Innlent

Árni Páll ítrekar áskorun sína til Sigmundar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, ítrekar áskorun sína til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um kappræður þeirra í milli. Sigmundur Davíð og Framsóknarmenn hafa lagt fram hugmyndir um niðurfærslu skulda heimila á kostnað kröfuhafa föllnu bankanna.

Í samtali við fréttastofu í dag sagði aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs að hann yrði á framboðsfundi á Selfossi í dag. Árni Páll væri velkominn þangað. „Þar er nú búið að auglýsa fjóra frummælendur og ég vil nú ekki vera að eyðileggja samtöl þeirra allra við kjósendur enda snýst tilboð mitt til Sigmundar um það að við ræðum efnislega þær hugmyndir sem hann hefur sett fram. Það tilboð stendur enn. Ég veit ekki hvernig hann ætlar að fara að því að tala við erlenda vogunarsjóði ef hann þorir ekki að tala við mig,“ segir Árni Páll.

Árni Páll segir að margir möguleikar séu í næstu viku til að halda fund „Og ef hann gefur sig ekki fer að líða að því að maður auglýsi fund og bjóði honum að koma,“ segir Árni Páll. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×