Varaforsetinn vill verða forseti Golfsambandsins 5. nóvember 2013 18:44 Haukur Örn Birgisson. Haukur Örn Birgisson hefur ákveðið að gefa kost á sér í komandi forsetakjöri hjá Golfsambandi Íslands. Jón Ásgeir Eyjólfsson mun ekki gefa kost á sér áfram. Í fréttatilkynningu frá Hauki kemur fram að hann hafi starfað fyrir golfhreyfinguna frá árinu 2001. Hann hefur verið varaforseti sambandsins frá árinu 2007. Forsetakjörið fer fram þann 23. nóvember næstkomandi.Yfirlýsing Hauks Arnar:Kæru félagar.Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í komandi forsetakjöri Golfsambands Íslands sem fram fer á golfþingi þann 23. nóvember næstkomandi.Störf mín fyrir golfhreyfinguna má rekja til ársins 2001 og frá þeim tíma hefur golfíþróttin skipað stórt hlutverk hjá mér, bæði í leik og starfi. Samhliða stjórnarstörfum mínum hjá Golfklúbbnum Oddi árið 2005 var ég kosinn til stjórnarsetu hjá Golfsambandi Íslands en frá árinu 2007 hef ég verið varaforseti sambandsins. Þá hef ég einnig sinnt stjórnarstörfum á vegum Evrópska golfsambandsins, EGA, undanfarin þrjú ár.Golfíþróttin hefur átt einstaklega góðu gengi að fagna undanfarinn áratug. Fjöldi iðkenda hefur vaxið jafnt og þétt og hafa skráðir félagar í golfklúbbum aldrei verið fleiri. Þennan árangur má þakka óeigingjörnu framlagi ykkar sem starfa í tengslum við íþróttina, oftar en ekki í sjálfboðavinnu. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig að taka þátt í því starfi með ykkur.Jón Ásgeir Eyjólfsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem forseti sambandsins. Ég er afar þakklátur fyrir þá hvatningu sem ég hef fengið til þess að taka við af honum og lýsi mig reiðubúinn, með ykkar stuðningi, til að leiða starf Golfsambands Íslands næstu ár. Kær kveðja,Haukur Örn Birgisson Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Haukur Örn Birgisson hefur ákveðið að gefa kost á sér í komandi forsetakjöri hjá Golfsambandi Íslands. Jón Ásgeir Eyjólfsson mun ekki gefa kost á sér áfram. Í fréttatilkynningu frá Hauki kemur fram að hann hafi starfað fyrir golfhreyfinguna frá árinu 2001. Hann hefur verið varaforseti sambandsins frá árinu 2007. Forsetakjörið fer fram þann 23. nóvember næstkomandi.Yfirlýsing Hauks Arnar:Kæru félagar.Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í komandi forsetakjöri Golfsambands Íslands sem fram fer á golfþingi þann 23. nóvember næstkomandi.Störf mín fyrir golfhreyfinguna má rekja til ársins 2001 og frá þeim tíma hefur golfíþróttin skipað stórt hlutverk hjá mér, bæði í leik og starfi. Samhliða stjórnarstörfum mínum hjá Golfklúbbnum Oddi árið 2005 var ég kosinn til stjórnarsetu hjá Golfsambandi Íslands en frá árinu 2007 hef ég verið varaforseti sambandsins. Þá hef ég einnig sinnt stjórnarstörfum á vegum Evrópska golfsambandsins, EGA, undanfarin þrjú ár.Golfíþróttin hefur átt einstaklega góðu gengi að fagna undanfarinn áratug. Fjöldi iðkenda hefur vaxið jafnt og þétt og hafa skráðir félagar í golfklúbbum aldrei verið fleiri. Þennan árangur má þakka óeigingjörnu framlagi ykkar sem starfa í tengslum við íþróttina, oftar en ekki í sjálfboðavinnu. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig að taka þátt í því starfi með ykkur.Jón Ásgeir Eyjólfsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem forseti sambandsins. Ég er afar þakklátur fyrir þá hvatningu sem ég hef fengið til þess að taka við af honum og lýsi mig reiðubúinn, með ykkar stuðningi, til að leiða starf Golfsambands Íslands næstu ár. Kær kveðja,Haukur Örn Birgisson
Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira