Innlent

Ekki talið að skjálftarnir séu undanfari eldgoss

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það hafa verið skjálftar á hálendinu seinni partinn í dag.
Það hafa verið skjálftar á hálendinu seinni partinn í dag.
Vel er fylgst með jarðhræringum sunnan við Langjökul og norð-norðaustur af Geysi í Haukadal. Jarðskjálftafræðingur á vakt hjá Veðurstofunni telur þó ekki að skjálftarnir séu undanfari goss. Hann staðfestir að stærsti skjálftinn hafi verið 3,5 stig en allir eftirskjálftarnir voru minni. Stóri skjálftinn varð rétt fyrir klukkan hálfsex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×