Innlent

Yfir 600 tillögur bárust niðurskurðarhópnum

Jakob Bjarnar skrifar
Frá 2008 hefur starfsmönnum Guðlaugur Þór: Landspítalans fækkað um 350 á sama tíma og opinberum starfsmönnum fjölgaði um 200. Störfum á almennum vinnumarkaði fækkað um 9 til 16 þúsund.
Frá 2008 hefur starfsmönnum Guðlaugur Þór: Landspítalans fækkað um 350 á sama tíma og opinberum starfsmönnum fjölgaði um 200. Störfum á almennum vinnumarkaði fækkað um 9 til 16 þúsund.
„Það er afskaplega mikilvægt, til að viðhalda þeirri þjónustu sem við viljum halda, að gera kerfisbreytingar. Það er búið að gera mjög mikið af úttektum og skýrslum og öðru slíku, sem liggja fyrir. Bæði af síðustu ríkisstjórn sem og þeirri sem var og það hefur vantað að framkvæma," segir Guðlaugur Þór Þórðarsson sem á sæti í niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar.

Nú rétt í þessu var verið að birta tillögur hópsins og þetta er það sem Guðlaugur Þór hefur um hinar breiðari línur í tillögunum að segja.

„Nú á að fara í það að framkvæma. Í stað þess að fara í kerfisbreytingar hafa menn farið í flatan niðurskurð og við þekkjum afleiðingar hans. Frá 2008 hefur starfsmönnum Landspítalans fækkað um 350 á sama tíma og opinberum starfsmönnum fjölgaði um 200. Störfum á almennum vinnumarkaði fækkað um 9 til 16 þúsund."

Aðspurður hvort hann búist við mikilli reiði, eða ólgu í kjölfar þess að tillögurnar hafa nú verið lagðar fram bendir Guðlaugur Þór á að þeir hafi fengið 600 tillögur frá almenningi um breytingar sem vert er að fara í. Þingmaðurinn telur það lýsa því að skilningur ríki á að nauðsynlegt sé að fara í kerfisbreytingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×