Dolly Parton kemur Miley til varnar 4. nóvember 2013 18:00 Kántrísöngkonan Dolly Parton kemur ungstirninu Miley Cyrus til varnar í viðtali við London Evening Standard en Dolly er guðmóðir stjörnunnar umdeildu. „Ég hef elskað hana í gegnum tíðina og fylgst með henni vaxa úr grasi. Ég veit hve gáfuð hún er og hæfileikarík. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað hún er frábær söngkona og lagahöfundur. Hún er bara að reyna að finna sína hillu,“ segir Dolly.Stöllurnar á setti þáttarins Hannah Montana.Miley hefur verið afar umdeild síðustu mánuði, sérstaklega fyrir nýjasta myndband sitt við lagið Wrecking Ball og frammistöðu sína á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni þar sem hún dillaði sér á ögrandi hátt við tónlistarmanninn Robin Thicke. Dolly hefur engar áhyggjur af Miley og mun alltaf vera til staðar fyrir hana.Myndbandið Wrecking Ball hefur vakið athygli.„Það er ekki auðvelt að vera ungur. Maður þarf nánast að fórna sálu sinni til að koma einhverju í verk. Ég mun veita henni ráð ef hún þarf og við höfum talað saman nokkrum sinnum um feril hennar,“ bætir Dolly við.Miley gerði allt vitlaust á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni.Lífið á Facebook. Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Kántrísöngkonan Dolly Parton kemur ungstirninu Miley Cyrus til varnar í viðtali við London Evening Standard en Dolly er guðmóðir stjörnunnar umdeildu. „Ég hef elskað hana í gegnum tíðina og fylgst með henni vaxa úr grasi. Ég veit hve gáfuð hún er og hæfileikarík. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað hún er frábær söngkona og lagahöfundur. Hún er bara að reyna að finna sína hillu,“ segir Dolly.Stöllurnar á setti þáttarins Hannah Montana.Miley hefur verið afar umdeild síðustu mánuði, sérstaklega fyrir nýjasta myndband sitt við lagið Wrecking Ball og frammistöðu sína á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni þar sem hún dillaði sér á ögrandi hátt við tónlistarmanninn Robin Thicke. Dolly hefur engar áhyggjur af Miley og mun alltaf vera til staðar fyrir hana.Myndbandið Wrecking Ball hefur vakið athygli.„Það er ekki auðvelt að vera ungur. Maður þarf nánast að fórna sálu sinni til að koma einhverju í verk. Ég mun veita henni ráð ef hún þarf og við höfum talað saman nokkrum sinnum um feril hennar,“ bætir Dolly við.Miley gerði allt vitlaust á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni.Lífið á Facebook.
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira