Heiða: "Við erum í símaskránni" Stígur Helgason skrifar 29. apríl 2013 18:21 „Við erum að sjálfsögðu til í að ræða við hina flokkana - það stendur ekkert á okkur,“ segir Guðmundur Steingrímsson, annar tveggja formanna Bjartrar framtíðar, sem nú rétt fyrir sex lauk fundi sínum með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum. „Svo erum við bara í símaskránni ef einhver þarf á okkur að halda," segir hinn formaðurinn, Heiða Kristín Helgadóttir, sem sat einnig fundinn. „Það hafa engar samræður farið fram, en við erum erum afl sem vill gera gagn og nálgumst þetta af ábyrgð, “ sagði Guðmundur við fréttamenn að fundinum loknum. Formennirnir sögðu að fundurinn með forsetanum hefði verið almenns eðlis og að fari hefði verið vítt og breitt yfir sviðið. Þau hafi hins vegar ekki lýst skoðun sinni á því hverjum skyldi fela stjórnarmyndunarumboðið. „Ég held að það liggi nú alveg frekar ljóst fyrir hverjir eru stærstir og eðlilegasti fyrsti kostur og við höfum ekki gert upp á milli í því,“ sagði Heiða Kristín. „Við erum bara í góðu skapi og með okkar mál á hreinu. Þetta er bara atburðarás sem fer núna af stað og ef til þess kemur [að leitað verði til okkar um ríkisstjórnarsamstarf] þá vitum við hvaða skilyrði við setjum, “ bætti Guðmundur við. Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, er núna á fundi með forseta en það er síðasti fundur forsetans með leiðtogum stjórnmálaflokkanna í dag. Kosningar 2013 Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að stjórnarmyndun hefjist í dag "Það eru engar alvöru viðræður hafnar á milli flokka, en ég er þeirra skoðunar um að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu að setja kraft í viðræður sín á milli og ég geri ráð fyrir því að það gerist í dag. Aðrir hafa ekki verið í myndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir fund hans með Ólafi Ragnari Grímssyni þar sem þeir ræddu saman í einn og hálfan tíma. 29. apríl 2013 12:41 Bjarni mætir fyrstur til forsetans Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun taka á móti Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins á Bessastöðum klukkan ellefu. 29. apríl 2013 09:33 Bjarni og Sigmundur ræddu saman í gær Bjarni Benediktsson staðfesti í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í morgun að hann hafi rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann framsóknarflokks, í gærkvöld. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í dag. 29. apríl 2013 11:19 Katrín fámál eftir fund með forsetanum „Við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út - það var ekkert meira en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eftir fund sinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, sem lauk nú rétt fyrir fimm. 29. apríl 2013 17:07 Mælti með að Sigmundur fengi umboðið Eðlilegt er að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksinsverði falið umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar, að mati Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Þetta sjónarmið tjáði hann Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á fundi sínum með honum á Bessastöðum nú fyrir skemmstu. Árni Páll sat hjá forsetanum í tæpa klukkstund. 29. apríl 2013 16:30 Sigmundur Davíð bíður eftir að forsetinn taki af skarið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist bíða eftir því að forsetinn taki af skarið með að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fái umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Þetta sagði hann að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum í dag. 29. apríl 2013 15:09 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Við erum að sjálfsögðu til í að ræða við hina flokkana - það stendur ekkert á okkur,“ segir Guðmundur Steingrímsson, annar tveggja formanna Bjartrar framtíðar, sem nú rétt fyrir sex lauk fundi sínum með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum. „Svo erum við bara í símaskránni ef einhver þarf á okkur að halda," segir hinn formaðurinn, Heiða Kristín Helgadóttir, sem sat einnig fundinn. „Það hafa engar samræður farið fram, en við erum erum afl sem vill gera gagn og nálgumst þetta af ábyrgð, “ sagði Guðmundur við fréttamenn að fundinum loknum. Formennirnir sögðu að fundurinn með forsetanum hefði verið almenns eðlis og að fari hefði verið vítt og breitt yfir sviðið. Þau hafi hins vegar ekki lýst skoðun sinni á því hverjum skyldi fela stjórnarmyndunarumboðið. „Ég held að það liggi nú alveg frekar ljóst fyrir hverjir eru stærstir og eðlilegasti fyrsti kostur og við höfum ekki gert upp á milli í því,“ sagði Heiða Kristín. „Við erum bara í góðu skapi og með okkar mál á hreinu. Þetta er bara atburðarás sem fer núna af stað og ef til þess kemur [að leitað verði til okkar um ríkisstjórnarsamstarf] þá vitum við hvaða skilyrði við setjum, “ bætti Guðmundur við. Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, er núna á fundi með forseta en það er síðasti fundur forsetans með leiðtogum stjórnmálaflokkanna í dag.
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að stjórnarmyndun hefjist í dag "Það eru engar alvöru viðræður hafnar á milli flokka, en ég er þeirra skoðunar um að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu að setja kraft í viðræður sín á milli og ég geri ráð fyrir því að það gerist í dag. Aðrir hafa ekki verið í myndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir fund hans með Ólafi Ragnari Grímssyni þar sem þeir ræddu saman í einn og hálfan tíma. 29. apríl 2013 12:41 Bjarni mætir fyrstur til forsetans Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun taka á móti Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins á Bessastöðum klukkan ellefu. 29. apríl 2013 09:33 Bjarni og Sigmundur ræddu saman í gær Bjarni Benediktsson staðfesti í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í morgun að hann hafi rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann framsóknarflokks, í gærkvöld. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í dag. 29. apríl 2013 11:19 Katrín fámál eftir fund með forsetanum „Við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út - það var ekkert meira en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eftir fund sinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, sem lauk nú rétt fyrir fimm. 29. apríl 2013 17:07 Mælti með að Sigmundur fengi umboðið Eðlilegt er að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksinsverði falið umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar, að mati Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Þetta sjónarmið tjáði hann Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á fundi sínum með honum á Bessastöðum nú fyrir skemmstu. Árni Páll sat hjá forsetanum í tæpa klukkstund. 29. apríl 2013 16:30 Sigmundur Davíð bíður eftir að forsetinn taki af skarið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist bíða eftir því að forsetinn taki af skarið með að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fái umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Þetta sagði hann að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum í dag. 29. apríl 2013 15:09 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Gerir ráð fyrir að stjórnarmyndun hefjist í dag "Það eru engar alvöru viðræður hafnar á milli flokka, en ég er þeirra skoðunar um að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu að setja kraft í viðræður sín á milli og ég geri ráð fyrir því að það gerist í dag. Aðrir hafa ekki verið í myndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir fund hans með Ólafi Ragnari Grímssyni þar sem þeir ræddu saman í einn og hálfan tíma. 29. apríl 2013 12:41
Bjarni mætir fyrstur til forsetans Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun taka á móti Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins á Bessastöðum klukkan ellefu. 29. apríl 2013 09:33
Bjarni og Sigmundur ræddu saman í gær Bjarni Benediktsson staðfesti í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í morgun að hann hafi rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann framsóknarflokks, í gærkvöld. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í dag. 29. apríl 2013 11:19
Katrín fámál eftir fund með forsetanum „Við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út - það var ekkert meira en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eftir fund sinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, sem lauk nú rétt fyrir fimm. 29. apríl 2013 17:07
Mælti með að Sigmundur fengi umboðið Eðlilegt er að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksinsverði falið umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar, að mati Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Þetta sjónarmið tjáði hann Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á fundi sínum með honum á Bessastöðum nú fyrir skemmstu. Árni Páll sat hjá forsetanum í tæpa klukkstund. 29. apríl 2013 16:30
Sigmundur Davíð bíður eftir að forsetinn taki af skarið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist bíða eftir því að forsetinn taki af skarið með að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fái umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Þetta sagði hann að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum í dag. 29. apríl 2013 15:09