Norðmenn biðja um frest vegna Drekans Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2013 16:04 Tord Lien olíu- og orkumálaráðherra fyrir framan Stórþingið í Osló. Mynd/Reynir Jóhannesson. Norska ríkisstjórnin hefur óskað eftir framlengingu á fresti til að svara íslenskum stjórnvöldum um hvort hún hyggst nýta sér rétt sinn til að ganga inn í þriðja sérleyfið á Drekasvæðinu. Engin skýring fylgdi þessari ósk en titrings gætir í Noregi vegna málsins. Orkustofnun tilkynnti þann 16. október síðastliðinn að hún hefði sent ríkisstjórn Noregs drög að leyfi kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC og Eykon Energy og óskaði eftir formlegri afstöðu norska ríkisins til þátttöku í leyfinu. Norska ríkinu stendur til boða 25% þátttaka í leyfinu, samkvæmt Jan Mayen-samkomulagi þjóðanna frá árinu 1981, og hafa Norðmenn 30 daga til þess að svara erindinu.Sérleyfin á Drekasvæðinu. Verður Petoro einnig 25% aðili á þriðja leyfinu?Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun var erindið móttekið í olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs þann 21. október. Fresturinn hefði því runnið út í dag. Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur nú óskað eftir viðbótarfresti fram á föstudag og hefur Orkustofnun orðið við þeirri beiðni, að sögn Þórarins Sveins Arnarsonar, verkefnisstjóra olíuleitar. Hann sagði að engin skýring hefði fylgt ósk Norðmanna. Fram hefur komið í fréttum að titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna væntanlegrar ákvörðunar. Tveir smáflokkar, sem verja nýju minnihlutastjórn Ernu Solbergs falli, eru andvígir því að ný svæði verði opnuð til olíuleitar. Tord Lien, olíu- og orkumálaráðherra, hefur hins vegar sagt að ákvæði samstarfssáttmála flokkanna um að leyfa ekki olíuleit við Jan Mayen, gildi ekki um íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins.Fyrstu tvö sérleyfin afhent í Ráðherrabústaðnum þann 4. janúar sl. að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs.Ríkisstjórn Jens Stoltenbergs ákvað í lok síðasta árs að norska ríkisolíufélagið Petoro yrði 25% aðili að tveimur fyrstu sérleyfum Íslendinga og var það innsiglað við athöfn í Ráðherrabústaðnum að viðstöddum þáverandi olíumálaráðherra, Ola Borten Moe. Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Norska ríkisstjórnin hefur óskað eftir framlengingu á fresti til að svara íslenskum stjórnvöldum um hvort hún hyggst nýta sér rétt sinn til að ganga inn í þriðja sérleyfið á Drekasvæðinu. Engin skýring fylgdi þessari ósk en titrings gætir í Noregi vegna málsins. Orkustofnun tilkynnti þann 16. október síðastliðinn að hún hefði sent ríkisstjórn Noregs drög að leyfi kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC og Eykon Energy og óskaði eftir formlegri afstöðu norska ríkisins til þátttöku í leyfinu. Norska ríkinu stendur til boða 25% þátttaka í leyfinu, samkvæmt Jan Mayen-samkomulagi þjóðanna frá árinu 1981, og hafa Norðmenn 30 daga til þess að svara erindinu.Sérleyfin á Drekasvæðinu. Verður Petoro einnig 25% aðili á þriðja leyfinu?Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun var erindið móttekið í olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs þann 21. október. Fresturinn hefði því runnið út í dag. Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur nú óskað eftir viðbótarfresti fram á föstudag og hefur Orkustofnun orðið við þeirri beiðni, að sögn Þórarins Sveins Arnarsonar, verkefnisstjóra olíuleitar. Hann sagði að engin skýring hefði fylgt ósk Norðmanna. Fram hefur komið í fréttum að titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna væntanlegrar ákvörðunar. Tveir smáflokkar, sem verja nýju minnihlutastjórn Ernu Solbergs falli, eru andvígir því að ný svæði verði opnuð til olíuleitar. Tord Lien, olíu- og orkumálaráðherra, hefur hins vegar sagt að ákvæði samstarfssáttmála flokkanna um að leyfa ekki olíuleit við Jan Mayen, gildi ekki um íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins.Fyrstu tvö sérleyfin afhent í Ráðherrabústaðnum þann 4. janúar sl. að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs.Ríkisstjórn Jens Stoltenbergs ákvað í lok síðasta árs að norska ríkisolíufélagið Petoro yrði 25% aðili að tveimur fyrstu sérleyfum Íslendinga og var það innsiglað við athöfn í Ráðherrabústaðnum að viðstöddum þáverandi olíumálaráðherra, Ola Borten Moe.
Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10
Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30
Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45
Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09