Innlent

Yfirvöld kokgleyptu skýringar FBI

Heimir Már Pétursson skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var málshefjandi í umræðunni um FBI á þingi í dag.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var málshefjandi í umræðunni um FBI á þingi í dag. Mynd/ Anton.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar báru Ögmund Jónasson innanríkisráðherra þungum sökum í umræðum um komu fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar hingað til lands árið 2011. Þingmennirnir sögðu ráðherra hafa ógnað sjálfstæði embætta ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra með inngripum sínum.

Þingmenn Hreyfingarinnar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vörðu hins vegar ráðherrann og sögðu hann hafa gert skyldu sína, þegar FBI hafi sent fulltrúa sína til Íslands undir fölsku yfirskyni.

Skoða má umræðuna á Alþingi hér, en hún tók hálfa klukkustund




Fleiri fréttir

Sjá meira


×