Þrjár framsóknarkonur orðaðar við nýjan ráðherrastól Karen Kjartansdóttir skrifar 1. september 2013 19:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að til standi að skipa nýjan ráðherra sem meðal annars muni fara með auðlindamál fljótlega. Þrjár konur eru orðaðar við embættið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði komu nýs ráðherra Framsóknarflokksins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Frá því ný ríkisstjórn tók við hafa níu ráðherrar verið í embætti en af þeim hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft fimm og Framsóknarflokkurinn fjóra. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki hægt að slá því föstu hvenær ráðherrann mun taka við en líklegt þykir að það verði í lok þessa árs. Þá hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um hver muni gegna því embætti en í ljósi þess að kynjahlutföll í ráðherrahópi Framsóknarflokksins eru ójöfn, og flokkurinn hefur sætt gagnrýni vegna þess, þykir líklegt að kona muni gegna því. Áhrifafólk í flokknum sem fréttastofa ræddi við í dag orðuðu þrjár konur við embættið: Vigdísi Hauksdóttur, Sigrúnu Magnúsdóttur og Silju Dögg Gunnarsdóttur. Samkvæmt venju ætti Vigdís að koma fyrst til greina en sú staðreynd að henni var ekki fengið embætti við myndan núverandi ríkisstjórnar þykir sýna að hún nýtur ekki fulls trausts. Þá þykir framganga hennar og yfirlýsingar að undanförnu þótt mjög óheppilegar fyrir flokkinn þykir hafa dregið verulega úr líkum á því að hún verði skipuð í embættið. Sigrún Magnúsdóttir er formaður þingflokksins og mikil reynslubolti úr borgarpólitík en hún var borgarfulltrúi 1986-2002. Sigrún verður hins vegar sjötug á næsta ári og þykir óvíst að hún muni þiggja embættið verði henni boðið það. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi, þykir koma nokkuð sterklega til greina en hún hefur reynslu af störfum innan flokksins og með góða reynslu úr atvinnulífinu. Atvinnuuppbygging á Suðurnesjum hefur henni meðal annars verið mjög hugleikin og hefur hún hvatt til álversuppbyggingar á Suðurnesjum í greinum. Þegar ný ríkisstjórn tók við var gagnrýnt að sérstakt umhverfisráðuneyti væri ekki lengur starfandi. Hvort nýr umhverfisráðherra nái að sætta þau sjónarmið skal ósagt látið.Athugasemd: Í niðurlagi þessarar fréttar mætti skilja það sem svo að umhverfisráðuneytið sé ekki lengur starfandi. Til að taka af öll tvímæli skal tekið skal fram að það er ekki rétt, Sigurður Ingi Jóhannsson gegnir nú embætti umhverfis- og auðlindaráðherra jafnframt því að gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í fréttinni var verið að vísa til gagnrýni sem uppi var höfð uppi þegar síðasta ríkisstjórn tók við. Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að til standi að skipa nýjan ráðherra sem meðal annars muni fara með auðlindamál fljótlega. Þrjár konur eru orðaðar við embættið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði komu nýs ráðherra Framsóknarflokksins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Frá því ný ríkisstjórn tók við hafa níu ráðherrar verið í embætti en af þeim hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft fimm og Framsóknarflokkurinn fjóra. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki hægt að slá því föstu hvenær ráðherrann mun taka við en líklegt þykir að það verði í lok þessa árs. Þá hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um hver muni gegna því embætti en í ljósi þess að kynjahlutföll í ráðherrahópi Framsóknarflokksins eru ójöfn, og flokkurinn hefur sætt gagnrýni vegna þess, þykir líklegt að kona muni gegna því. Áhrifafólk í flokknum sem fréttastofa ræddi við í dag orðuðu þrjár konur við embættið: Vigdísi Hauksdóttur, Sigrúnu Magnúsdóttur og Silju Dögg Gunnarsdóttur. Samkvæmt venju ætti Vigdís að koma fyrst til greina en sú staðreynd að henni var ekki fengið embætti við myndan núverandi ríkisstjórnar þykir sýna að hún nýtur ekki fulls trausts. Þá þykir framganga hennar og yfirlýsingar að undanförnu þótt mjög óheppilegar fyrir flokkinn þykir hafa dregið verulega úr líkum á því að hún verði skipuð í embættið. Sigrún Magnúsdóttir er formaður þingflokksins og mikil reynslubolti úr borgarpólitík en hún var borgarfulltrúi 1986-2002. Sigrún verður hins vegar sjötug á næsta ári og þykir óvíst að hún muni þiggja embættið verði henni boðið það. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi, þykir koma nokkuð sterklega til greina en hún hefur reynslu af störfum innan flokksins og með góða reynslu úr atvinnulífinu. Atvinnuuppbygging á Suðurnesjum hefur henni meðal annars verið mjög hugleikin og hefur hún hvatt til álversuppbyggingar á Suðurnesjum í greinum. Þegar ný ríkisstjórn tók við var gagnrýnt að sérstakt umhverfisráðuneyti væri ekki lengur starfandi. Hvort nýr umhverfisráðherra nái að sætta þau sjónarmið skal ósagt látið.Athugasemd: Í niðurlagi þessarar fréttar mætti skilja það sem svo að umhverfisráðuneytið sé ekki lengur starfandi. Til að taka af öll tvímæli skal tekið skal fram að það er ekki rétt, Sigurður Ingi Jóhannsson gegnir nú embætti umhverfis- og auðlindaráðherra jafnframt því að gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í fréttinni var verið að vísa til gagnrýni sem uppi var höfð uppi þegar síðasta ríkisstjórn tók við.
Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira