Fjórir Íslendingar byrjuðu viðureign Start og Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Liðin skildu jöfn 1-1. Matthías Vilhjálmsson skoraði mark Start.
Matthías kom Start yfir á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Start hafði fyrir leikinn í dag unnið fjóra leiki í röð í deildinni en Steffen Ernemann kom í veg fyrir þann fimmta þegar hann jafnaði metinn á 60. mínútu.
Guðmundur Kristjánsson og Matthías léku allan leikinn fyrir Start sem hefur nú leikið sex leiki án taps og er komið í níunda sæti deildarinnar með 32 stig.
Þórarinn Ingi Valdimarsson lék allan leikinn og Guðmundur Þórarinsson lék fyrstu 86 mínúturnar fyrir Sarpsborg 08 sem er enn á botninum, nú með 24 stig. Liðið er einu stigi frá umspilssætinu sem Tromsö situr í.
Matthías heldur áfram að skora fyrir Start
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




