Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2013 18:47 Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann hafi blásið á „laxarökin“ þegar Oddný Harðardóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, kynnti öðrum ráðherrum Samfylkingarinnar þá niðurstöðu sína og Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, að Þjórsárvirkjanir yrðu færðar úr nýtingarflokki yfir í biðflokk „vegna nýrra röksemda um laxastofna árinnar“. Össur lýsir því á nokkrum stöðum í bókinni hvernig Samfylkingin notaði virkjanir í neðri Þjórsá sem skiptimynt í pólitískum hrossakaupum við Vinstri græna í því skyni að halda áfram umsóknarferlinu um aðild að Evrópusambandinu. Þannig lýsir hann fundi ráðherra Samfylkingarinnar í höfuðstöðvum flokksins á Hallveigarstíg þann 13. febrúar árið 2012: „Ég hef nokkur orð um mína afstöðu, blæs á laxarökin sem ég veit að Veiðimálastofnun mun aldrei stimpla og klykki út með því að segja að þingflokkurinn muni aldrei samþykkja þetta. Það er spurt nokkuð höstuglega við hvaða þingmenn ég eigi. Ég svara með sömu hvefsni: „Til dæmis sjálfan mig.“ Ég ætla ekki að gefa mitt samþykki meðan ekki er fullséð hvort VG standi við stjórnarsáttmálann gagnvart ESB-umsókninni.“Urriðafoss. Össur segir lögmæt rök að hann sé fallegur en blæs á laxarökin.Össur, sem er doktor í lífeðlisfræði laxfiska, kveðst hafa verið heldur hlynntur virkjunum í Þjórsá, nema Norðlingaölduveitu. Tilfinningaríkur málflutningur Róberts Marshalls, um að vernda ætti Urriðafoss vegna þess að hann væri svo fallegur, hafi þó snert við sér. „Það eru lögmæt rök. Eðlileg málamiðlun væri að tvær virkjananna, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun, fengju framgang og Urriðafoss yrði verndaður,“ segir Össur í bókinni. Hann bætir við að það hafi verið afspyrnuvond samningatækni að fallast á kröfur VG um að fresta öllum Þjórsárvirkjunum án þess að klára önnur mál sem voru í uppnámi, fyrst og fremst þau sem tengdust ESB.Oddný Harðardóttir og Jóhanna Sigurðardóttir ákváðu að nota skyldi „laxarökin".Össur greinir síðan frá því að þær Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Oddný Harðardóttir hafi á fundi ráðherra Samfylkingarinnar þann 5. mars 2012 sagt að þær hafi lokið samningum við VG og niðurstaðan feli í sér frestun á virkjunum í Hágöngum og Skrokköldu og „rök Orra Vigfússonar um laxastofna eigi að útskýra frestun Þjórsár“. Stöllurnar hafi lagt áherslu á það að allir ráðherrarnir tryggðu að þingflokkurinn styddi málið. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann hafi blásið á „laxarökin“ þegar Oddný Harðardóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, kynnti öðrum ráðherrum Samfylkingarinnar þá niðurstöðu sína og Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, að Þjórsárvirkjanir yrðu færðar úr nýtingarflokki yfir í biðflokk „vegna nýrra röksemda um laxastofna árinnar“. Össur lýsir því á nokkrum stöðum í bókinni hvernig Samfylkingin notaði virkjanir í neðri Þjórsá sem skiptimynt í pólitískum hrossakaupum við Vinstri græna í því skyni að halda áfram umsóknarferlinu um aðild að Evrópusambandinu. Þannig lýsir hann fundi ráðherra Samfylkingarinnar í höfuðstöðvum flokksins á Hallveigarstíg þann 13. febrúar árið 2012: „Ég hef nokkur orð um mína afstöðu, blæs á laxarökin sem ég veit að Veiðimálastofnun mun aldrei stimpla og klykki út með því að segja að þingflokkurinn muni aldrei samþykkja þetta. Það er spurt nokkuð höstuglega við hvaða þingmenn ég eigi. Ég svara með sömu hvefsni: „Til dæmis sjálfan mig.“ Ég ætla ekki að gefa mitt samþykki meðan ekki er fullséð hvort VG standi við stjórnarsáttmálann gagnvart ESB-umsókninni.“Urriðafoss. Össur segir lögmæt rök að hann sé fallegur en blæs á laxarökin.Össur, sem er doktor í lífeðlisfræði laxfiska, kveðst hafa verið heldur hlynntur virkjunum í Þjórsá, nema Norðlingaölduveitu. Tilfinningaríkur málflutningur Róberts Marshalls, um að vernda ætti Urriðafoss vegna þess að hann væri svo fallegur, hafi þó snert við sér. „Það eru lögmæt rök. Eðlileg málamiðlun væri að tvær virkjananna, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun, fengju framgang og Urriðafoss yrði verndaður,“ segir Össur í bókinni. Hann bætir við að það hafi verið afspyrnuvond samningatækni að fallast á kröfur VG um að fresta öllum Þjórsárvirkjunum án þess að klára önnur mál sem voru í uppnámi, fyrst og fremst þau sem tengdust ESB.Oddný Harðardóttir og Jóhanna Sigurðardóttir ákváðu að nota skyldi „laxarökin".Össur greinir síðan frá því að þær Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Oddný Harðardóttir hafi á fundi ráðherra Samfylkingarinnar þann 5. mars 2012 sagt að þær hafi lokið samningum við VG og niðurstaðan feli í sér frestun á virkjunum í Hágöngum og Skrokköldu og „rök Orra Vigfússonar um laxastofna eigi að útskýra frestun Þjórsár“. Stöllurnar hafi lagt áherslu á það að allir ráðherrarnir tryggðu að þingflokkurinn styddi málið.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira