Viðskipti innlent

Stjórnin tekin til skipta

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Stjórnin árið 1990.
Stjórnin árið 1990. Vísir/GVA
Félagið Stjórnin ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta en einkahlutafélagið var í eigu Grétars Örvarssonar tónlistarmanns. 

Viðskiptablaðið greinir frá þessu í dag og segja jafnframt að félagið hafi ekki skilað ársreikningum síðan árið 2007.

Hljómsveitin Stjórnin hefur gefið út sjö plötur og geisladiska á ferlinum. Margir þekkja lög á borð við Eitt lag enn, Við eigum samleið, Allt í einu, Nei eða já og Ég lifi í voninni.

Fyrsta platan, sem ber heitið Eitt lag enn, kom út um vorið 1990. Stjórnin hefur auk þess tvisvar farið fyrir hönd Íslands í Eurovision, árin 1990 og 1992. 

Stjórnin kemur til með að halda 25-ára afmælistónleika í Háskólabíói í október þar sem margir fyrrverandi Stjórnarmeðlimir koma fram. Það verður í fyrsta sinn sem gamla Stjórnin kemur saman síðan árið 1991, en fjölmargir landsþekktir hljóðfæraleikarar hafa spilað með Stjórninni í gegnum tíðina ásamt þeim Siggu Beinteins og Grétari Örvarssyni. 



Í myndbandi sem fylgir má sjá Stjórnina flytja Eitt lag enn í Eurovision-keppninni árið 1990.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×