Viðskipti innlent

Grímur maður ársins hjá Frjálsri verslun

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Frjáls verslun
Dómnefnd Frjálsar verslunar hefur valið Grím Sæmundsson, lækni og forstjóra Bláa Lónsins, mann ársins 2013. Hann er valinn fyrir „framsækni, nýjungar í ferðaþjónustu, arðbæran rekstur til góðs fyrir íslenskt samfélag, fagmennsku, stórhug og útsjónarsemi sem gert hefur Bláa Lónið að einstæðu fyrirtæki í heiminum,“ eins og það segir í tilkynningu frá Frjálsri verslun.

Grímur hefur byggt upp Bláa Lónið sem fyrirtæki 21 ár og í senn hefur hann gert það að ákjósanlegan og vinsælan stað fyrir ferðamenn. Alls sóttu 635 þúsund gestir Bláa Lónið heim á þessu ári. „Nú fara um 70 prósent erlendra ferðamanna sem koma til landsins í Bláa Lónið,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig að frá árinu 2008 hafi Bláa Lónið fest sig í sessi sem vinsælasti  og mest sótti ferðamannastaður Íslands. „Það er afrek og á bak við þann árangur er saga mikillar framtakssemi.“ Alls starfa 240 manns hjá Bláa Lóninu.

Á þessu ári skilar félagið um 1,3 milljörðum króna í hagnað eftir skatta á þessu ári og á undanförnum árum hefur reksturinn gengið mjög vel. Hagnaður ársins 2012 var um 900 milljónir eftir skatta og áætluð velta þessa árs er um 5 milljarðar króna. Í lok síðasta árs var eigið fé félagsins um 1,6 milljarðar króna.

„Bláa Lónið baðar sig í ljóma vinsælda og fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. National Geographic hefur valið lónið sem eitt af 25 undrum veraldar.“ Frjáls verslun hélt í dag veislu á Hótel Sögu þar sem Grími var formlega veitt verðlaunin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×