Menning

Fimmta Die Hard-myndin rökkuð niður

Í myndinni ferðast McClane til Rússlands, þar sem bíða hans óþokkar og ribbaldar í tugatali.
Í myndinni ferðast McClane til Rússlands, þar sem bíða hans óþokkar og ribbaldar í tugatali.
Gagnrýnendur keppast nú við að rakka niður kvikmyndina A Good Day to Die Hard, en hún er fimmta myndin í hinni langlífu Die Hard-seríu, þar sem Bruce Willis leikur ofurlögguna John McClane.

Myndin er sem stendur aðeins með 12% á vefsíðunni Rotten Tomatoes, en þar er kvikmyndagagnrýni safnað saman víða af vefnum og úr dagblöðum. Telja 99 gagnrýnendur myndina „rotna" á meðan aðeins fjórtán segja hana „ferska". Er söguþráðurinn sagður einfeldningslegur og persóna Bruce Willis sögð hafa tekið breytingum til hins verra.

Notendur kvikmyndagagnagrunnsins Imdb.com eru hins vegar gagnrýnendunum ósammála, og gefa myndinni 6.9 í einkunn, sem telst fín einkunn. Þá segir Bruce Willis sjálfur myndina, sem frumsýnd er um helgina, vera þá bestu í seríunni.

Líklega verður það þó umsögn Björns Bjarnasonar fyrrverandi dómsmálaráðherra, um myndina sem mest mark verður takandi á, en ást hans á myndaflokknum er fyrir löngu orðin landsfræg.

Björn Bjarnason er mikill aðdáandi seríunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×