru vel tryggðir fyrir slysum. Því er ekki að skipta í háskólaboltanum. Ég vil sjá breytingu þar á."

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×