Tónlist

Dolly Parton kemur Miley til varnar

Kántrísöngkonan Dolly Parton kemur ungstirninu Miley Cyrus til varnar í viðtali við London Evening Standard en Dolly er guðmóðir stjörnunnar umdeildu.

„Ég hef elskað hana í gegnum tíðina og fylgst með henni vaxa úr grasi. Ég veit hve gáfuð hún er og hæfileikarík. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað hún er frábær söngkona og lagahöfundur. Hún er bara að reyna að finna sína hillu,“ segir Dolly.

Stöllurnar á setti þáttarins Hannah Montana.
Miley hefur verið afar umdeild síðustu mánuði, sérstaklega fyrir nýjasta myndband sitt við lagið Wrecking Ball og frammistöðu sína á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni þar sem hún dillaði sér á ögrandi hátt við tónlistarmanninn Robin Thicke. Dolly hefur engar áhyggjur af Miley og mun alltaf vera til staðar fyrir hana.

Myndbandið Wrecking Ball hefur vakið athygli.
„Það er ekki auðvelt að vera ungur. Maður þarf nánast að fórna sálu sinni til að koma einhverju í verk. Ég mun veita henni ráð ef hún þarf og við höfum talað saman nokkrum sinnum um feril hennar,“ bætir Dolly við.

Miley gerði allt vitlaust á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni.
Lífið á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.