Óstaðfest hvort Friðrik fór til Paragvæ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. desember 2013 19:32 Íslenska lögreglan fékk í dag send öll gögn sem liggja fyrir hjá Interpol í Paragvæ um hvarf Friðriks Kristjánssonar, þrítugs manns sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl. Bróðir Friðriks segir hvarfið hafa haft djúpstæð áhrif á fjölskylduna. Óljóst hvar hann hvarf Fréttastofa ræddi í dag við Moniku Costa, yfirmann rannsóknardeildar Interpol í Paragvæ. Hún segir að lögreglan vinni í málinu en ekki sé hægt að staðfesta hvort Friðrik hafi farið til Brasilíu og síðan til Paragvæ þar sem landamæraeftirlitið getur ekki staðfest ferðir þeirra. Það sé því óljóst hvar hann hvarf. Öll gögn í málinu send til Íslands Monika segir að Interpol hafi í morgun sent lögreglunni á Íslandi öll gögn í máli Friðriks. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur haft mál Friðriks á sínum snærum og fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfið. Karl sagði í samtali við fréttastofu í gær að íslenska lögreglan hefði lagt sig alla fram við að fá upplýsingar um málið en að ferðin hafi lítinn árangur borið. Jólin erfið fyrir fjölskylduna Bróðir Friðriks, Kristján Einar Kristjánsson, segir fjölskylduna hafa þungar áhyggjur af afdrifum Friðriks. Þau hafa lýst eftir honum með margvíslegum hætti og vinnur fjölskyldan náið með lögreglunni. Kristján segir jólin hafa verið erfið. Fjölskyldan mun þó að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda leitinni áfram á nýju ári. „Við höldum í vonina um að fá einhverjar góðar fréttir. Maður hættir aldrei að leita að fjölskyldumeðlim," segir Kristján. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Íslenska lögreglan fékk í dag send öll gögn sem liggja fyrir hjá Interpol í Paragvæ um hvarf Friðriks Kristjánssonar, þrítugs manns sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl. Bróðir Friðriks segir hvarfið hafa haft djúpstæð áhrif á fjölskylduna. Óljóst hvar hann hvarf Fréttastofa ræddi í dag við Moniku Costa, yfirmann rannsóknardeildar Interpol í Paragvæ. Hún segir að lögreglan vinni í málinu en ekki sé hægt að staðfesta hvort Friðrik hafi farið til Brasilíu og síðan til Paragvæ þar sem landamæraeftirlitið getur ekki staðfest ferðir þeirra. Það sé því óljóst hvar hann hvarf. Öll gögn í málinu send til Íslands Monika segir að Interpol hafi í morgun sent lögreglunni á Íslandi öll gögn í máli Friðriks. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur haft mál Friðriks á sínum snærum og fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfið. Karl sagði í samtali við fréttastofu í gær að íslenska lögreglan hefði lagt sig alla fram við að fá upplýsingar um málið en að ferðin hafi lítinn árangur borið. Jólin erfið fyrir fjölskylduna Bróðir Friðriks, Kristján Einar Kristjánsson, segir fjölskylduna hafa þungar áhyggjur af afdrifum Friðriks. Þau hafa lýst eftir honum með margvíslegum hætti og vinnur fjölskyldan náið með lögreglunni. Kristján segir jólin hafa verið erfið. Fjölskyldan mun þó að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda leitinni áfram á nýju ári. „Við höldum í vonina um að fá einhverjar góðar fréttir. Maður hættir aldrei að leita að fjölskyldumeðlim," segir Kristján.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira