Aðalmeðferð í Al Thani málinu Hjörtur Hjartarson skrifar 4. nóvember 2013 19:54 Aðalmeðferð í Al Thani málinu, einu viðamesta dómsmáli hérlendis frá upphafi hófst í morgun. Fullt var út úr dyrum í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur en sakborningarnir fjórir Ólafur Ólafsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson eru ákærðir meðal annars fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik, hylmingu og peningaþvætti. Málið snýst í grófum dráttum um að einkahlutafélag í eigu Sjeik Mohammed Al Thani keypti um 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi, í lok september 2008. Kaupþing fjármagnaði kaupin að fullu en Al Thani skrifaði undir 12,5 milljarða króna sjálfskuldarábyrgð. Sérstakur saksóknari vill meina að hér hafi verið um sýndarviðskipti að ræða til að blekkja markaðinn og um leið styrkja stöðu Kaupþings. Því hafna sakborningar í málinu. Fyrstur í skýrslutökunni í morgun var Hreiðar Már, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings sem svaraði spurningum saksóknara í rúma tvo tíma. Sjálfur bar Hreiðar fram nokkrar spurningar til saksóknara. Meðal annars þá hvort staða Kaupþings væri ekki betri vegna viðskiptanna við Al Thani. Saksóknari benti þá á að Kaupþing hefði fallið tveimur vikum síðar en viðurkenndi þó að þrotabú bankans hefði notið góðs af þessum viðskiptum. Slitastjórn Kaupþings komst að samkomulagi við Al Thani um heildaruppgjör án þess að frá því væri frekar greint. Í framburði Hreiðars í morgun kom hins vegar fram að katarski fjárfestinn hafi greitt slitastjórninni 3,5 milljarða króna. Einnig var tekin skýrsla af Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni og Magnús Guðmundssyni, fyrrverandi yfirmanni Kaupþings í Lúxembúrg. Sigurður sagði að eina aðkoma sín að þessu máli væri að hann hefði samþykkt að veita fjárfestingafélaginu Serval lán en ekki er ákært fyrir þann hluta málsins. Ekki gafst tími til að taka skýrslu af Ólafi Ólafssyni en það verður gert á morgun. Reiknað er með að réttarhöldin standi í tæpar tvær vikur. Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Aðalmeðferð í Al Thani málinu, einu viðamesta dómsmáli hérlendis frá upphafi hófst í morgun. Fullt var út úr dyrum í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur en sakborningarnir fjórir Ólafur Ólafsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson eru ákærðir meðal annars fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik, hylmingu og peningaþvætti. Málið snýst í grófum dráttum um að einkahlutafélag í eigu Sjeik Mohammed Al Thani keypti um 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi, í lok september 2008. Kaupþing fjármagnaði kaupin að fullu en Al Thani skrifaði undir 12,5 milljarða króna sjálfskuldarábyrgð. Sérstakur saksóknari vill meina að hér hafi verið um sýndarviðskipti að ræða til að blekkja markaðinn og um leið styrkja stöðu Kaupþings. Því hafna sakborningar í málinu. Fyrstur í skýrslutökunni í morgun var Hreiðar Már, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings sem svaraði spurningum saksóknara í rúma tvo tíma. Sjálfur bar Hreiðar fram nokkrar spurningar til saksóknara. Meðal annars þá hvort staða Kaupþings væri ekki betri vegna viðskiptanna við Al Thani. Saksóknari benti þá á að Kaupþing hefði fallið tveimur vikum síðar en viðurkenndi þó að þrotabú bankans hefði notið góðs af þessum viðskiptum. Slitastjórn Kaupþings komst að samkomulagi við Al Thani um heildaruppgjör án þess að frá því væri frekar greint. Í framburði Hreiðars í morgun kom hins vegar fram að katarski fjárfestinn hafi greitt slitastjórninni 3,5 milljarða króna. Einnig var tekin skýrsla af Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni og Magnús Guðmundssyni, fyrrverandi yfirmanni Kaupþings í Lúxembúrg. Sigurður sagði að eina aðkoma sín að þessu máli væri að hann hefði samþykkt að veita fjárfestingafélaginu Serval lán en ekki er ákært fyrir þann hluta málsins. Ekki gafst tími til að taka skýrslu af Ólafi Ólafssyni en það verður gert á morgun. Reiknað er með að réttarhöldin standi í tæpar tvær vikur.
Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent