Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Svavar Hávarðsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Skarfabakki í Sundahöfn er 450 metra langur viðlegukantur en í Finnafirði verður ekki byrjað fyrir minna en 1,6 kílómetra. Athafnasvæðið yrði um þúsund hektarar. Fréttablaðið/gva Fjárfesting þýska fyrirtækisins Bremenport í rannsóknum og forhönnun vegna fyrirhugaðrar umskipunarhafnar í Finnafirði verður 400 til 450 milljónir króna árin 2014 til 2016. Höfnin sjálf er gríðarstórt fjárfestingarverkefni ef af verður, og mun fyrsti áfangi, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur og önnur uppbygging, kostar 18 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Hafsteins Helgasonar, byggingarverkfræðingi hjá verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækinu Eflu, á atvinnumálaráðstefnu Austurbrúar á Hallormsstað á miðvikudag. Hafsteinn sagði frá því í erindi sínu að sérfræðingar á vegum þýska fyrirtækisins hafa allt frá árinu 2000 kannað aðstæður á Íslandi fyrir höfn. Rannsóknir hefjast í Finnafirði á næsta ári, en 45 milljónum verður varið til þeirra á fyrsta ári en 200 milljónum árið 2015. Þær snúa að uppsetningu mælitækja á landi og sjó og umhverfis- og jarðfræðirannsóknum margskonar. Hafsteinn sagði að aðstæður í Finnafirði séu einstakar á Íslandi og hvergi hérlendis sé hentugra að skipuleggja hafnarsvæði eins og þetta. Er þá jafnt vísað til landfræðilegrar legu fjarðarins og veðurskilyrða. Eins að mikið dýpi sé í firðinum, reyndar svo mikið á hluta hans að hægt væri að draga olíuborpall þar að landi. Hafsteinn sagði fulltrúa Bremenport sjá möguleika á að sækja þjónustu til Norðurlands, jafnt sem Austurlands. „Í desember 2012 sögðu Þjóðverjarnir að uppbygging gæti hafist eftir 10 til 12 ár. Í maí sögðu þeir 5 til 8 ár. Tíminn hefur styst um helming, og það er vegna þess að þeir eru takt við viðskiptalífið og fylgjast vel með því sem er að gerast út í heimi“, sagði Hafsteinn spurður um hvar verkefnið væri statt í tíma.Hafsteinn HelgasonMynd/AusturbrúEf rannsóknir sanna að fjörðurinn henti fyrir höfnina yrði fyrsti áfanginn, og lágmarksuppbygging, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur sunnan fjarðarins. Horft er til þess að fullbyggð höfn væri 3 til 5 kílómetrar af viðleguköntum og hlutverk hennar þá fjölþætt. Um væri að ræða olíubirgða-og gasvinnsluhöfn, Þjónustuhöfn fyrir olíuvinnslu, gámahöfn, efnisgeymsluhöfn vegna námavinnslu á Grænlandi auk farþegaflutninga og Finnafjörður gæti eins þjónað sem öryggishöfn. Líklega yrði uppbygging í 3-5 áföngum á 30 til 40 árum, en 200 til 300 manns myndu starfa við fullbyggða höfn. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Fjárfesting þýska fyrirtækisins Bremenport í rannsóknum og forhönnun vegna fyrirhugaðrar umskipunarhafnar í Finnafirði verður 400 til 450 milljónir króna árin 2014 til 2016. Höfnin sjálf er gríðarstórt fjárfestingarverkefni ef af verður, og mun fyrsti áfangi, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur og önnur uppbygging, kostar 18 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Hafsteins Helgasonar, byggingarverkfræðingi hjá verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækinu Eflu, á atvinnumálaráðstefnu Austurbrúar á Hallormsstað á miðvikudag. Hafsteinn sagði frá því í erindi sínu að sérfræðingar á vegum þýska fyrirtækisins hafa allt frá árinu 2000 kannað aðstæður á Íslandi fyrir höfn. Rannsóknir hefjast í Finnafirði á næsta ári, en 45 milljónum verður varið til þeirra á fyrsta ári en 200 milljónum árið 2015. Þær snúa að uppsetningu mælitækja á landi og sjó og umhverfis- og jarðfræðirannsóknum margskonar. Hafsteinn sagði að aðstæður í Finnafirði séu einstakar á Íslandi og hvergi hérlendis sé hentugra að skipuleggja hafnarsvæði eins og þetta. Er þá jafnt vísað til landfræðilegrar legu fjarðarins og veðurskilyrða. Eins að mikið dýpi sé í firðinum, reyndar svo mikið á hluta hans að hægt væri að draga olíuborpall þar að landi. Hafsteinn sagði fulltrúa Bremenport sjá möguleika á að sækja þjónustu til Norðurlands, jafnt sem Austurlands. „Í desember 2012 sögðu Þjóðverjarnir að uppbygging gæti hafist eftir 10 til 12 ár. Í maí sögðu þeir 5 til 8 ár. Tíminn hefur styst um helming, og það er vegna þess að þeir eru takt við viðskiptalífið og fylgjast vel með því sem er að gerast út í heimi“, sagði Hafsteinn spurður um hvar verkefnið væri statt í tíma.Hafsteinn HelgasonMynd/AusturbrúEf rannsóknir sanna að fjörðurinn henti fyrir höfnina yrði fyrsti áfanginn, og lágmarksuppbygging, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur sunnan fjarðarins. Horft er til þess að fullbyggð höfn væri 3 til 5 kílómetrar af viðleguköntum og hlutverk hennar þá fjölþætt. Um væri að ræða olíubirgða-og gasvinnsluhöfn, Þjónustuhöfn fyrir olíuvinnslu, gámahöfn, efnisgeymsluhöfn vegna námavinnslu á Grænlandi auk farþegaflutninga og Finnafjörður gæti eins þjónað sem öryggishöfn. Líklega yrði uppbygging í 3-5 áföngum á 30 til 40 árum, en 200 til 300 manns myndu starfa við fullbyggða höfn.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira