Lífeyrissjóðir fái að kaupa í Landsvirkjun og Landsbankanum Haraldur Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2013 10:16 Viðskiptaráð Íslands leggur til að ríkið selji lífeyrissjóðunum minnihlutaeign í Landsvirkjun. Fréttablaðið/Vilhelm „Sala á ríkiseignum myndi fjölga fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna og ég held að það séu forsendur fyrir því að þeir komi meðal annars að Landsvirkjun með einhverjum hætti,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Ráðið vakti nýverið athygli á neikvæðum áhrifum gjaldeyrishaftanna á starfsumhverfi og verkefni íslensku lífeyrissjóðanna. „Gjaldeyrishöftin valda því að fjárfestingarkostir sjóðanna eru takmarkaðir því þeir geta ekki fjárfest í erlendum eignum. Því hafa fjárfestingar þeirra einkennst af stigvaxandi einsleitni sem sést hvað best í auknu umfangi sjóðanna sem eigendur íslenskra fyrirtækja,“ segir Frosti. Hann segir Viðskiptaráð hafa bent á ýmsar leiðir til úrbóta. Á meðal þeirra eru tillögur um sölu á ríkiseignum og aukna aðkomu sjóðanna að einkaframkvæmdum eins og lagningu Suðurlandsvegar. „Landsvirkjun hefur auðvitað áður verið nefnd í þessu samhengi. En ef ríkið tæki þá ákvörðun að breikka eigendagrunn Landsvirkjunar þá myndi það fjölga fjárfestingarkostum og styrkja eiginfjárgrunn fyrirtækisins. Við nefnum einnig Landsbankann en þar erum við ekki að tala um að bankinn verði seldur sjóðunum í heilu lagi heldur skráður í Kauphöll Íslands og þannig geti sjóðirnir jafnt sem aðrir fjárfestar komið að eignarhaldi bankans,“ segir Frosti Ólafsson. Frosti Sigurjónsson, þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, tekur undir orð nafna síns um hversu mikilvægt það sé að lífeyrissjóðirnir fái aukin tækifæri til að dreifa fjárfestingum sínum. „Auðvitað þarf að skoða allar hugmyndir en mér finnst að sjóðirnir eigi líka að fjárfesta í nýsköpun og tækniþróun, enda eru greinarnar að skapa ný atvinnutækifæri og aukinn hagvöxt. Ég er ekki viss um að það skapi mikinn hagvöxt ef lífeyrissjóðirnir fara að versla með eignir fyrirtækja eins og Landsbankans sem eru í rekstri. Lífeyrissjóðirnir þurfa að setja niður kartöflur, því ef þeir gera það ekki verður engin uppskera eftir tuttugu ár,“ segir Frosti Sigurjónsson. Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
„Sala á ríkiseignum myndi fjölga fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna og ég held að það séu forsendur fyrir því að þeir komi meðal annars að Landsvirkjun með einhverjum hætti,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Ráðið vakti nýverið athygli á neikvæðum áhrifum gjaldeyrishaftanna á starfsumhverfi og verkefni íslensku lífeyrissjóðanna. „Gjaldeyrishöftin valda því að fjárfestingarkostir sjóðanna eru takmarkaðir því þeir geta ekki fjárfest í erlendum eignum. Því hafa fjárfestingar þeirra einkennst af stigvaxandi einsleitni sem sést hvað best í auknu umfangi sjóðanna sem eigendur íslenskra fyrirtækja,“ segir Frosti. Hann segir Viðskiptaráð hafa bent á ýmsar leiðir til úrbóta. Á meðal þeirra eru tillögur um sölu á ríkiseignum og aukna aðkomu sjóðanna að einkaframkvæmdum eins og lagningu Suðurlandsvegar. „Landsvirkjun hefur auðvitað áður verið nefnd í þessu samhengi. En ef ríkið tæki þá ákvörðun að breikka eigendagrunn Landsvirkjunar þá myndi það fjölga fjárfestingarkostum og styrkja eiginfjárgrunn fyrirtækisins. Við nefnum einnig Landsbankann en þar erum við ekki að tala um að bankinn verði seldur sjóðunum í heilu lagi heldur skráður í Kauphöll Íslands og þannig geti sjóðirnir jafnt sem aðrir fjárfestar komið að eignarhaldi bankans,“ segir Frosti Ólafsson. Frosti Sigurjónsson, þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, tekur undir orð nafna síns um hversu mikilvægt það sé að lífeyrissjóðirnir fái aukin tækifæri til að dreifa fjárfestingum sínum. „Auðvitað þarf að skoða allar hugmyndir en mér finnst að sjóðirnir eigi líka að fjárfesta í nýsköpun og tækniþróun, enda eru greinarnar að skapa ný atvinnutækifæri og aukinn hagvöxt. Ég er ekki viss um að það skapi mikinn hagvöxt ef lífeyrissjóðirnir fara að versla með eignir fyrirtækja eins og Landsbankans sem eru í rekstri. Lífeyrissjóðirnir þurfa að setja niður kartöflur, því ef þeir gera það ekki verður engin uppskera eftir tuttugu ár,“ segir Frosti Sigurjónsson.
Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira