Ingvar og Jónas hættir að dæma saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2013 13:53 Mynd/Óskar Andri Ingvar Guðjónsson, sem sæmdur var gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi viðureign Hauka og Fram í úrslitum N1-deildar karla, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var harðorður eftir viðureign liðanna í Safamýri sem Fram vann eftir tvær framlengingar. Sagði hann með ólíkindum að Framarar væru settir á leik þar sem Fram væri að spila. Líkt og fjallað var um á Vísi í gær var Ingvar sæmdur gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi umræddan leik. Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði afar skelfilegt að atvikið hefði komið upp. Ingvar hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann meðal annars að þeir Jónas muni ekki dæma saman framar. Það tengist þó ekki umræddu atviki að hans sögn.YfirlýsinginTil þeirra er málið varðar.Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum vil ég koma eftirfarandi á framfæri.Knattspyrnufélagið Fram veitti mér gullmerki sama dag og ég dæmdi leik Fram og Hauka s.l. miðvikudag. Mér þykir miður að hafa ekki tilkynnt það til dómaranefndar. Þannig var að Fram, sem er mitt uppeldisfélag, vildi heiðra störf mín í þágu handboltaíþróttarinnar. Ekki hvarflaði að mér að það yrði rangtúlkað á þann hátt sem raun ber vitni.Ég tel að þetta hafi ekki haft áhrif á mín störf í þessum leik þar sem ég hef alltaf reynt eftir fremsta megni að vera faglegur og hlutlaus í mínu dómarastarfi.Ég vil nota tækifærið við þetta tilefni og koma því á framfæri að ég og Jónas munum ekki dæma saman eftir þetta tímabil. Sú breyting tengist ekki framangreindum atburði og hefur dómaranefndinni verið kunnugt um þetta í nokkurn tíma.Ingvar Guðjónsson Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fékk gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi hjá félaginu Fram getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið sækir Hauka heim á Ásvelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en Fram vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006. Fram vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og því ljóst að Haukar þurfa að leika vel í dag ætli þeir sér sigur gegn sterku liði Fram. 4. maí 2013 11:00 Dómarar settir á bekkinn Dómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu ekki dæma fleiri leiki í úrslitum N1-deildanna. Þeir voru í sviðsljósinu í öðrum leik Fram og Hauka í úrslitum N1-deildar karla. 3. maí 2013 07:30 Segir Framara hafa dæmt leikinn "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“ 1. maí 2013 22:25 Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. 4. maí 2013 13:29 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Ingvar Guðjónsson, sem sæmdur var gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi viðureign Hauka og Fram í úrslitum N1-deildar karla, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var harðorður eftir viðureign liðanna í Safamýri sem Fram vann eftir tvær framlengingar. Sagði hann með ólíkindum að Framarar væru settir á leik þar sem Fram væri að spila. Líkt og fjallað var um á Vísi í gær var Ingvar sæmdur gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi umræddan leik. Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði afar skelfilegt að atvikið hefði komið upp. Ingvar hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann meðal annars að þeir Jónas muni ekki dæma saman framar. Það tengist þó ekki umræddu atviki að hans sögn.YfirlýsinginTil þeirra er málið varðar.Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum vil ég koma eftirfarandi á framfæri.Knattspyrnufélagið Fram veitti mér gullmerki sama dag og ég dæmdi leik Fram og Hauka s.l. miðvikudag. Mér þykir miður að hafa ekki tilkynnt það til dómaranefndar. Þannig var að Fram, sem er mitt uppeldisfélag, vildi heiðra störf mín í þágu handboltaíþróttarinnar. Ekki hvarflaði að mér að það yrði rangtúlkað á þann hátt sem raun ber vitni.Ég tel að þetta hafi ekki haft áhrif á mín störf í þessum leik þar sem ég hef alltaf reynt eftir fremsta megni að vera faglegur og hlutlaus í mínu dómarastarfi.Ég vil nota tækifærið við þetta tilefni og koma því á framfæri að ég og Jónas munum ekki dæma saman eftir þetta tímabil. Sú breyting tengist ekki framangreindum atburði og hefur dómaranefndinni verið kunnugt um þetta í nokkurn tíma.Ingvar Guðjónsson
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fékk gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi hjá félaginu Fram getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið sækir Hauka heim á Ásvelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en Fram vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006. Fram vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og því ljóst að Haukar þurfa að leika vel í dag ætli þeir sér sigur gegn sterku liði Fram. 4. maí 2013 11:00 Dómarar settir á bekkinn Dómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu ekki dæma fleiri leiki í úrslitum N1-deildanna. Þeir voru í sviðsljósinu í öðrum leik Fram og Hauka í úrslitum N1-deildar karla. 3. maí 2013 07:30 Segir Framara hafa dæmt leikinn "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“ 1. maí 2013 22:25 Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. 4. maí 2013 13:29 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Fékk gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi hjá félaginu Fram getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið sækir Hauka heim á Ásvelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en Fram vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006. Fram vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og því ljóst að Haukar þurfa að leika vel í dag ætli þeir sér sigur gegn sterku liði Fram. 4. maí 2013 11:00
Dómarar settir á bekkinn Dómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu ekki dæma fleiri leiki í úrslitum N1-deildanna. Þeir voru í sviðsljósinu í öðrum leik Fram og Hauka í úrslitum N1-deildar karla. 3. maí 2013 07:30
Segir Framara hafa dæmt leikinn "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“ 1. maí 2013 22:25
Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. 4. maí 2013 13:29